Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 23. september 2008 — 259. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Haraldur Þór Teitsson hafði æft fjórum til fimm sinnum í viku áður en hann gekk um Bezengi-dalinnn. MYND/HARALDUR ÞÓR Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri T k Rússneskir dalir og fjöll Göngugarpurinn Haraldur Þór Teitsson hefur gengið á fjöll víða um heim og segir nauðsynlegt að vera í góðu formi áður en lagt er af stað. Sjálfur æfði hann fjórum til fimm sinn í ÓLÍKAR gerðir heimildarmynda, handritsuppbygg-ing, undirbúningsvinna fyrir tökur, vinna meðan á tökum stendur og eftirvinnsla verða til umfjöllunar á sérstöku námskeiði Farskólans, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, sem hefst 1. október. Nánar á www.farskolinn.is. BORÐAÐU ÞIG HOLLARI! Væ tt Auðveldar þér að léttast Losaðu þig við 5 kíló á 5 vikum Nýtt og yfirfarið matarprógram,sem hjálpar þér við að losa þig við aukakilóin. Lærðu um það hvernig þú borðar fjölbreyttar máltíðir með hollum og góðum mat. GARÐABÆ REYKJAVÍK REYKJANESBÆR AKUREYRI NÝTT MATAR- PRÓGRAM Lé VEÐRIÐ Í DAG HARALDUR ÞÓR TEITSSON Æfði stíft áður en hann gekk um Bezengi-dal • heilsa • nám Í MIÐJU BLAÐSINS Í víking um Vesturland Beggi og Pacas kenna íbúum á Vesturlandi að elda með hjart- anu í vikunni. FÓLK 30 Á skjön við Norðurlönd Sjónarmið Jóhanns R. Benedikts- sonar og Stefáns Eiríkssonar eru gagnstæð þróuninni á Norður- löndum, skrifar Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn. UMRÆÐAN 17 Bylting í flugkennslu Keilir kaupir fimm nýjar kennsluflugvélar af fullkomnustu gerð. TÍMAMÓT 18 NEYTANDINN Sparnaðarráð og bann við lífsgæðakapphlaupi sérblað um neytendamál FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÓLK „Ég á ekki von á að það verði neinar meiri háttar breytingar á matseðlinum. Það hefur gefist vel að bjóða upp á þrjár tegundir af heimilismat. Kúnnunum líkar það vel,“ segir Sveinn Friðfinnsson, kokkur í Staðarskála. Á fimmtudaginn hefst nýr kafli í vegamenningu Íslands þegar nýr Staðarskáli verður opnaður vestanmegin í Hrútafirði. Gamla Staðarskála – sem kallaður hefur verið „miðja Íslands“ – verður lokað kvöldinu áður og má búast við tregafullri kveðjustund. Veitingasala hófst í Staðarskála árið 1960, en í 31 ár á undan hafði verið þar olíusala. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um gamla húsnæðið. Sveinn kokkur hefur unnið í Staðarskála í um tólf ár. Flutningarnir hafa talsverðar breytingar í för með sér fyrir hann. „Ég sef í kjallaranum, einn í húsinu. Eða ekki alveg einn. Það eru góðar vættir með mér, sumir myndu kalla það drauga. En ég er hræddur um að ég fái þá ekki til að flytja í nýja húsið.“ - drg / sjá síðu 24 Nýr Staðarskáli verður opnaður á fimmtudagsmorgun vestanmegin í Hrútafirði: Draugarnir verða skildir eftir JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Fórnarlamb falsara Prakkari hótar dagsektum vegna ósnyrti- legs útlits borgarbúa FÓLK 30 SÍÐUSTU DAGARNIR Á GAMLA STAÐNUM Sveinn Friðfinns- son, kokkur í Staðarskála, eldar í næstsíðasta sinn í gamla skálanum í dag. Á fimmtudagsmorgun verður nýr Staðar- skáli opnaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRUSSEL, FRÉTTABLAÐIÐ „Evra verður aðeins tekin upp með aðild að Evrópusambandinu.