Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 22
● fréttablaðið ● neytandinn 23. SEPTEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 Enskukennarinn Constance Lynne Clark kemur frá Bandaríkjun- um og hefur hún búið hér á landi í sautján ár, með hléum. Constance gerir ýmislegt til að spara í sínu daglega lífi. „Ég er mjög meðvituð þegar kemur að því að spara vatn og rafmagn. Ég slekk alltaf ljósin í þeim herbergj- um sem ég er ekki að nota og sömu- leiðis reyni ég að eyða ekki vatni í óþarfa,“ segir hún. Hún verslar ávallt í Krónunni og Bónus og segist aðeins fara í dýr- ari verslanir þegar hana vanti eitt- hvað sérstakt. „Þegar ég elda er ég dugleg að geyma afganga sem ég nýti í matseldina daginn eftir. Oft tek ég líka nesti með mér í vinnuna, en ekki þó alltaf,“ segir Constance. Þegar kemur að fötum og skóm reynir hún ávallt að versla ódýrt. „Ég kaupi föt og skó á útsöl- um, en annars er ég ansi handlagin og bæði sauma föt og lagfæri þau sjálf,“ segir Constance. Hvað húðvörur varðar leyfir hún sér að dekra við sig í þeim efnum. „Ég vil hugsa vel um húðina á mér og því leyfi ég mér að kaupa krem og aðrar húðvörur í dýrari kantin- um,“ segir hún. Á krepputímum er sparnaður flestum ofarlega í huga og taka margir því fegins hendi að fá góð sparnaðarráð til að létta á heimilishaldinu. Við fengum þrjár kjarnakonur til að deila með okkur sínum sparnaðarráðum. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flust til Íslands og hafa því haft sýn gestsins á land og þjóð þótt nú séu þær orðnar hluti af íslensku samfélagi. Glöggt er gests augað Constance segist vera mjög meðvituð þegar kemur að því að spara vatn og rafmagn en auk þess verslar hún helst í lágvöruverslunum á borð við Krónuna og Bónus. Einnig er hún dugleg að nýta afganga og lagfærir fatnað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Saumar og lagfærir föt sjálf Eva Leplat er frönsk og kennir móðurmál sitt hér á landi. Hún hefur búið á Íslandi í um tuttugu ár með hléum. Þegar kemur að því að spara á Eva ýmis ráð í poka- horninu. Hvað mat varðar þá verslar hún allar helstu nauðsynjar í lágvöru- verðsverslunum. „Ég reyni líka að kaupa ekki tilbúinn mat, held- ur elda ég flest allt sjálf. Ég spara þó ekki við mig þegar ég kaupi kjöt og fisk. Ég vil gæði þó svo það kosti meira,“ segir Eva. Hvað samgöngur varðar þá er bíll á heimilinu en Eva reynir að ganga eða hjóla styttri vegalengdir til að spara bensín. „Við sögðum einnig upp Mogganum í sumar til að spara peninga. Með öll þessi fríblöð sem við fáum fannst okkur óþarfi að vera líka með Moggann,“ segir Eva og bætir við að ef það er eitthvað sérstakt sem hún vilji lesa í því blaði kíki hún bara á netið. Eva fer árlega til Frakklands í heimsókn og kaupir þá föt. „Ég versla bæði í lágvöruverðsversl- unum og í „second-hand“-búðum, en þar finn ég oft föt sem eru nánast ónotuð. Hér á landi reyni ég að kaupa föt á útsölum,“ segir Eva. Að sögn hennar var hér áður fyrr mun ódýrara að versla föt og annað í Frakklandi, en nú hefur allt hækkað þar, líkt og hér, og ekki bætir veikt gengi krónunnar ástandið. „Ég tók eftir því í sumar hvað allt var orðið dýrt í Frakklandi þannig að það er ekki eins auðvelt að fá ódýr- ari varning þar og áður,“ segir Eva. - kka Gengur frekar en að nota bílinn Eva Leplat á ýmis ráð í pokahorninu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eigandi Krua Thai-matsölustaðanna, Sonja Yupin, er frá Taílandi. Hún hefur búið hér á landi síðan 1987 og kann vel við sig hér. Eins og aðrir reynir hún að spara þar sem hægt er. „Ég passa mig alltaf að borga reikninga á réttum tíma til að þurfa ekki að greiða óþarfa vexti. Ég kaupi auk þess grænmeti fyrir veitingastaðina mína í Bónus og svo panta ég krydd og sósur frá Taílandi, því það er mun ódýrara þar,“ segir Sonja, en Krua Thai-staðir hennar eru nú orðnir tveir, í Tryggvagötu og Bæjarlind í Kópa- vogi. Hún fer reglulega til Taílands og reynir að kaupa sér föt þar, en aðeins þau sem hún getur notað hér á landi líka. „Þó svo að fatnaður sé ódýrari í Taílandi er miklu heitara þar en hér. Ég passa mig á að kaupa mér ekki föt úti sem nýtast mér ekki í kuldanum hér,“ segir Sonja, en viðurkennir að hún leyfi sér öðru hvoru að kaupa sér vönduð föt, í dýrari kantinum, hérna heima. - kka Forðast dráttarvexti Sonja Yupin reynir að spara og gætir þess að greiða alla reikninga á réttum tíma til að forðast óþarfa dráttarvexti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.