Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 24
 23. SEPTEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR Mikil hugarfarsbreyting varð hjá hópnum í Laugarnesskóla sem fór í tveggja mánaða verslunarbann. Á myndinni er hluti af hópn- um; þau Helen, Berta, Sólborg, Vignir, Droplaug, Nihal, Guðrún, Leifur, Dagmar og Rúna Björg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hópur kennara í Laugarnes- skóla tók sig saman fyrir rúmu ári og fór í verslunarbann í tvo mánuði. Ástæðan var meðal annars umhverfisleg. „Að sjálfsögðu keyptum við mat og allar helstu nauðsynjar, þetta var ekkert meinlætalíf,“ segir Rúna Björg Garðarsdóttir, kenn- ari í Laugarnesskóla, sem fór í verslunar bann í tvo mánuði ásamt nokkrum samkennurum sínum við upphaf ársins 2007. Þau þreyttu þorrann og góuna með þessum hætti. „Við fórum að spjalla um þessa yfirgengilegu neyslu sem var á þessum tíma og hvernig maður kaupir hugsunarlaust og ákváðum að láta slag standa,“ segir Rúna Björg. Compact-hópurinn í San Fransisco var önnur kveikja að hugmyndinni, en það er hópur fólks sem fór í verslunarbann í eitt ár og keypti aðeins nauðsynja- vörur, en reyndi að öðru leyti að endurnýta eins og hægt var. „Við fórum út í þetta aðallega vegna umhverfissjónarmiða, þótt sumir hafi líka séð þetta sem leið til að spara. Við göngum hratt á auð- lindir jarðar með of mikilli neyslu og því er nauðsynlegt að staldra við og hugsa. Þegar á reyndi var þetta mun auveldara en ég hélt, og í dag er ég meðvitaðri um hvað ég kaupi,“ segir Rúna Björg. Nauð- synja- og öryggisvörur voru und- anskildar banninu og segir Rúna það hafa verið auðvelt að átta sig á hvað væri nauðsynlegt að kaupa og hvað ekki. „Við erum allt of fljót að henda hlutum og kaupa nýtt, til dæmis ef rafhlaðan í símanum er ónýt þá er nýr keyptur, sem er al- gjör óþarfi. Meðan á banninu stóð þurftum við að kalla eftir hlut- um ef okkur vantaði eitthvað og á vinnustaðnum var alltaf einhver sem átti hlutinn og var jafnvel ekki að nota hann. Eitt sinn vantaði mig til dæmis nýja síu á vatnskrana og þá átti einmitt ein samstarfs- kona mín eina aukasíu sem ég gat fengið,“ segir Rúna Björg. Gjafir mátti ekki kaupa þar sem þær teljast ekki nauðsynjavörur og segir Rúna að þau hafi þurft að beita ímyndunaraflinu. „Við gáfum meðal annars ávísanir á samveru- stundir, matarboð og fleira.“ Í verslunarbanninu segist Rúna hafa upplifað að hún hefði meiri tíma. „Að versla er gjarnan notað sem afþreying og það er ótrúlegt hversu margar fjölskyldur fara saman í verslunarmiðstöðvar um helgar, í stað þess að eyða tíman- um öðruvísi saman. Maður kemst ekki hjá því að hugsa hversu mikl- um tíma maður eyðir í vinnu til þess að geta tekið þátt í lífsgæða- kapphlaupinu og keypt hluti fyrir börnin sín í stað þess að eyða tíma með þeim,“ segir Rúna Björg. Þótt banninu sé lokið segir hún mikla hugarfarsbreytingu hafa orðið hjá hópnum og umræðan sé enn þá lifandi. „Sú athygli sem við fengum fyrir það eitt að kaupa ekkert kom mér talsvert á óvart en það eru margir að velta þess- um hlutum fyrir sér. Þetta versl- unarbann var einmitt það sem við þurftum til að koma okkur af stað.