“ Þetta sagði Olli Rehn, fram- kvæmdastjóri stækkunarmála Evrópusambandsins, í samtali við Fréttablaðið í Brussel í gær. Rehn sagðist jafnframt telja að ef íslensk stjórnvöld tækju ákvörðun um að sækja um aðild að sambandinu myndu samninga- viðræður geta tekið skamman tíma, jafnvel innan við eitt ár, þar sem Ísland hefði þegar inn- leitt bróðurpart regluverks Evr- ópusambandsins með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu. Að loknum fundi Evrópu- nefndar stjórnvalda með Rehn í gær voru formenn nefndarinnar, þingmennirnir Illugi Gunnars- son Sjálfstæðis flokki og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sammála um að Rehn hefði talað skýrt. „Hann var afskaplega skýr varðandi tvíhliðaupptöku evr- unnar og sagði að fyrir því væri hvorki pólitískur vilji né vilji meðal embættismanna og að við ættum ekki að eyða tíma í þessa leið,“ segir Ágúst Ólafur. Á hinn bóginn svaraði Rehn fáu um hvort í veginum væru lagalegar hindranir fyrir upp- töku evru með sérstöku sam- komulagi við Evrópusambandið. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra telur ekkert í lagaverki sambandsins mæla gegn slíku. Verður sú hlið málsins rædd á fundi nefndarinnar með Joaquín Almunia, framkvæmdastjóra efnahags- og peningamála, á morgun. Illugi Gunnarsson segir nefnd- ina einmitt vilja átta sig á hvort lagalegar hindranir séu fyrir evru-upptöku án ESB-aðildar. Það verði fyrst og fremst rætt við Almunia. „Viðbrögð Olli Rehn koma ekki á óvart, við höfum heyrt þetta áður. En ef þetta er lagatæknilega hægt þá snýst málið um pólitík,“ segir Illugi. Evrópunefnd stjórnvalda er í Brussel til að afla sér upplýsinga um margt sem lýtur að starfsemi Evrópusambandsins, regluverki og samskiptum þess við Ísland. Í nefndinni sitja fulltrúar stjórn- málaflokkanna, verkalýðshreyf- ingarinnar, atvinnu- og viðskipta- lífsins. - bþs Evra ekki tekin upp án ESB-aðildar Framkvæmdastjóri stækkunarmála ESB segir að- ild að sambandinu forsendu þess að ríki taki upp evru. Íslenska Evrópunefndin fundar á morgun með framkvæmdastjóra efnahags- og peningamála. VÆTUSAMT Í dag verða suðlægar áttir ríkjandi, víða 3-8 m/s. Bætir í vind vestantil í kvöld. Þurrt að mestu austan til en annars rigning með köflum. Hiti víða á bilinu 7-14 stig. VEÐUR 4 8 7 8 9 10 neytandinn Tóku ekki þátt í lífsgæðakapphlaupiHópur kennara í Laugarnes-skóla fór í verslunarbann fyrir rúmu ári. BLS. 4 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 RÖLT Í RIGNINGUNNI Gott er að vera vel búinn þegar haustlægðirnar ganga yfir. Veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi regni á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓLK Landsliðsmaðurinn Aron Gunnarsson, sem leikur með 1. deildar liði Coventry City í Eng- landi, hefur flutt móður sína til Englands. Ástæðan er einföld: Hún heldur honum frá freistingum. Í frétt sundaymercury.net er til þess tekið að Aron sé harðnagli á vellinum en sé ekki hræddur við að sýna á sér mjúku hliðina og senda eftir mömmu til að sjá um eldamennsku og þvotta. „Mamma [er] hérna hjá mér til að sjá um mig, mér líkar það vel.“ - shá Aron Gunnarsson hjá Coventry City: Vill hafa mömmu hjá sér EVRUVÆÐINGIN ER HAFIN Sú óformlega evruvæðing sem hafin er hér á landi er varhuga- verð að mati Friðriks Más Baldurs- sonar prófessors við Háskólann í Reykjavík. „Nú er um fjórðungur af skuldum heimilanna við banka- kerfið í erlendri mynt og yfir sjö- tíu prósent af skuldum fyrirtækja. Bankarnir hafa tryggt sig gegn sveiflum í gengi krónunnar, en búa óhjákvæmilega við meiri út- lánaáhættu. Evruvæðingin grefur því undan fjármálalegum stöðug- leika og er raunar að flestu leyti neikvæð fyrir hagkerfið,“ segir Friðrik Már. - bih / sjá síðu 8 Lögfræðingur í málinu Keflvíkingar eru svekktir með að FH notaði ólöglegan leikmann í stærsta leik ársins. ÍÞRÓTTIR 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.