Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 23. september 2008 FÓTBOLTI Síðustu tvö fögn Tryggva Guðmundssonar hafa verið dýrt spaug því hann fékk gult fyrir þau bæði og er þar með kominn í leikbann. Hann mun því missa af síðasta leik FH í deildinni um næstu helgi. Fyrra spjaldið fékk Tryggvi fyrir að fagna hundraðasta markinu sínu gegn Val. Hann lyfti þá upp keppnistreyju sinni og sýndi stuðningsmönnum FH bol með rómverska tölustafnum C. Svo fékk hann gult gegn Keflavík eftir að hafa lagt upp sigurmarkið. Í stað þess að fagna með félögum sínum tók Tryggvi léttan dans í teignum fyrir framan leikmenn Keflavíkur, sem var ekki skemmt. „Ég hef áður sagt að keppnis- skapið á það til að koma mér í vandræði innan vallar. Ég var ekkert að spá en það var einhver lítill púki inni í mér sem sagði mér að dansa,“ sagði Tryggvi, sem segir það hafa verið rétt hjá Kristni Jakobssyni dómara að spjalda sig fyrir hegðunina. „Ég sá strax eftir þessu og sé enn eftir þessu. Ég reyndi að biðja hlutaðeigandi afsökunar eftir leik. Ástæðan fyrir þessu fagni var annars sú að það fór í taugarnar á mér að Keflvíkingar skyldu fagna öðru markinu sínu eins og þeir væru orðnir meistar- ar. Það afsakar samt ekki þessa hegðun hjá mér,“ sagði Tryggvi og bætti við í léttum tóni að hann íhugaði þessa dagana að hætta alfarið að fagna mörkum. „Annars er ég ekkert farinn að hugsa um leikinn sem ég missi af. Á undan er mjög erfiður leikur gegn Blikum sem ég get tekið þátt í og þar ætla ég að leggja mitt af mörkum svo við eigum von um næstu helgi.“ - hbg Tryggvi um fagnið: Lítill púki sagði mér að dansa TRYGGVI GUÐMUNDSSON Fékk gult spjald fyrir þessa tilburði er hann skor- aði sitt 100. mark í efstu deild. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN OG ENGIN FÆRSLUGJÖLD www.nb.is M iðast við m eðal-y rdráttarvexti á sam bæ rilegum reikningum . Kynntu þér málið og sæktu um á www.nb.is eða hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 550 1800. Nýir viðskiptavinir Netbankans sem sækja um debetkort án færslu- og árgjalda, fá 18,45% yrdráttarvexti fyrstu 6 mánuðina sem þeir eru í viðskiptum. Að auki býðst nýjum viðskiptavinum almennt e-Vildarkort án árgjalds fyrsta árið. VERSLAÐU ATVINNUBÍLA AF ÞEIM SEM GETA ÞJÓNUSTAÐ ÞIG! Renault Kangoo Mest seldi atvinnubíll íslands á frábæru tilboðsverði. Eigum örfá eintök eftir af einum vinsælasta atvinnubíl fyrr og síðar, Renault Kangoo. Nýr Kangoo er á leiðinni til landsins og því höfum við ákveðið að selja nokkur eintök af eldri gerðinni á ótrúlegu verði. Ráðgjafar okkar eru tilbúnir við símann. Hringdu í 575 1224 eða sendu fyrirspurn á arnif@bl.is til að tryggja þér eintak. Fyrstir koma, fyrstir fá! LAGERLOSUN LAGERLOSUN Á VINSÆLASTA AT VINNUBÍL FYRR OG SÍÐAR. FYRS TIR KOMA FYRS TIR FÁ. SAGA flotastjórnun Með hverjum Kangoo fylgir frí uppsetning á SAGA staðsetningartæki og hugbúnaði frá ND og 2 mánaða áskrift án endurgjalds.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.