Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 8
 25. september 2008 FIMMTUDAGUR FÆREYJAR Samkomulag um stjórnar- myndun tókst í Færeyjum í gær, rúmri viku eftir að Johannes Eidesgaard lögmaður sleit stjórn- arsamstarfi við Þjóðveldisflokk- inn. Kaj Leo Johannesen, leiðtogi Sambandsflokksins, tekur því við lögmannsembættinu af Eidesga- ard, leiðtoga Jafnaðarflokksins, en þessir tveir flokkar mynda nýju stjórnina ásamt Fólkaflokkinum. Óvíst var í gær hvort Eidesga- ard yrði ráðherra í nýju stjórninni eða láti sér nægja að vera óbreytt- ur þingmaður. Taki hann sæti í stjórninni verður hann væntanlega fjármálaráðherra. Á vefsíðum færeyska útvarpið er haft eftir Høgna Hoydal, leið- toga Þjóðveldisflokksins, að nýja stjórnin muni vafalaust láta eiga sig að fást við stærri málefnin í færeyskum stjórnmálum, á borð við sambandið við Danmörku. Þjóðveldisflokkurinn hefur, undir forystu Høgna Hoydal, lagt mikla áherslu á að þoka málum í átt að sjálfstæði Færeyja, en Sam- bandsflokkurinn vill halda tengsl- unum við Danmörku óbreyttum. - gb Ný samsteypustjórn Jafnaðarmanna, Sambandsflokks og Fólkaflokks í Færeyjum: Johannesen verður lögmaður KAJ LEO JOHANNESEN Leiðtogi Sam- bandsflokksins verður nýr lögmaður Færeyja. Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík ...indversk stemning! TILBOÐIN GILDA 25. - 28. SEPTEMBER w w w .m ar kh on nu n. is 41% afsláttur ÓTRÚLEGT VERÐ KJÚKLINGABRINGUR FERSKAR 1.595 kr/kg 2.704 kr/kg TILDA BASMATI hrísgrjón 1kg 499 kr/pk. PATAKS TIKKA MASALA SÓSA 540g 299 kr/stk. PATAKS KORMA SÓSA 540g 299 kr/stk. FINNLAND Þjóðarsorg var í Finn- landi í gær og flaggað í hálfa stöng við allar opinberar byggingar. Nú er komið í ljós að af þeim tíu sem létust í skotárásinni í fram- haldsskólanum í Kauhajoki í Vest- ur-Finnlandi, voru átta konur, skólafélagar morðingjans, og tveir karlmenn, hann sjálfur og einn starfsmaður skólans. Einn nem- andi telst enn alvarlega slasaður. Nemendur og fjölskyldur hinna látnu söfnuðust saman á minning- arstund í Kauhajoki í gær. Matti Vanhanen forsætisráðherra sótti minningarstundina. Ússa Vilhjálmsdóttir er heima- vistarstjóri í tveimur framhalds- skólum í Finnlandi. Hún mætti til vinnu klukkan átta í fyrrakvöld og segir að allir hafi verið í áfalli. „Þetta er mjög óhugnanlegt. Maður var rétt búinn að átta sig á morðun- um í Jokela í fyrra og þá gerðist þetta. Þetta er svo skelfilegt að ég á ekki til orð.“ Ússa segir að margir kennarar hafi frétt seint af árásinni í fyrra- dag og því hafi hún verið með þeim fyrstu til að tala við krakkana eftir árásina. „Ég var með opið hús og hitti þau eiginlega öll á sama tíma. Krökk- unum fannst þetta hræðilegt en þau tóku þessu samt vel, voru ekki hrædd heldur frekar hneyksluð og leið, uppgefin á einhvern hátt yfir því að svona skyldi gerast aftur. Að baki var hugsunin: Er þetta að verða árlegur viðburður? Er þetta að breiðast út hér? Umræðan sner- ist um það hver geri svona, hvers vegna og hvaða áhrif það hafi á skólana. Við horfðum saman á fréttir og í gær tóku námsráðgjaf- arnir við og ræddu við krakkana í hverjum bekk.“ Ússa segir að skólafólk sé almennt í uppnámi. Í framhaldinu hljóti að hefjast umræða um það hvernig brugðist verði við í finnsku skólakerfi og samfélagi. Félags- og námsráðgjöfum hljóti að fjölga þannig að ungt fólk hafi einhverja að ræða við þegar því líður illa. Á þessu sviði hafi verið sparað og ekki sé nóg til af sérfræðing- um. „Þeir sem gera svona hljóta að gera það til að fá athygli og þar hlýtur eitthvað að hafa klikkað.