Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 23. september 2008 3 Í Píanóskóla Þorsteins Gauta fær fólk árangursríka leiðsögn um nótnaborðið í leit sinni að hinum rétta tóni. „Þetta er sjötta árið sem skólinn starfar og hann hefur farið stækk- andi,“ segir Þorsteinn Gauti. „Það prófa margir. Sumir koma ár eftir ár og taka eitt stigið af öðru,“ lýsir hann og segir fólk læra á hljóðfæri á öllum aldri sé til ánægju. Þorsteinn Gauti er með fimm kennara við skólann, sem er í Ármúla 38. „Við tökum nemendur í einkatíma en einnig eru námskeið þar sem fjórir til fimm koma saman, eru með hljómborð og heyrnartól og spila bæði eftir nótum og af fingrum fram eftir því hvað hentar. Kennarinn gengurá milli, svipað og á tölvunámskeiði. Þá er lítil áhersla á hljóðfræðina en meira lagt upp úr að leika sér og spila hvaða lög sem er.“ - gun Leita rétta tónsins „Það prófa margir og sumir stoppa stutt en aðir koma ár eftir ár og taka námið alvar- lega,“ segir Þorsteinn Gauti, sem rekur eigin píanóskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UNDIRSTÖÐUATRIÐI í meðferð olíu-, vatns- og akrýllita verða kennd á námskeiðinu Frístundamálun hjá Kvöldskóla kópavogs sem hefst 29. september. Kennsla er einstaklingsmiðuð og efni og áhöld verða til staðar fyrst um sinn. Eftir það þarf að útvega hvort tveggja. Sjá www.kvoldskoli.kopavogur.is. Macintosh-tölvurnar frá Apple hafa eignast æ fleiri aðdáendur hérlendis. Ef þú hefur nýverið keypt þér Makka eða langar að læra meira á nýju Macintosh-tölvuna þína eru fjölmörg gagnleg námskeið í boði í nýju Apple-búðinni á fyrstu hæð Kringlunnar á haustmánuðum. Námskeiðin eru skipulögð fram í nóvember og meðal námskeiða eru grunnatriði í notkun Mac OS X stýrikerfisins, iPhoto, iMovie, iDVD, iWeb, Pages, Keynote, iCal og Address Book, svo dæmi séu nefnd. Námskeiðin eru án endurgjalds og óþarfi að skrá sig fyrir fram – það er nóg að mæta fróðleiksfús til leiks í Apple-búðina. Rétt er að benda einnig á vef- námskeið á vefsíðu Apple sem þeir geta nýtt sér sem vilja læra á eigin spýtur. - þlg Eplið tekið réttu taki Macintosh-tölvur eru fallega hann- aðar og gaman að kunna vel að nýta alla möguleika þeirra. Námskeið í meðgöngunuddi og slökun Fyrir barnshafandi konur og maka, vin eða vinkonu. Kenndar eru nuddstrokur, slökunaræfi ngar, öndunaræfi ngar og grindarbotnsæfi ngar. Námskeiðið er ein helgi. Nánari upplýsingar gefur Sigurrós nuddfræðingur og Rope yoga kennari í síma 860-0812 Fáðu ferskar íþróttafréttir á hverjum morgni Fréttablaðið stendur vaktina á hverju kvöldi – líka á laugardögum. Þannig færum við þér nýjustu úrslitin og staðgóða umfjöllun á morgunverðarborðið hvern einasta morgun.* *Sunnudagsútgáfa Morgunblaðsins er prentuð á laugardegi áður en íþróttaúrslit dagsins liggja fyrir og 24 stundir koma hvorki út á sunnudögum né mánudögum. Auk þess fara 24 stundir í prentun aðra daga áður en íþróttaleikjum kvöldsins er lokið. Fréttablaðið er eina dagblaðið sem færir þér ferskar íþróttafréttir alla morgna vikunnar, líka á sunnudögum. Allt sem þú þarft – alla daga F í t o n / S Í A Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.