Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 28
● fréttablaðið ● neytandinn 23. SEPTEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR8 Íslenskar lopapeysur njóta sí- felldra vinsælda en dálítil kúnst er að þvo slíkan fatnað. Best er að handþvo heimaprjónaðar lopapeysur, sem og aðrar ullar- flíkur, en að mörgu er að huga áður en þvottur hefst. Flíkur úr ull halda í sér miklu vatni séu þær dregnar upp úr þvottavatninu. Því þarf að taka utan um flíkina og lyfta í heilu lagi upp úr vatninu, því blaut ull sveigist og teygist þegar á hana er reynt og auðvelt að spilla margra tíma prjónaskap með ógætilegum handtökum. Ull tekur ekki greiðlega við óhreinindum og verður ullar- fatnaður því hreinn við fín- þvott á 30 gráðum. Hægt er að fá sérstaka lopasápu sem hent- ar ullinni vel. Uppþvottalögur er til margra hluta nýtilegur og má meðal annars nota hann á fitubletti í fatnaði. Besta ráðið við hvimleið- um fitublettum í fötum er að skvetta yfir þá uppþvottalegi og setja svo flíkurnar í vél. Þannig hverfa blettirnir eins og dögg fyrir sólu enda er það í eðli uppþvottalagar að leysa upp fitu. Fitublettir eru með algeng- ustu blettum í fötum og læða sér í fínustu flíkur þegar olía spýtist af heitri pönnu við elda- mennsku eða þegar brauðsneið- in lendir öfug ofan á buxna- skálminni. Þá eru litlir ormar ótrúlega seigir við að klína í sig smjöri og gjarnan má sjá matseðil dagsins á fötum þeirra. Með þessu einfalda húsráði má lengja líftíma fatnaðar til mikilla muna og verða flíkurnar eins og nýjar. - ve Uppþvottalög- ur á fitubletti Það er leikur einn að skemma fallegar lopa- peysur með ógætilegum þvotti. Viðkvæmur ullarþvottur Skór endast og endast ef þeir eru vand- aðir og er vel við haldið. Með því að endurbæta skóna sem fyrir eru í skápnum ætti að vera hægt að nota þá aðeins lengur. Terpentína er töframeðal þegar kemur að því að hressa upp á skó. Lakkskór nuddaðir með mjúkum klút, vættum í terpentínu, endur- heimta gljáa sinn og terpentína og mjólk saman bæta litinn á brún- um, rauðum og gulum skóm. Gyllta og silfurlita skó má hreinsa með því að nudda yfir þá með hjartarsalti. Naglalakks- hreinsir er góður til að hreinsa hvíta leðurskó og hvítur skóáburð- ur jafnast betur út ef skórnir eru nuddaðir áður með hrárri kartöflu eða spritti. Gluggaúða eða hús- gagnaúða má svo nota á allt leður ef mikið liggur við. Heimild: 500 hollráð sem Mas- terCard gaf út 2005. - gun Góðir skór ganga aftur● VERÐI LJÓS! 15 vatta sparpera gefur sama ljósmagn og 60 vatta hefð- bundin glópera en mikilvægt er að kaupa góðar perur og uppgefin ending á að vera lág- mark 6.000 tímar. NÝTT KORTATÍMAB IL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.