Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 2
2 23. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR JÓHANNES KARL KRISTJÁNSSON Jóhann- es Karl Kristjánsson er tæknimaður hjá Bylgjunni og Stöð 2 en ekki fréttamaður hjá Kompás. FÓLK „Það þýðir ekkert að segja honum að ég sé ekki Kompás- maðurinn. Hann tekur það ekki sem gilt og heldur að ég sé að ljúga að honum,“ segir Jóhannes Karl Kristjánsson, nafni Jóhann- esar Kristjáns Kristjánssonar úr fréttaskýringaþættinum Komp- ási. Ókunnugur maður hringdi þrisvar í Jóhannes Karl í fyrradag og hótaði honum öllu illu. Hið sama gekk reyndar yfir hinn rétta Jóhannes og athafna- manninn Ragnar Magnússon, sem grunar Benjamín Þ. Þorgrímsson um verknaðinn. Í Kompási í gærkvöldi var fjallað um handrukkara og átök sem áttu sér stað á milli Benjamíns og Ragnars í sumar. Benjamín fór fram á lögbann á þáttinn en Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri kröfu. Eftir það tóku hótanirnar að berast, þar á meðal til hins blásaklausa Jóhannesar Karls. - fb / sjá síðu 30 Kompás-umfjöllun: Rangur maður fær hótanir Um 1.600 farþegar af þeim 3.000 sem eru um borð ætluðu að fara í ferðir skipu- lagðar af okkur. ÓLÖF SVEINSDÓTTIR DEILDARSTJÓRI SKIPADEILDAR ATLANTIK FERÐAÞJÓNUSTA Crown Princess, eitt stærsta og glæsilegasta skemmtiferðaskip veraldar, hefur afboðað komu sína til landsins vegna veðurs. Um borð eru þrjú þúsund amerískir ferðamenn. Tap ferðaþjónustufyrirtækja, verslana og veitingahúsa á Suð- vesturlandi nemur tugum millj- óna. Crown Princess átti að koma til hafnar í Reykjavík með morgni en vegna slæms veðurútlits hefur ferðaskrifstofunni Atlantik verið tilkynnt að ekkert verði af því. Atlantik hefur með höndum alla umsýslu vegna komu skipsins og ljóst er að ferðaþjónustufyrir- tæki, verslanir og veitingastaðir verða af miklum tekjum. Ólöf Sveinsdóttir, deildarstjóri skipadeildar Atlantik, segir að Crown Princess sé eitt allra stærsta og best búna skemmti- ferðaskip heims en í sumar hafi komu fjögurra skemmtiferða- skipa verið aflýst. Hvert slíkt til- vik er áfall en þetta tilvik þó sýnu stærst. „Um 1.600 farþegar af þeim 3.000 sem eru um borð ætl- uðu að fara í ferðir skipulagðar af okkur. Undir þennan hóp vorum við búin að panta um fjörutíu rútur, tíu jeppabifreiðir og fjölda leiðsögumanna. Um 700 manns ætluðu að borða hádegismat og þiggja kaffiveitingar. Svo er það grillmatur fyrir stóran hóp í Þórs- mörk og svona get ég haldið lengi áfram.“ Ólöf treystir sér ekki til að meta hversu mikið fjárhagslegt tap fyrirtækisins sé vegna afboð- unar skipsins en viðurkennir að höggið sé þungt. Eftir stutta fyrirgrennslan Fréttablaðsins er óhætt að áætla að hver farþegi skilji eftir tíu til fimmtán þúsund krónur eftir eins dags dvöl. Því verður ferðaþjónustan af 30 til 45 milljóna króna tekjum á þessum eina miðvikudegi, en skipið átti að leggja úr höfn að nýju að kvöldi dags. Ólöf bendir á að fjölmargir aðil- ar sjái á bak góðum gestum. Hópur af skipinu ætlaði að heim- sækja söfn á höfuðborgarsvæð- inu og suður með sjó. Bláa lónið tapi miklu auk þess sem verslanir í miðbæ Reykjavíkur missi af 1.200 ferðalöngum með mikla kaupgetu úr verslun sem ætluðu ekki í hópferðir. Ótalinn er tekju- missir þjónustufyrirtækja við þekkta staði eins og Gullfoss og Geysi, auk hvalaskoðunarfyrir- tækja. svavar@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Sveinn, er þetta jurt til að hampa? „Já, menn mega hampa jurtinni en ekki láta jurtina hampa sér.