“ - keþ Hópuðust saman og sátu hjá í lífsgæðakapphlaupi Grænt Íslandskort er samvinnu- verkefni Náttúran.is, alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Græna Íslands- kortið byggist á flokkunarkerfi Green Map og umfangsmikilli for- vinnu Náttúran.is við skilgreining- ar og skráningaraðila á Grænum síðum, og slær smiðshögg á kort- lagningu vistvænna kosta í við- skiptum og ferðamennsku á Ís- landi. Tilgangur grænna korta er að gera vistvæna kosti á sviði við- skipta, menningar og ferðaþjón- ustu sýnilegri og aðgengilegri, en græn kort hafa nú verið þróuð í 475 borgum, þorpum og hverfum og í 54 löndum. Ísland er fyrst til að þróa grænt kort fyrir allt land- ið í heild, og er það nú komið í vef- útgáfu á www.nattura.is á íslensku og www.nature.is á ensku. Til- gangur kortsins er meðal annars að gefa nákvæma yfirsýn yfir þá fjölmörgu umhverfisvænu kosti sem fyrir eru í landinu og hvetja fólk til að nýta sér þá og styðja fyrirtæki sem vinna á umhverfis- meðvitaðan hátt. Green Map byggist á kerfi 169 tákna sem sameina náttúru- og manngert umhverfi, og í íslensku kortagerðinni hefur hvert og eitt tákn verið metið miðað við ís- lenskar aðstæður. - þlg Grænt Íslandskort Græna Íslandskortið hjálpar þeim sem vilja ferðast vistvænt og stunda græn viðskipti. Nýstofnuð Samtök um bíllausan lífsstíl benda á ofnotkun einkabílsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýverið voru stofnuð Samtök um bíllausan lífsstíl. Mikill áhugi virðist vera um annan ferðamáta en einkabílinn en um 110 manns mættu á stofnfund samtakanna. Sigrún Helga Lund var kosin for- maður samtakanna en hún sagði meðal annars á fundinum að sam- tökin styddu jafnræði milli sam- göngumáta. Hún hvatti fólk til að skoða samgöngur í víðu samhengi og tók fram að samtökin væru ekki stofnuð til höfuðs einkabíln- um heldur væri markmið þeirra fjölbreytni í samgöngum. - rat Bíllaus lífsstíll HVAR ER ÞÍN AUGLÝSING ? Allt sem þú þarft... ... alla daga föstudagur SAMEINA KRAFTA SÍNA Dísa í World Class og Arnar Grant ræða um vinnuna, aldurinn og útlitið FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS ÓÐUR TIL LIÐINS TÍMA Finnur Þór Vilhjálmsson setti saman raunveruleika- kvæðið fyrir eftir KOMINN MEÐ KÆRUSTU Sveinn Andri Sveinsson frumsýndi kærustuna á leikritinu Fýsn SAMAN Í VINNUNNI Ragnar Bragason og Helga Rós Hannam unnu saman í Dagvaktinni 19. september 2008 heimili&hönnun LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 HEIMILIÐ Listakona í hjarta Reykjavíkur HÖNNUN Ævintýraveröld Ólafar Erlu ELDHÚS Stílhreinn einfaldleiki Hästens verslunin Grensásvegi 3 Reykjavík Sími 581-1006 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög SEPTEMBER 2008 + ÞORGERÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR Í SHANGHAI, STASI-SAFNIÐ Í BERLÍN OG ELÍNRÓS LÍNDAL Í FRAKKLANDI SUMARMYND ÁRSINS VERÐLAUNAMYNDIR Í LJÓSMYNDASAMKEPPNI FRÉTTABLAÐSINS BIRTAR FALLEGASTA HÓTEL HEIMS? Lifandi list á Four Seasons-hótelinu í Flórens LUANG PRABANG Frumskógar og musteri í Laos 1 Neytendastofa VIGTARMENN Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið á Neytendastofu, Borgartúni 21, dagana 6., 7. og 8. október nk. Endurmenntunarnámskeið verður haldið 13. október. Allar nánari upplýsingar um verð og skilmála, svo og aðstoð við skráningu þátttakenda, eru veittar í síma 510 1100 og á heimasíðunni www.neytendastofa. is/mælifræðisvið/löggilding vigtarmanna/námskeið vigtarmanna. Skráningu lýkur föstudaginn 19. september