Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 4
4 24. september 2008 MIÐVIKUDAGUR FINNLAND Alls ellefu létust og nokkrir særðust þegar rúmlega tvítugur karlmaður gerði skotárás á nemendur í prófi í verkmennta- skóla í Kauhajoki í Finnlandi á þriðjudagsmorguninn. Allir hinir látnu voru nemendur. Minnst þrír særðust. Eldur kviknaði í bygg- ingunni eftir árásina og varð tjón- ið því mikið. Skotmaðurinn var fljótlega færður á sjúkrahúsið í Tampere þar sem hann lést vegna skot- áverka á höfði síðdegis í gær. Hann hét Matti Juhani Saari og var nemandi við skólann. Lögreglan í Kauhajoki hafði fengið vitneskju á föstudag um að Saari hefði sett fjögur myndbönd með skotæfingum sínum og hót- unum inn á Youtube og kallaði hann því til yfirheyrslu á mánu- daginn var, að sögn finnska ríkis- útvarpsins Yleisradio. Lögreglan velti fyrir sér að taka vopnið og skotleyfið af honum en gerði það ekki. Skammbyssuna fékk Saari í ágúst og var hún fyrsta og eina skotvopnið hans. Rektor skólans sagði í gær að Saari hefði sést í skólanum í gær- morgun en upp úr ellefu hefði skothríðin hafist. Hún átti sér stað í opnu rými í kjallara og færðist svo inn í stofu þar sem nemendur voru í verklegri vinnu. Rektorinn segir að skömmu áður hafi hús- vörður skólans séð Saari með vökva í skólanum og leikur því grunur á að Saari hafi einnig verið með sprengiefni á sér. Unnur Tara Jónsdóttir körfu- boltakona býr í Kauhajoki og var á leiðinni í líkamsræktina við hlið- ina á skólanum, þegar hún og kær- astinn hennar, körfuboltamaður- inn Roni Leimu, urðu vör við að eitthvað hafði gerst rétt fyrir tólf. „Það var búið að loka öllu. Við keyrðum framhjá einum skóla og þar voru allir nemendurnir úti. Við fórum að spyrjast fyrir og þá komumst við að því hvað hafði gerst,“ segir Unnur Tara. Finnska lögreglan lokaði strax öllum götum og verslunum í nágrenninu. Nálægar götur fyllt- ust af skriðdrekum, lögreglubíl- um og sjúkrabílum og þyrla sveim- aði yfir bænum. Unnur Tara segir að allir hafi verið skelkaðir. „Allir eru enn í sjokki,“ segir hún. „Ég hef aldrei séð svona marga lög- reglubíla á einum stað.“ Innanríkisráðherra Finna lofaði því í gær að finnsk vopnalög verði endurskoðuð en í Evrópu er vopna- eign mest meðal almennings í Finnlandi. Sprengjuhótun var gerð í iðnskóla skammt frá Kauhajoki í gær. Þetta er í annað sinn sem skotárás er gerð í framhaldsskóla í Finnlandi en í nóvember í fyrra myrti ungur maður átta manns í Tuusula. ghs@frettabladid.is Finnska þjóðin í áfalli eftir fjöldamorð 22 ára nemanda Ellefu létust og nokkrir særðust þegar nemandi í verkmenntaskóla skaut á nemendur skólans í gærmorgun. Vitað var um hótanir hans á Youtube frá því á föstudag. „Allir enn í sjokki,“ segir íslensk körfuboltakona. TÓK EKKI VOPNIÐ AF HONUM Vitað var fyrir helgina að Matti Juhani Saari, nemandi við verkmenntaskólann í Kauhajoki, hefði sett myndbönd á Youtube sem sýndu hann æfa sig í skotfimi. Eftir að lögreglan hafði yfirheyrt hann á mánudag velti hún fyrir sér að taka af honum vopnið en gerði það ekki. Matti Juhani Saari var 22 ára nemandi á öðru ári í fram- haldsskólanum í Kauhajoki. Hann var 172 sm á hæð og 70 kíló að þyngd með blá augu. Matti Juhani var hrifinn af þungarokki og fylgdi engri sérstakri tísku. Hann bjó einn með kisunni sinni og vildi ekki eignast börn. HVER VAR ÁRÁSARMAÐURINN? ■ September 2008: Rúmlega tvítugur maður skaut nemendur í bænum Kauhajoki í Finnlandi. Ellefu létust, nokkrir særðir. Árásarmaðurinn lést af sárum sínum. ■ Nóvember 2007: Ungur maður skaut nemendur og kennara í bænum Tuusula í Finnlandi. Átta létust. Skotmaðurinn framdi síðan sjálfsmorð. ■ Apríl 2007: Ungur stúdent skaut 33 nemendur og starfs- menn háskóla í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn drap sig. ■ Október 2006: Maður skaut fimm skólastelpur í Amish-sam- félagi í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Stytti sér síðan aldur. ■ Mars 2005: Unglingur myrti tíu manns, þar af fimm nem- endur, í Minnesota, Bandaríkjunum. ■ Nóvember 2004: Rúmlega tvítugur maður stakk níu nem- endur í Henan í Kína og dóu þeir allir. Maðurinn var dæmdur til dauða og tekinn af lífi. ■ Apríl 2002: Nítján ára nemandi myrti tólf kennara, tvo nem- endur, ritara og lögreglumann áður en hann skaut sjálfan sig til bana í menntaskóla í Þýskalandi. ■ Apríl 