“ Sveinn Elías Jónsson, bóndi í Kálfskinni í Eyjafirði, ræktar hamp með góðum árangri. VIÐSKIPTI „Við erum mjög ánægðir með að fá hans hátign sem hlut- hafa í bankann,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings, um kaup sjeik Mohameds bin Khalifa Al-Thani á rétt rúmum fimm prósenta hlut í bankanum. Kaupverð nemur 25,5 milljörðum króna. Hreiðar bendir á að Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, hafi farið ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í opinbera heimsókn til Katar í byrjun árs þar sem íslensk orku- og fjármálafyrirtæki hafi verið kynnt fyrir þarlendum ráða- mönnum. Þá komu fulltrúar frá Katar hingað til lands um mitt ár og funduðu með forsetanum. „Þessar heimsóknir hjálpuðu klárlega til,“ segir Hreiðar. Hann segir sömuleiðis að Ólafur Ólafsson, stjórnarfor- maður Alfesca, hafi átt stóran hlut að máli en hann hafi átt sam- skipti við menn í Katar í mörg ár. Talsverð tengsl eru á milli Alfesca og Kaupþings. Ólafur, sem er stærsti hluthafi Alfesca, er með stærstu hluthöfum Kaup- þings. Kaupþing er svo aftur næststærsti hluthafi Alfesca. Al- Thani keypti 12,6 prósenta hlut í Alfesca í júní. Al-Thani er umsvifamesti erlendi fjárfestirinn hér en mark- aðsverðmæti hluta hans í báðum félögum nemur rúmum 32 millj- örðum króna. - jab / sjá síðu 13 Forsetaheimsókn til Katar skilar sér í sölu á fimm prósenta hlut í Kaupþingi: Milljarðar frá Mið-Austurlöndum EFNAHAGSMÁL Verð á hráolíu hækkaði um 16,37 dali tunnan á mörkuðum í gær og er það mesta hækkun á olíuverði á einum degi. Verð á tunnu fór í 120,92 dali. Ástæður verðhækkunarinnar eru meðal annars sagðar vera vegna áhyggjum miðlara af eftirspurn þar sem olíuframleiðsla á Mexíkóflóa er enn skert eftir fellibylinn Ike auk þess sem Sádi- Arabar hafa dregið úr fram- leiðslu sinni. Þá telja miðlarar einnig að boðaðar aðgerðir bandarískra stjórnvalda til aðstoðar fjármálastofnunum muni leiða til aukinna umsvifa í hagkerfinu sem auka muni eftirspurn eftir olíu. - ovd Hráolíuverð hækkar: Mesta hækkun frá upphafi DÓMSMÁL Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa tekið ungan pilt kverkataki í verslun 10-11 í Grímsbæ í lok maí. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem lögreglumaðurinn neitaði sök. Maðurinn hafði afskipti af sautján ára pilti eftir að tilkynnt hafði verið um þjófnað á vöru úr versluninni. Í ákæru segir að þegar pilturinn neitaði að tæma vasa sína hafi lögreglumaðurinn gripið hann kverkataki, svo átök hlutust af. Síðan hafi lögreglumaðurinn snúið piltinn niður í gólfið og handjárnað hann. Pilturinn hlaut áverka við aðfarirnar. Lögmaður hans gerir kröfu um skaðabætur að upphæð 400 þúsund krónur. - jss Lögreglumaður í 10-11: Ákærður fyrir líkamsárás DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir fyrrver- andi framkvæmdastjóra Verð- bréfaþjónustu sparisjóðanna. Maðurinn hefur sætt farbanni í sautján mánuði, lengur en nokkur annar, en samkvæmt úrskurði gærdagsins er farbannið fram- lengt til 11. nóvember. Maðurinn er sakaður um skjalafals og auðgunarbrot og telur Ríkissaksóknari meðal annars að brot mannsins geti leitt til þess að ábyrgðir fyrir um 200 milljónir Bandaríkjadala verði bindandi fyrir verðbréfasjóðinn. - ovd Skjalafals og auðgunarbrot: Framkvæmda- stjóri í farbanni FÓLK „Að sjálfsögðu keyptum við mat og allar helstu nauðsynjar, þetta var ekkert meinlætalíf,“ segir Rúna Björg Garðarsdóttir, kennari í