nk. Suðurlandsbraut - sími 588 3031 - www.stra.is30 Tölvuumsjón Rekstrarfélag Stjórnarráðsbygginga Starfið Hæfniskröfur Umsóknarfrestur Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ MRI. Guðný Harðardóttir STRÁ MRI stra@stra.is óskar eftir að ráða tölvu- og/eða kerfisfræðing til starfa. Rekstrarfélagið sér um notendaþjónustu gagnvart starfsmönnum flestra ráðuneytanna ásamt miðlægum tölvubúnaði þeirra. Fjöldi útstöðva er um 550. felst í notendaþjónustu og meðal helstu verkefna er viðhald og uppsetningar á Windows útstöðvum, þjónusta við Málaskrár/GoPro, Lotus Notes, Office og önnur forrit. eru að umsækjendur séu menntaðir á sviði tölvutækni, s.s. tölvufræði, kerfisfræði, tölvunarfræði og/eða með sambærilega menntun. Þekking á Lotus Notes og GoPro er æskileg. Áhersla er lögð á faglegan metnað, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum auk sveigjanleika í mannlegum samskiptum. er til og með 22. september nk. Laun verða skv. kjarasamningi starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra. Gengið verður frá ráðningu fljótlega. (gudny@stra.is) hjá veitir nánari upplýsingar. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár og meðfylgjandi prófgögn til . Viðtalstími er alla virka daga frá kl.13-15 meðan á umsóknarferlinu stendur. Fagmennska í yfir ár20 www.stra.is REKSTRARFÉLAG STJÓRNARRÁÐSBYGGINGA fasteignir 15. SEPTEMBER 2008 Fasteignasalan Perla Investments og RE/MAX Bær eru með til sölu íbúðir við Punta Prima strönd á Spáni. Í búðirnar eru í blokk við Punta Prima-strönd, sem hefur notið mikilla vinsælda og er bæði í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante-flugvelli og Murcia-flugvelli. Íbúðin á myndinni til hliðar skiptist niður í opið eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðher- bergi og verönd. Íbúðunum fylgir sameiginlegur garður með tveimur sundlaugum auk sameiginlegs púttvallar. Þær eru í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá ströndinni, þar sem óviðjafnanlegt útsýni er út á Miðjarðarhafið. Þá er öll þjónusta innan seilingar. Hægt er að rölta á nærliggjandi veitingastaði og eins eru kjörbúðir, veitingastaðir, apótek, barir og fleira staðsett í þjónustukjarna í tíu mínútna göngufjarlægð. Að auki er stutt í ýmiss konar afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, þar á meðal golf, tívolíferðir, vatnagarð og fleira. Þess skal getið að íbúðirnar kosta frá 201.160 evrum. Þessi eign ásamt fleirum verður kynnt í opnu húsi á Spánareignum hjá Remax Bæ Malarhöfða 2, helg- ina 20. og 21. september á milli klukkan 12 til 16 báða daga. Nánari upplýsingar veitir RE/MAX Bær, um- boðsaðili Perla Investments á Íslandi. Snorri Sig- urfinnsson í síma 864 8090, ss@remax.is. Magnús Ninni Reykdalsson í síma 694 9999, maggi@remax. is. Frekari upplýsingar um fasteignakaup á Spáni eru fáanlegar á vefsíðunni www.perla.is. Fyrsta flokks íbúðir fáanlegar á Spáni Íbúðin í blokkinni skiptist í opið eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og verönd. Íbúðunum fylgir sameiginlegur garður með tveimur laugum auk sameiginlegs púttvallar. Öll þjónusta og afþreying eru innan seilingar frá þeim. Fr u m Smærri fjármálafyrirtæki Þrengingar kalla á samþjöppun Sögurnar... tölurnar... fólkið... H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Óli