Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 23. september, 267. dagur ársins. 7.14 13.20 19.24 6.59 13.05 19.09 WWW.UU.IS Verð frá 59.989,- Verð frá 69.875,- á mann í tvíbýli með morgunverði á hótel Barcelo Avenida, 30. október í 3 nætur. á mann í tvíbýli með morgunverði á hótel Tryp Marcarena 23. október í 3 nætur. á mann í tvíbýli með morgunverði á hótel Park Inn 23. október í 4 nætur. Verð frá 69.560,- ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ Sími 585 4000 ~ Fax. 585 4065 ~ INFO@UU.IS ~ WWW.UU.IS Bilbao – Einstök og öðruvísi Sevilla – Sigrar hjarta þitt Madrid – Borg í fullu fjöriDublin – Smávaxin stórborg Ferðaskrifstofa Lifandi heimsborgir taka ferðalöngum opnum örmum yfir veturinn. Úrval-Útsýn gerir þér kleift að kynnast hinum mörgu andlitum Spánar: Madrid, höfuðborginni sem aldrei sefur, Sevilla, hinu forna menningarsetri, og Bilbao í Baskalandi, þar sem listin blómstrar. Loks er það Dublin á Írlandi, þar sem má gera góð kaup og slaka á á írskum pöbbum. Hver borg er heimur 9. - 12. október / uppselt 23. – 26. október / laus sæti 13. - 17. nóvember / uppselt 27. nóv - 1. des / uppselt 16. – 20. október / 5 sæti laus 30. október – 2. nóvember / laus sæti 9. – 12. okt. / örfá sæti laus | 23. – 27. okt. 30. okt.– 3. nóv. / uppselt | 20. – 23. nóv. 6. – 9. nóvember/ örfá sæti laus á mann í tvíbýli með morgunverði á hótel Senator Gran Via, 6. nóvember í 3 nætur. Verð frá 69.651,- Bókunarsíminn er opinn til kl. 19 alla virka daga og frá kl. 10–14 á laugardögum Einkavæðing bankanna hefur sýnt okkur þann kraft sem leysist úr læðingi við það að einka- aðilar taki við rekstri. Nýsköpun og þróunarstarf þessara fyrirtækja hefur skilað þeim góðum árangri bæði hér heima og erlendis. Því ber að huga að enn frekari einka- væðingu á öðrum sviðum svo sem á sviði heilbrigðis-, mennta- og orkumála.“ Svo mæltu sjálfstæðis- menn á landsþingi flokksins í apríl 2007. Tilefni þessarar upprifjunar er ekki að gera gys að gortinu um bestu frjálsu bankamenn í heimi eða að setja út á einkavæðingu, sem á mörgum stöðum á vel við, heldur minnast þess tíma þegar mátti nota orðið einkavæðing. EINHVERRA hluta vegna var síðar ákveðið að sjálfstæðismenn væru alls ekki hlynntir einkavæð- ingu heldur einkarekstri, sem væri nú eitthvað allt annað og sætara en þessi einkavæðing. Ef munurinn sem á að liggja í þessum tveimur orðum hefur farið framhjá ein- hverjum þá felst hann í því að í einkarekstri er unnið með almanna- fé en í einkavæðingu með eigið fé. Hins vegar fallast ekki allir á þessa skilgreiningu. HEIMGREIÐSLA var annað hug- tak sem einhverra hluta vegna lenti á bannlista sjálfstæðismanna. Ekki get ég ímyndað mér ástæðuna fyrir því að borgarstjórnar- meðlimir virtust ægilega hissa á því að fjölmiðlar kysu að nota orðið heimgreiðsla í stað þjónustutrygg- ingar, sem sjálfstæðismenn töldu hið eina rétta yfir fyrirbrigðið. Ég vil ekki skera úr um hvort orðið er fegurra. Hins vegar finnst mér 35 þúsund króna greiðsla sem for- eldar fá þar til barnið þeirra fær leikskólaplássi úthlutað hljóma fremur eins og heimgreiðsla (ein- hver þarf jú að vera heima hjá barninu og fær smá greiðslu fyrir) heldur en þjónustutrygging (það felst nefnilega engin trygging á þjónustu í þessari greiðslu). ÖNNUR dæmi um þegar reynt er að troða tungunni ofan í fjölmiðla- fólk er þegar sagt er að rangt sé að tala um grun um hrottalegt ofbeldi þegar grunur leikur á að foreldri hafi kastað hnífi að barni sínu sér til skemmtunar, þegar lögregla talar um nytjastuld ökutækis í stað bílþjófnaðar og æpt er stóriðju- stefna ef einhver minnist á verk- smiðju. Sem betur fer lætur fjöl- miðlafólk yfirleitt ekki hafa sig að fífli með því að kokgleypa svona vitleysu. Bitur reynsla af tungu- taki viðskiptamanna hefur sjálf- sagt kennt þeim að það hljómar ekkert gáfulegra að fjalla um nei- kvæðan hagvöxt, í staðinn fyrir samdrátt. Tungutroð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.