“ Ússa og maður hennar eiga tvær unglingsstelpur og segir Ússa að þeim hafi þótt í lagi að fara í skól- ann í gærmorgun. Eftir Jokela- morðin í fyrra hafi fjölskyldan verið í áfalli en nú sé beygur í þeim að skotárásir séu komnar til að vera í finnskum skólum. „Ég er mest hrædd við það,“ segir hún. ghs@frettabladid.is Byssumennirnir í Finnlandi þekktust Þjóðarsorg var í Finnlandi í gær. Íslendingur búsettur í Finnlandi óttast fleiri skotárásir. Hlutur lögreglu verður rannsakaður. Byssumaðurinn í Kauhajoki þekkti byssumanninn sem gerði svipaða árás í bænum Jokela í fyrra. Lögreglan í Finnlandi rannsakar skotárásina í iðnskólanum í Kauha- joki sem tíu aðskilin morð. Erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á fórn- arlömbin þar sem árásarmaðurinn kveikti í líkunum. Því er ekki ljóst hverjir létust af skotsárum og hverjir vegna íkveikju. Þá verður aðkoma lögreglunnar einnig rannsökuð en hún hafði tekið árásarmanninn til yfirheyrslu og sleppt honum daginn áður en árásin var gerð. Lögreglumaðurinn sem yfirheyrði hann og sleppti honum var sá sami og veitti honum byssuleyfi í ágúst. Árásarmaðurinn skildi eftir sig hatursskilaboð og sagðist hafa skipulagt árásina frá 2002. Komið hefur í ljós að árásarmað- urinn þekkti Pekka-Eric Auvinen sem gerði sams konar árás í Jokela í fyrra. Hann hafði keypt skammbyss- una í Jokela. RANNSAKAR HLUT LÖGREGLU KVEIKT Á KERTUM Þjóðarsorg var í Finnlandi í gær. Nemendur og fjölskyldur hinna látnu söfnuðust saman á minningarstund í Kauhajoki. NORDICPHOTOS/AFP FÉLAGSMÁL Sveitarfélögin sem kaupa þjónustu af Ferðaþjónustu fatlaðra gera of litlar faglegar kröfur til þeirrar þjónustu sem þar er veitt til að mynda um örygg- isbúnað og hve lengi börn þurfi að dvelja í bílum á ferðum. Þetta segir Gerður Aagot Árnadótt- ir, læknir og for- maður Lands- samtaka Þroskahjálpar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ítrekað hefur komið fyrir að fjögurra ára þroskahamlaður og einhverfur drengur sé skilinn eftir einsamall á röngum áfanga- stað. Martin Viderö, faðir litla drengsins, segir að sér finnist sem komið sé fram við son sinn eins og dauðan hlut en ekki lítið barn. Þá gagnrýnir Martin einnig hve seinir bílstjórar séu oft og að oft hafi gleymst að sækja son hans. Fjölskylda litla drengsins býr í Mosfellsbæ en að sögn fjölskyld- unnar hafa kvartanir þeirra vegna þjónustunnar engum árangri skil- að. Gerður telur óskiljanlegt að ein- hver skilji lítið barn aleitt eftir. Dagskrá fólks með fötlun og fjöl- skyldna barna með fötlun þurfi sífellt að aðlaga hentugleika Ferða- þjónustunnar en ekki öfugt. Hún segist hafa kallað eftir upplýsing- um um hvaða faglegu kröfur Sam- tök sveitarfélaga, sem kaupa þjón- ustuna af Ferðaþjónustunni geri, en ekki fengið enn. Gerður ítrekar þó að hún sé ekki að skella allri skuld á starfsmenn Ferðaþjónust- unnar. Þjónustan sé ætluð til að einfalda líf fólks en til þess að svo megi verða þurfi að laga hana að notendum hennar. - kdk Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir Ferðaþjónustu fatlaðra slæma: Fötluð börn dvelja of lengi í bílum GERÐUR AAGOT ÁRNADÓTTIR ÓSÁTTUR Martin Viderö segir kvartanir fjölskyldunnar vegna þjónustunnar hafa engum árangri skilað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.