Kristján Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson skrifa Seðlabanki Íslands ætti að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig á vaxtaákvörðunardegi sínum á morgun, samkvæmt áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Að þessu sinni voru skiptar skoðanir innan bankastjórnarinnar. Tveir vildu fremur horfa til væntinga erlendra greinenda og hættunnar á frekara gengisfalli og halda vöxtum óbreyttum. Hinir vildu hefja lækkunarferli stýrivaxta nú þegar og forða með því frekara kreppuástandi. Sameiginleg niðurstaða er svo varfærnisleg lækkun sem undirbyggja þarf rækilega með gögn- um, svo sem með því að birta nýjan stýrivaxtaferil. Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykja- vík, segir stöðuna í efnahagslífinu einkennast af mikilli óvissu og hættu, meðal annars vegna skorts á lánsfé. Þá hafi ekki tekist að styrkja gjaldeyris- forða Seðlabankans nema að takmörkuðu leyti. „Það lán sem tilkynnt var um í síðustu viku, en hefur reyndar ekki enn verið tekið, er auðvitað aðeins sem lítið skarð í stórri ísaldarstæðunni og var af kurteisisástæðum ekki hlegið beint út af borðinu,“ segir hann. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir mestu skipta nú að vega saman verðbólgu- hættuna annars vegar og hættuna á kreppu hins vegar. Hann horfir meðal annars til reynslunnar af fyrri samdráttarskeiðum, svo sem þegar lækkun stýrivaxta hófst síðla árs 2001, skömmu áður en verðbólga náði hámarki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir verðbólguhorfur jafnframt góðar og líkur á að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á þriðja fjórðungi næsta árs. „Í þessu háa vaxtaumhverfi og í ljósi þessarar verðbólguspár tel ég rétt að bankinn lækki vexti sína í nokkuð stórum stökkum á næstu mánuðum,“ segir hann. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, telur einnig að Seðlabankinn þurfi að bregðast hratt við með örum stýrivaxtalækkunum þegar verðbólgan tekur að hjaðna og þá jafnvel með fjölgun vaxtaákvörðunardaga. Lækkunarferlið segir hann hins vegar kalla á góðan undirbúning og telur vart hægt að hefja það nema í tengslum við útgáfu Peningamála, efnahagsrits Seðlabankans, á vaxtaákvörðunardegi í nóvember. Þar hafi bankinn vettvang til að skýra ákvörðun sína og sýn á efna- hagsframvinduna. Skuggabankastjórnin vill 25 punkta lækkun Skuggabankastjórn Mark aðarins áréttar að tími sé kominn á lækkun stýrivaxta. Hættara sé við kreppu en verðbólgu. Olíuverð lækkar | Verð á hrá- olíu hefur lækkað nokkuð hratt upp á síðkastið og lá við 102 dali á tunnu þegar best lét í gær. Í júlí stóð verðið í hæstu hæðum, fór í rúma 147 dali á tunnu. Kauphöllin sprakk | Fjárfestar í Bretlandi komu að lokuðum dyrum hjá Lundúnamarkaðn- um í Bretlandi á mánudag. Tvö- falt meiri velta með hlutabréf en aðra daga varð til þess að kaup- hallarkerfið brann yfir. Þetta er alvarlegasta kerfisbilun á bresk- um hlutabréfamarkaði í átta ár. Þjóðnýting gleður | Gengi hlutabréfa tók kipp upp á við víða um heim á mánudag eftir að Henry Paulson, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, greindi frá yfirtöku ríkisins á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnu- dag. Þetta eru umfangsmestu björgunaraðgerðir í sögu fjár- málageirans. Mikið atvinnuleysi | Atvinnu- leysi mældist 6,1 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum banda- rísku vinnumálastofnunarinnar. