Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 12
12 24. september 2008 MIÐVIKUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Diddú og Gunnar Þórðarson lentu fyrir röð tilviljana inni í samvinnu skálds og myndhöggvara í Frakk- landi. Afraksturinn leit síðan dagsins ljós í 12. aldar kirkju í franska bænum Rosheim í júlí síðastliðinn. Vonast er til að Íslendingar fái að njóta verksins áður en langt um líður. „Það er svo magnað þegar eitt lítið sandkorn verður að fallegri perlu ef svo má segja,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, betur þekkt sem Diddú, þegar hún rifjar upp aðdragandann að verkinu La Príère eða Bæn sem leit dagsins ljós í franska bænum Rosheim í Alsace-héraði í júlí síðastliðnum. „Þetta byrjað þannig að skúlptúr- istinn Gerard Brand heyrði til mín á tónleikum fyrir þremur árum og hreifst svo að hann ákvað að innan nokkurra ára skyldi rödd mín umleika listaverk hans, eins og hann komst sjálfur að orði.“ Hann er ekki sá eini á þessum slóðum sem heillast af söngkon- unni en Diddú hefur sungið árlega í Alsace-héraði í um áratug. „Hann hefur síðan samband við skáldið og vin sinn Albert Strickler sem yrkir ljóð útblásin af þeim anda sem listaverkin blésu honum í brjóst.“ Svo berast böndin að Gunnari Þórðarsyni þegar hann er á ferð með Diddú á þessum slóðum fyrir rúmu ári. „Þá kviknar sú hugmynd að hann semdi tónlist við ljóðin. Gunnar var til í það og ætlaði sér fyrst að hafa þetta einfalt en þegar tónskáldið fer af stað halda því engin bönd og Gunnar endaði á því að semja verk fyrir einsöngvara, kór og 20 manna hljómsveit.“ Verkið var svo frumflutt í troð- fullri kirkju Rosheimsbæjar sem er frá 12. öld. Þá umlék rödd Didd- úar verk franska listamannsins eins og hann hafði ákveðið nokkr- um árum áður. Verkið er um 40 mínútur að lengd og segir Gunnar það ekki hafa verið erfitt að semja tónlist- ina við frönsku versin. „Ég kann varla neitt í frönsku en ég lét þýða ljóðin og svo lesa þau inn á snældu fyrir mig og þetta gekk allt afar vel. Þessi syngjandi í frönskunni gerir þetta jafnvel auðveldara.“ Ár leið frá því að Gunnar var feng- inn til verksins og þar til það var frumflutt. Aðspurður hvort það hafi ekki verið snarpur tími svarar hann með sinni kunnu hæversku: „Nei, nei. Ég var reyndar ekki nema tvo mánuði að klára verkið.“ Hann segist síður en svo vera búinn að snúa baki við popptónlist- inni. „Ég er einmitt núna að eiga við fimm ný popplög sem munu fylgja bókinni sem Jón Hjartarson hefur verið að rita um mig og kemur út nú í nóvember. Þau Diddú og Gunnar vonast eftir því að verkið verði flutt hér á Íslandi innan tíðar en mikið umstang fylgir slíkum flutningi. jse@frettabladid.is Allt byrjaði með dálæti á Diddú HAMHLEYPAN VIÐ FLYGILINN Í viðkynningu virðist Gunnar Þórðarson rósemin uppmáluð. Það halda honum hins vegar engin bönd þegar kemur að tónsmíðunum en það er engu líkara en hann hristi heilu verkin fram úr erminni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RÖDD DIDDÚAR UMLEIKUR LISTAVERKIN Fyrir aftan Diddú má sjá eitt af verkum Gerards Brands sem hann vildi að yrði umleikið rödd söngkonunnar. ■ Upphaflega var vodka landi Austur-Evrópubúa, eða sá drykkur sem bændur eimuðu úr tiltæku hráefni. Vel gert vodka var hreint og bragðlaust, en oft þurfti að krydda það eða bragðbæta. Hægt er að eima vodka úr korni, kart- öflum eða mólassa. Rúgur, sem er mikið notaður í Austur-Evrópu og Rússlandi, ljær vodkanu mýkt og sætuvott. Hveiti, sem er algengara í Ameríku og Vest- ur-Evrópu, er mjög hlutlaust og hreint. Kartöflur voru helst notaðar ef ekki var völ á korni, en slíkt vodka er þyngra og bragðmeira. Mól- assavodka líkist hveitivodka í hreinleika, en er örlítið sætara. VODKI: TÆRT OG BRAGÐLAUST „Það er allt fínt að frétta. Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður og reyna að forðast allt kreppuraus eins og heitan eldinn,” segir Arnar Knútsson, eigandi kvikmyndafyrirtæksins Filmus. Arnar segir nóg að gera í vinnunni nú eins og endranær. „Við erum alltaf að fram- leiða sjónvarpsauglýsingar. Þessa dagana erum við til dæmis að vinna að auglýsingatökum í verkefni fyrir stórt bandarískt fyrirtæki, en ég get því miður ekki gefið upp hvert fyrirtækið er,“ segir hann og hlær leyndardóms- fullum hlátri. „Svo erum við á fullu að gera þáttaraðir fyrir sjónvarp, og undirbúningur er nýhafinn fyrir gerð kvikmyndar eftir bókinni Svartur á leik eftir Stefán Mána, sem fer í tökur á næsta ári,” bætir hann við. Arnar er mikill áhugamaður um stangveiði og eyðir flestum frístundum sínum í áhugamálið. „Ég hef farið í óvenju marga veiðitúra upp á síðkastið. Meðal annars sótti ég Rangá, Brunná og Hítará heim, fór í árlega veiðiferð í Laxá í Mývatnssveit með félögum mínum og veiddi líka í Miðfjarðará, en sú ferð var ekki í boði REI,” segir hann sposkur. „Þetta var hrein- lega frábært sumar fyrir laxveiðimenn. Mikið af fiski, frábært veður og líf og fjör.” Spurður hvort nokkrar utanlandsferðir séu á döfinni segir Arnar það vel líklegt. „Ég skellti mér til Grænlands um daginn og skemmti mér vel. Þar hitti ég meðal annarra Jóakim Danaprins, og gæti vel hugsað mér að hitta hann aftur. Toppmaður þar á ferð!” HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ARNAR KNÚTSSON, EIGANDI FILMUS Langar að hitta Danaprins aftur „Já, þetta kemur mér svolítið á óvart. Ég tel að útlendingar eigi að sjálfsögðu að njóta sömu kjara og Íslendingar, skilyrðislaust,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson spurður um útkomu nýlegrar könnunar sem gerð var af Félagsvísindastofnun. Nýleg skoðanakönnun sem gerð var af Félagsvísindastofnun fyrir ASÍ leiddi í ljós að þriðjungur svarenda á aldrinum átján til 35 ára telur eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en fólk af erlend- um uppruna. Magnús segir einnig að „útlendingar njóti greinilega lakari kjara en Íslendingar á hinum almenna vinnumarkaði, og kannski oftar en ekki er það ómeðvitað. Minn flokkur telur að sjálfsögðu að það sé mjög slæmt. Það á ekki að misnota útlendinga á vinnumarkaðinum.“ „Aldrei hef ég heyrt að Íslendingar sem eru búsettir erlendis og flokkast undir erlent vinnuafl þarlendis þurfi að berjast fyrir launajafnrétti, jafnt og erlendir ríkisborgarar þurfa að gera hérlendis,“ segir Magnús Þór. SJÓNARHÓLL ERLENT VINNUAFL Á ÍSLANDI Eiga rétt á launajafnrétti MAGNÚS ÞÓR HAF- STEINSSON Varaformaður Frjáls- lynda flokksins. Agnar Erlingsson, fyrrum aðal- ræðismaður Noregs á Íslandi, hefur verið útnefndur til stór- riddara hinnar konunglegu norsku heiðursorðu fyrir fram- úrskarandi framlag um langa hríð við að bæta og þróa hið ágæta og nána samstarf milli Íslands og Noregs. Sendiherra Noregs, Margit Tveiten, afhenti Agnari orðuna nýlega. Agnar hætti sem aðalræðis- maður Noregs í Reykjavík um síðustu áramót en þá hafði hann gegnt því starfi í fimmtán ár. Agnar segir að starfið hafi verið mismunandi annasamt eftir því hverjir hafi verið sendiráðsrit- arar í sendiráði Norðmanna en alltaf hafi það verið gefandi. Agnar hefur rekið fyrirtækið Norsk Veritas og sem ræðismað- ur komið að mörgum málum, stundum jafnvel vandræðum í sambandi við skipverja. „Það var mest þegar Norðmenn vildu komast inn á íslenskan markað eða öfugt. Svo bað sendiráðið mig stundum um álitsgerðir í sambandi við skip og sjó.“ Agnar segir að ágreiningur Íslendinga og Norðmanna vegna veiða í Smugunni hafi ekki komið mikið inn á sitt borð. Það hafi lent meira á ræðismanni Noregs á Akureyri sem hafi verið rekstraraðili í útgerð á Akureyri á þeim tíma. Agnar rifjar upp að nótabát- urinn Sigurður hafi verið tekinn fastur í Noregi og færður inn til Bodö. „Þá var fjarlægt skiltið Norske Veritas fyrir utan skrif- stofu mína í Tryggvagötu. Það hafa kannski einhverjir strákar tekið það og hent í sjó- inn.“ - ghs Agnar Erlingsson, fyrrum aðalræðismaður Noregs á Íslandi: Fær norska heiðursorðu Þegar orð fá vængi „Nei, ég er ekkert hand- rukkari, ekkert frekar en andrukkari.“ BENJAMÍN ÞÓR ÞORGRÍMSSON, UM ÞÁTT SINN Í DEILU VIÐ RAGNAR MAGNÚSSON, SEM SÝNT VAR FRÁ Í ÞÆTTINUM KOMPÁS. DV, 22. september. Ekki ég heldur annar „Það þýðir ekkert að segja honum að ég sé ekki Komp- ás-maðurinn.“ JÓHANNES K. KRISTJÁNSSON, NAFNI UMSJÓNARMANNS KOMPÁS, UM ÞRÁKELKINN FANT SEM HRINGIR Í HANN OG HÓTAR BARSMÍÐUM. Fréttablaðið, 22., september. RV U n iq u e 0 90 80 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Á kynningarverði Svansmerkt RV hreinsiefni með ferskum ilmi. UM HVERFISMERKI Svansmerkt RV hreinsiefni - með ferskum ilmi Á tilboði í september 2008Svansmerktar Lotus Professional pappírsvörur20 % afsláttur FRAMÚRSKARANDI FRAMLAG Sendi- herra Noregs, Margit Tveiten, afhenti Agnari Erlingssyni, fyrrum aðalræðis- manni Noregs á Íslandi, heiðursorðu fyrir framúrskarandi framlag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.