Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 6
6 24. september 2008 MIÐVIKUDAGUR Club Hotel Davos 14. –21. febrúar Verð á mann í tvíbýli: 139.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Club Hotel Davos með hálfu fæði, morgunverði og kvöldverði. Brekkurnar bíða eftir þér! Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Hotel Fahrner 21.–28. febrúar Verð á mann í tvíbýli: 169.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Hotel Fahrner með morgunverði og 5 rétta kvöldverði. F í t o n / S Í A F I 0 2 7 1 9 2 Lech-Hotel Felsenhof 7.–14. febrúar Verð á mann í tvíbýli: 159.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Lech-Hotel Felsenhof með morgunverði og þríréttuðum kvöldverði. Skíðaferðir Með skíðabrekkur við allra hæfi og heilnæmt fjallaloftið eru skíðasvæði Alpanna sannkallað himnaríki fyrir alla skíðaáhugamenn. Dustaðu rykið af skíðabúnaðinum — við sjáum um að koma þér á leiðarenda. St. Anton Davos Lech LÖGGÆSLUMÁL „Með þessu er verið að kippa fótunum undan starfsör- yggi manna,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, um þá stöðu sem nú er uppi, eftir að Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra tilkynnti að starf lögreglu- stjórans á Suðurnesjum yrði aug- lýst. Jafnframt hefur ráðherra lýst yfir vilja til tíðari notkunar fimm ára reglunnar, en sam- kvæmt henni eru embættismenn skipaðir í starf í fimm ár í senn. „Þegar fimm ára reglan var fest í lög árið 1997 eftir harð- vít ugar deilur á þinginu 1996, var hún eitt af því sem við, er gagn- rýndum lögin, stóðum mjög gegn,“ segir Ögmundur. „Þó að hægt sé að rökstyðja hana á þann hátt að æskilegt sé að stuðla að gegnumstreymi í stjórnendastöð- um þá vöruðum við sérstaklega við að lögreglumenn almennt yrðu þá settir um of undir hælinn á pólitísku valdi, þar sem reglan nær einnig til þeirra. Ef þetta er skoðað með tilliti til réttarstöðu lögreglumanna og fangavarða almennt, sem eru innan BSRB, þá er þetta meira en lítið vafasamt vegna þess að þessar starfsstéttir þurfa mjög trygga réttarvernd.“ Ögmundur bendir á að hægt sé með öðrum hætti að segja þeim, sem undir fimm ára regluna heyra, upp störfum þyki tilefni til. Þá sé fyrir hendi sérstakt áminningarferli og síðan upp- sögn. „En þessi aðferð, að hægt sé að losa sig við fólk skýringalaust, býður upp á duttlungastjórnun,“ bætir hann við. Ögmundur kveðst hafa heyrt í lögreglumönnum, tollvörðum og öðrum starfsmönnum undir stjórn Jóhanns R. Benediktsson- ar. „Ég bæði sé og heyri að hann nýtur mikils trausts og ákvörðun ráðherra hefur vakið mikla ólgu.“ Haukur Ingibergsson, formaður Félags forstöðumanna, segir lög um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins hafa nú verið í gildi á annan áratug. „Því er tímabært að fara að end- urskoða ýmis ákvæði laganna eða fella þau úr gildi, meðal annars ákvæðið um fimm ára skipunar- tíma forstöðumanna,“ segir Hauk- ur. „Reynslan er sú að ákvæðið um að tilkynna eigi forstöðumanni ekki síðar en sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út hvort embættið verði auglýst laust til umsóknar hefur nánast aldrei verið notað og mun sjaldnar en sú aðferð að ráðherra og forstöðu- maður nái samningum um starfs- lok ef ráðherra telur einhverra hluta vegna heppilegt að skipta um forstöðumann.“ jss@frettabladid.is TRYGG RÉTTARVERND Þeir sem starfa að löggæslu og fangavörslu þurfa mjög trygga réttarvernd, segir Ögmundur Jónasson formaður BSRB. Hann segir fimm ára fimm ára starfsregluna meir en lítið vafasama. Fótunum kippt undan starfsöryggi manna Verið er að kippa fótunum undan starfsöryggi tiltekinna starfsstétta og bjóða upp á duttlungastjórnun með svokallaðri fimm ára skipunarreglu, segir formað- ur BSRB. Formaður Félags forstöðumanna segir ákvæðið nánast aldrei notað. Ég bæði sé og heyri að hann [Jóhann R. Bene- diktsson] nýtur mikils trausts og ákvörðun ráðherra hefur vakið mikla ólgu. ÖGMUNDUR JÓNASSON FORMAÐUR BSRB DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært ungan mann fyrir fjárkúg- un og stúlku fyrir að hylma yfir með honum. Piltinum, sem er rúmlega tví- tugur, er gefið að sök að hafa á tímabilinu 3.