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira í tæp fimm ár. Óbreyttir vextir | Bæði Eng- landsbanki og evrópski seðla- bankinn ákváðu í síðust viku að halda stýrivöxtum óbreyttum. Að- stæður í efnahagslífinu og yfir- vofandi samdráttur í hagvexti lá til grundvallar ákvörðununum. Þóra Helgadóttir Verðleiðrétting ekki alslæm 6 Starfsmenn vilja kaupa Heitt í holunum hjá Enex 2 2 Hlutabréf í Eimskipafélaginu voru færð á athugunarlista í Kauphöllinni í gær, vegna um- talsverðrar óvissu varðandi verð- myndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta, líkt og segir í til- kynningu. „Þetta er ábending til fjárfesta um að verðmyndun sé óvenju óviss um þessar mundir og felur því í sér hvatningu til þeirra að kynna sér málið vel áður en ákvarðanir eru teknar,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar- innar, í samtali við Markaðinn. Verð á hlutabréfum í Eimskip hefur nánast verið í frjálsu falli síðustu vikur og mánuði. Á einni viku hefur gengi bréfanna til að mynda lækkað um ríflega þriðj- ung. Fyrir um ári var gengið um 43, en var komið niður fyrir 10 kr. á hlut í gær. Eins og fram hefur komið í Markaðnum situr Eimskip enn uppi með ábyrgð upp á 25 millj- arða króna vegna sölu á bresku ferðaskrifstofunni XL Leisure Group fyrir tveimur árum. Unnið hefur verið að endurfjármögnun, en henni er ekki lokið og herma heimildir Markaðarins að skyndi- legt fall nú geti tengst óvissu um lyktir þeirrar vinnu. - bih Eimskip í frjálsu falli www.trackwell.com Vistvænn kostur! FÖSTUDAGUR 26. SEPT. LAUGARDAGUR 27. SEPT. SUNNUDAGUR 28. SEPT. SUNNUDAGUR 28. SEPT. MÁNUDAGUR 29. SEPT. MÁNUDAGUR 29. SEPT. MIÐVIKUDAGUR 1. OKT. Föstudagur: Vikulegt sérrit á léttu nótunum. Viðtöl við þjóðþekkta einstaklinga, allt það nýjasta í tísku, heilsu og hönnun svo dæmi sé tekið. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir í síma 512-5462 eða sigridurdagny@365.is Heimili & hönnun: Vikulegt sérrit um heimili & hönnun, hugmyndir fyrir öll rými heimilisins sem og áhugaverðar fréttir úr heimi hönnunar jafnt innanlands sem utan. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Þ. Steingrímsson í síma 5125439 eða hlynurs@365.is Ferðir: Mánaðarlegt sérrit um ferðir og ferðalög um allan heim Nánari upplýsingar veitir Benedikt F. Jónsson í síma 512-5411 eða benediktj@365.is Atvinnublaðið: Mest lesna atvinnublað landsins – alla sunnudaga Nánari upplýsingar veitir Viðar Ingi Pétursson í síma 512-5426 eða vip@365.is Fasteignir: Fasteignablað Fréttablaðsins - alla mánudaga. Auglýsendur athugið að panta þarf auglýsingar fyrir klukkan 12 föstudaginn 26. september. Nánari upplýsingar veitir Ruth Bergsdóttir í símum 512-5469 / 694-4103 eða ruth@365.is EKVADOR – Kópavogssérblað Sérblað Kópavogs um suður-amerísku menningarhátíðina sem haldin verður í Kópavogi 4.-11. október 2008 Nánari upplýsingar veitir Bjarni Þór Sigurðsson í síma 512-5471 eða á netfangið bjarnithor@365.is Markaðurinn: Vikulegt sérrit um allt er snýr að viðskiptum og efnhagsmálum – alla miðvikudaga. Nánari upplýsingar veitir Laila Awad í síma 512-5451 eða laila@frettabladid.is Eftirfarandi sérblöð fylgja Fréttablaðinu á næstunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.