1999: Tveir unglingar skutu tólf nemendur og einn kennara og særðu 24 aðra áður en þeir styttu sér aldur í Color- ado í Bandaríkjunum. ■ Árið 1989 skaut 14 ára drengur tvo aðra nemendur í byrjun tíma í gagnfræðaskóla í Rauma í Finnlandi. Enginn lést. BYGGT Á HBL.FI OG HS.FI. SKOTÁRÁSIR Í SKÓLUM VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 17° 18° 17° 17° 17° 19° 18° 18° 18° 24° 26° 19° 17° 24° 22° 29° 23° Á MORGUN Suðvestan, 3-8 m/s. FÖSTUDAGUR Suðlægar áttir, víða 5-10 m/s. 8 13 8 7 6 10 12 11 8 7 10 9 12 12 11 13 11 11 5 11 10 10 8 6 8 9 7 7 7 1011 9 KÓLNANDI VEÐUR Frá og með morg- undeginum fer að kólna dálítið á landinu og hætt við næturfrosti í inn- sveitum. Það verður úrkomulítið á morg- un en föstudagurinn verður blautur. Horf- ur eru á hægviðri og fremur þurru um helgina, frábært fyrir útivistarfólk. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður CLINTON OG OBAMA Fylgið skilar sér aðeins að hluta til Obama. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Barack Obama gengur illa að afla sér stuðnings þeirra flokksbræðra sinna, sem hefðu kosið að Hillary Clinton yrði forsetaefni Demókrata- flokksins. Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un frá AP og Yahoo segjast 58 prósent af stuðningsmönnum Clinton ætla að greiða Obama atkvæði sitt. Þetta er sama hlutfall og kom út úr sambæri- legri skoðanakönnun í júní síðastliðnum, þegar Clinton sóttist ekki lengur eftir útnefn- ingu flokksins og hvatti stuðn- ingsfólk sitt til að fylkja sér að baki Obama. Þeim stuðnings- manna Clintons, sem ætla að greiða repúblikananum John McCain atkvæði sitt, hefur aftur á móti fjölgað úr 21 prósenti í 28 prósent. - gb Stuðningsfólk Clintons: Fylkir sér ekki að baki Obama EFNAHAGSMÁL, BRUSSEL Það varð Finnlandi til happs að vera í Evr- ópusambandinu og eiga aðild að efnahags- og myntsamstarfi Evr- ópu í efnahagsþrengingunum á seinni hluta síðasta áratugar. Hið sama gildir nú þegar aftur kreppir að. Þetta segir Finninn Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunar- mála Evrópusambandsins. Í samtali við Fréttablaðið sagð- ist Rehn aðspurður telja að ríkjum innan ESB og Myntbandalagsins reiddi almennt betur af í efna- hagslægðum en þeim ríkjum sem stæðu utan við. Aðild – og sér í lagi evru – fylgi stöðugleiki. Rehn var um tíma pólitískur ráðgjafi Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, og var sem slíkur vel heima í efna- hagslegum hræringum í Finn- landi. „Aðild að myntsamstarfinu undir lok tíunda áratugarins og það sem af er þessari öld hefur haft góð áhrif á finnskan efnahag og stuðlað að stöðugleika og hag- vexti,“ sagði Rehn. Spurður hvort alþjóðlega fjár- málakreppan nú hafi áhrif á stækkunarferli Evrópusambands- ins segir Rehn svo ekki vera. Án þess að draga úr alvarleika efna- hagsástandsins þá felist ferlið í lýðræðislegum- og efnahagsleg- um umbótum í þeim ríkjum sem sótt hafi um aðild og tímabundið ástand fái því ekki raskað. - bþs Aðild Finna að myntbandalagi Evrópu hefur reynst gagnleg í efnahagslægðum: Aukinn stöðugleiki með evru OLLI REHN segir að aðild að Evrópu- sambandinu og evrunni fylgi mikilvægur efnahagslegur stöðugleiki. DÓMSMÁL Lögmaðurinn Karl Georg Sigurbjörnsson krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að máli ríkislögreglustjóra gegn honum yrði vísað frá. Meðal þess sem Ragnar H. Hall, lögmaður Karls, tiltók sem rök fyrir frávísun eru gallar á rannsókn málsins. Hún hafi þvælst á milli lögregluembætta og að saksóknarinn í málinu, Helgi Magnús Gunnarsson, sé vanhæfur vegna fjölskyldubanda við Sigurð G. Guðjónsson lögmann sem hafi verið félagi Karls í umræddu máli og um skeið haft stöðu sakborn- ings. Karl er ákærður fyrir fjársvik í tengslum við viðskipti með stofnfé í Sparisjóði Hafnar- fjarðar. - gar Ákærði í Sparisjóðsmáli: Vill frávísun Undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði í fyrradag mann sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum kannabis- efna. Tekið var þvagsýni en mannin- um síðan sleppt. LÖGREGLUFRÉTTIR GENGIÐ 23.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 180,018 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 93,34 93,78 173,79 174,63 138,03 138,81 18,505 18,613 16,825 16,925 14,405 14,489 0,8859 0,8911 147,52 148,4 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.