-12. janúar 2007 hafa haft fé af þremur piltum. Það gerði hann með því að hóta þeim í MSN-samskiptum eða síma að birta opinberlega nöfn þeirra og myndir af þeim, þar með talið myndir af nöktum kynfærum, sem þeir höfðu sjálfir tekið og sent í netsamskiptum á vefsíðu, þar sem þeir væru sakaðir um að sækjast eftir kynferðislegum samskiptum við börn. Til að koma í veg fyrir mynd- birtingu greiddu mennirnir pilt- inum með því að leggja fé inn á tékkareikning stúlkunnar, sem einnig er ákærð, í Sparisjóði vél- stjóra. Pilturinn hafði gefið mönn- unum upp reikningsnúmer henn- ar þegar hann hótaði þeim. Einn mannanna lagði þrjátíu þúsund krónur inn á reikninginn, en hinir tveir sínar fimmtíu þús- und krónurnar hvor. Stúlkan, sem er innan við tví- tugt, var ákærð fyrir að veita peningunum viðtöku inn á reikn- ing sinn og láta síðan piltinn hafa þá. Í málinu liggja ekki fyrir nein gögn sem benda til þess að menn- irnir þrír hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi. - jss Ríkissaksóknari ákærir ungan mann og stúlku fyrir fjárkúgun og hylmingu: Hótaði að birta nektarmyndir EMBÆTTI RÍKISSAKSÓKNARA Hefur ákært ungan mann og stúlku. Vilt þú að leyfð verði bygging mosku í Reykjavík? Já 32 % Nei 68 % SPURNING DAGSINS Í DAG Hafa innbyrðis erjur áhrif á tiltrú almennings á lögreglu- yfirvöldum? Segðu þína skoðun á visir.is LÖGGÆSLUMÁL Bæjarstjórn Grindavíkur átelur ríkisvaldið fyrir að standa ekki við gerða samninga og fyrirheit um aukna löggæslu í bæjarfélaginu. Er þar vísað í samning á milli bæjarfélagsins og sýslumanns frá árinu 2000 annars vegar og fyrirheit sem gefin voru við breytingar á nýskipan lögreglu 1. janúar 2007 hins vegar. Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suður- nesjum, segir afstöðu bæjarstjórnarmanna á Suðurnesjum skiljanlega. „Við tökum heilshugar undir þeirra sjónarmið um að efla sína löggæslu. Það væri komið til framkvæmda hefði lögreglan á Suðurnesjum einfaldlega fengið að halda þeim styrk sem sameinuð embætti bjuggu yfir 1. janúar árið 2007.“ Jóhann segir ónóga fjármuni hafa farið til embættisins. „Suðurnesjamenn verðskulda aðra framkomu af hálfu dómsmálaráðherra en þessa,“ segir hann. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vísaði fyrirspurnum um málið á lögreglustjórann á Suðurnesjum. Aðspurður hvort ríkisvaldið hefði staðið við gefin fyrirheit við breytingarnar 1. janúar 2007, hvort fjárframlög hefðu verið í samræmi við þær væntingar og hvort embættinu sjálfu væri um að kenna að ekki væri hægt að manna stöðvar, svaraði Björn: „Hver gaf þessi fyrirheit? Hver gaf væntingar um fjárveitingar? Lögreglustjórinn ákveður hvernig hann mannar stöðvar og hvaða stöðvar hann hefur.“ - kóp Bæjarstjórn Grindavíkur átelur ríkisvaldið harðlega í löggæslumálum: Segja ríkið svíkja samninga DÓMSMÁL Tvö ungmenni hafa verið dæmd til refsingar fyrir að ráðast á lögreglumenn. Sautján ára stúlka var dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögreglukonu við lögreglustöðina í Reykjanesbæ. Stúlkan beit lögreglukonuna með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á handlegg. Þá var sextán ára piltur dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla lögreglumann í hægri vanga, þannig að höfuð hans skall í hurð á fangaklefa og hann hlaut áverka. - jss Skilorðsbundin refsing: Ungmenni réð- ust að lögreglu DEILT UM LÖGGÆSLU Jóhann R. Benediktsson lögreglu- stjóri segir kvartanir Grindvíkinga um ónóga löggæslu skiljanlega. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir lögreglustjórann ákveða hvernig stöðvar séu mannaðar. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.