Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 36
20 23. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Ó, vildirðu að ég kæmi með búðing... Kjáni get ég verið, ég hélt ég ætti að mæta í búning. The championship! Hah! Hvern halda þeir að þeir séu að plata? Þetta er bara heiladauð tilraun til að fá aðra deild til að hljóma betur! The championship! HAHAHA! Hallóóó! The bullshitship! The kjaftæðisshið! The not-that-clever- ship! The... úps! Fyrirgefðu! Er Leeds ekki í þeirri deild? Ég gleymdi því! Hlæðu bara, hýenan þín! Við búum til nýtt ofur- Leeds! Lið í allt annarri deild en Liverpool! Jói... þið eruð í annarri deild en Liverpool! Þú veist... The wankership! Fröken! Gæt- irðu haldið aðeins á þessu og bakkað aðeins? Þetta verður ljótt! Glataða hjól! Ég hjólaði á tvö önnur hjól, komst rétt hjá því að hjóla á tré og var við það að lenda á nýja bíl nágrannans! Það sem ég hlakka til að fá bílprófið! Góður dagur fyrir göngutúr. Linda? Hæ, þetta er Jóna. Jæja, ég verð að þjóta. Bless. Það er svo gott að geta deilt tilfinningum sínum með vinkonu. AAAAAAAAAAAARRRGGGHHH! Þegar ég var ung að árum þóttist ég á tímabili vera rosalega svartsýn. Ég get ekki munað af hverju mér þótti það svona smart, en ég man að ég gerði heiðarlega tilraun. Ég fékk mig reyndar ekki til að ganga í svörtum og rifnum fötum eða hrúga á mig svörtum augn- skugga upp á panda-lúkkið, sem segir annað af tvennu: ég er svartsýn eða augnfarðahreinsirinn minn var að klárast og ég hef ekki efni á nýjum alveg strax. Hins vegar andvarpaði ég voðalega mikið og dritaði í kringum mig frösum á borð við „ef maður býst ekki við neinu verður maður aldrei fyrir vonbrigð- um“ með afskaplega spekingslegan svip sem ég var búin að æfa fyrir framan spegilinn. Þetta svartsýnistímabil varð ekki langt, enda var ég fljót að átta mig á því að þetta var náttúrulega helber vitleysa. Ef maður býst ekki við neinu er allt bara alveg afskaplega hundleiðinlegt. Ég tel mig hafa sannreynt þetta á síðustu vikum, þar sem ég losaði um allar hömlur og gekk af göflunum í tilhlökkun vegna afmælis míns. Ég gerði það að stórmáli, bjóst við engu minna en veislu aldarinnar og í kjölfarið varð það svona líka rífandi stórskemmtilegt. Veislugestir hafa í það minnsta fyrirgefið mér þá vægu maníu sem hefur haft mig í greipum sínum síðustu vikur, enda uppskáru þeir líka afrakstur hennar. Ég hef því strengt það afmælisheit að láta aldrei aftur freistast til þess að gjóa augunum á svarta augnskuggann. Það er svo miklu skemmtilegra að búast við öllu. Þó að maður uppskeri ekki nema helming er það engin ástæða til vonbrigða. Plús að svartur augnskuggi fer mér ekki. Tilraun í svartsýni NOKKUR ORÐ Sunna Dís Másdóttir Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á morgun Neytendur, íslensk fyrirtæki og samfélagsleg ábyrgð. Hver er þessi Sheik sem fjárfestir í íslenskum fyrirtækjum? Fjárfestingabankar, módel sem heyrir brátt sögunni til? Í Markaðnum á morgun www.takk. is Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.