Laugarnesskóla, sem fór í verslunarbann í tvo mánuði ásamt nokkrum samkennurum sínum við upphaf ársins 2007. Kveikjan var Compact- hópurinn í San Francisco sem er hópur fólks sem fór í verslunar- bann í eitt ár og keypti aðeins nauðsynjavörur, en reyndi að öðru leyti að endurnýta. „Við fórum út í þetta aðallega vegna umhverfissjónarmiða, þótt sumir hafi líka séð þetta sem leið til að spara,“ segir Rúna Björg sem segist mun meðvitaðri um innkaupin í dag. - hs / sjá sérblaðið Neytandinn Kennarar í Laugarnesskóla: Sjálfskipað verslunarbann KENNARAR LAUGARNESSKÓLA Keyptu aðeins helstu nauðsynjar í tvo mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Válynd veður hrekja risaskip frá landinu Eitt stærsta farþegaskip heims kemur ekki til hafnar í Reykjavík á morgun vegna veðurs. Ferðaþjónustufyrirtæki, verslanir og veitingahús verða af tugum milljóna. Um borð eru 3.000 farþegar frá Bandaríkjunum á leið til Evrópu. CROWN PRINCESS Skipið er 116 þúsund tonn og auk 3.000 farþega eru um borð 1.200 manna áhöfn. Allar hugsanlegar lífsins lystisemdir eru fáanlegar um borð. MYND/CROWN PRINCESS LÖGGÆSLUMÁL Jón F. Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, sagði sig í gær úr Lögreglufélagi Reykjavíkur (LR). Það gerði einnig yfirmaður sérsveitar Ríkislög- reglustjóra. Talið var að fleiri hjá embættinu myndu skila inn úrsögnum í gærkvöld. Í tölvupósti sem Jón sendi til Óskars Sigurpálssonar, formanns lögreglufélagsins, og allra annarra félagsmanna þess kvaðst Jón hafa verið í félaginu frá 1979. „Eftir að hafa hlustað á ummæli þín í fréttum í gærkvöldi lýsi ég yfir vantrausti á þig sem formann félagsins...“ segir í póstinum. Þar er átt við ummæli Óskars, sem sagði meðal annars embætti Ríkislögreglustjóra að mörgu leyti tilraun sem hefði misheppnast. Jafnframt að of mörgum verkefnum hefði verið ýtt til embættisins eða ...þeir sölsað undir sig.“ „Að formaður félagsins komi fram með þessum hætti og efni til illdeilna innan lögreglunnar og blandi sér í hagsmunapot einstakra lögreglustjóra sem skaðar hluta félagsmanna er með öllu óafsakanlegt,“ segir enn fremur í tölvupósti Jóns. Stjórn LR sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þess efnis að verkefni stjórnarinnar sé ekki að hafa afskipti af stjórnunarhætti lögreglu á landsvísu og hafi þar af leiðandi aldrei verið rætt á stjórnarfundum þess. „Stjórn félagsins er skipuð mönnum með mismunandi skoðanir og teljum við hvern og einn hafa rétt á að hafa sína persónulega skoðun. Ummæli formanns LR endurspegla því ekki afstöðu stjórnarinnar.“ Aðspurður segist Óskar Sigurpálsson ekki hafa íhugað að segja af sér vegna málsins. - jss Lögreglufélag Reykjavíkur logar í illdeilum vegna ummæla formanns félagsinsv: Stjórnendur segja sig úr lögreglufélaginu Fundu risademant Risademantur, sem verður nokkurra milljarða króna virði eftir slípun, fannst í námu í Lesotho í Suður-Afríku. Steinn- inn er 478 karöt og mun vera einn stærsti demantur sem fundist hefur. Slípaður verður steinninn meðal þeirra stærstu sinnar tegundar í heiminum. SUÐUR-AFRÍKA FORSETI ÍSLANDS Stjórnarformaður Kaupþings segir heimsóknina til Katar ásamt forseta Íslands tvímælalaust hafa hjálpað til. YFIRLÖGREGLUÞJÓNN HJÁ RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA Jón Bjartmarz sendi formanni Lögreglufélags Reykjavíkur og félagsmönnum tölvupóst þar sem hann lýsti van- trausti á formanninn og sagði sig úr félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.