Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Svona áratug eftir svolítið kald-rifjuð unglingsár þar sem fátt snerti mína viðkvæmari hjarta- strengi eignaðist ég frumburðinn minn. Umsvifalaust snerist dæmið við, því allar götur síðan hefur lítið þurft til að slá mig út af lag- inu, einkum og sér í lagi ef það viðkemur börnum. Árum síðar hefur ástandið síst batnað því með hverri barneign verð ég æ væmn- ari. Lítill fótur í litlum skó, ein- lægar vangaveltur sjö ára og yngri eða sniðugt tilsvar kotroskinnar hnátu dugar núorðið til að koma út á mér tárunum. Aukinheldur grenja ég auðvitað yfir fallegri laglínu og hjartnæmum bíómynd- um en það er reyndar líka tilvalið til að fá útrás svona almennt og yfirhöfuð; ódýrara en sálfræðing- ur og rýrir orðsporið minna en margt annað. SVONA tilfinningasemi er ekki sjaldgæf. Þvert á móti er hún svo útbreidd – ég leyfi mér að segja einkum meðal kvenna, sem í gegn- um tíðina hafa haft meira svigrúm en karlar til að klökkna yfir smott eríi – að hún er eitt það fyrsta sem auglýsendum dettur í hug að hagnýta. Því eru lítil, sæt og saklaus börn unnvörpum notuð til að auglýsa banka og bensín- stöðvar, ferðaskrifstofur og flug- félög, tryggingafélög og bygg- ingavöruverslanir. Hvort sem bein tengsl eru milli vöru og barna eða ekki. Í nýrri auglýsingu frá einum olíurisanum er spilað svo hrotta- lega á tilfinningastöðvarnar að ég táraðist enn við tíunda áhorf. Ó, litla krúttlega parið sem hjálp- ast að í gegnum súrt og sætt, pauf- ast í lopapeysu og gúmmístígvél- um landshorna á milli á kassabílnum sem þau smíðuðu saman. Koma við á bensínstöðinni og fá sér eina með öllu, búin að missa fyrstu tönnina. Leggja á sig mikið erfiði til að ná markmiðinu: Að byggja yfir dálítinn læk dulitla brú úr rekaviði, mjólkurbrúsum og límbandi. Á MEÐAN skynsami parturinn af mér tuldrar eitthvað óskiljan- legt um úlfa í sauðargæru gleymir sér meirihlutinn, hinn parturinn, yfir sykurhúðaðri glansmynd af stórfyrirtæki sem áratugum saman hefur mjólkað auð úr íslenskum almenningi. Rétt á meðan auglýsingin rennur tengi ég í smástund allar blíðar tilfinn- ingar við olíufélag. Svo er hún búin og heyrnin skerpist fljótlega, orðaskil um barnamisnotkun verða greinilegri. Það er eitthvað bogið við þetta alltsaman. Spilað með hjartastrengina Í dag er miðvikudagurinn 24. september, 268. dagur ársins. 7.17 13.20 19.20 7.02 13.04 19.05 Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Svefnpokapláss kr. 1.500 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.