Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 25. september 2008 Þau gleðilegu tíðindi bárust nýverið frá Walt Disney-risanum að í bígerð væri ný kvikmynd um Prúðuleikarana sem vænta mætti í kvikmyndahús árið 2010. Prúðuleikararnir hafa átt erfitt uppdráttar undanfarin tíu ár; þeir gengu kaupum og sölum á milli ýmissa aðila áður en þeir enduðu hjá Disney árið 2004. Þeir hafa ekki haft sinn eigin sjónvarpsþátt í áratug og síðasta kvikmynd þeirra, Muppets from Space, sem kom út árið 1999, gekk illa í kvikmyndahúsum. En nú horfir allt til betri vegar hjá Kermit og félögum; gríntvíeykið Jason Segel og Nicholas Stoller, sem á að baki myndina vinsælu Forgetting Sarah Marshall, hefur tekið að sér að skrifa handritið að nýju myndinni, þannig að vænta má mikillar gleðisprengju á tjaldið eftir tvö ár. - vþ Prúðuleikar- ar á tjaldið EILÍF ÁST Kermit og ungfrú Svínka tolla saman í gegnum súrt og sætt. Samhliða Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík verður boðið upp á Hinsegin bíódaga frá og með deginum í dag og fram til 5. október. Þetta er í þriðja sinn sem haldnir eru Hinsegin bíódagar í Reykjavík, en hátíðin hefur ávallt haft það á stefnuskrá sinni að reyna að kynna hinsegin kvikmyndagerð fyrir hinum almenna áhorfanda. Hinsegin kvikmyndahátíðir eru starfræktar í stórum borgum víða um heim við góðan orðstír og er því skemmtilegt að slík hátíð sé að festa rætur í Reykjavík. Það er ekki síst slíkum hátíðum að þakka að smám saman hefur orðið til grein kvikmynda sem tekst á við hinsegin veruleika á einlægan og varfærinn hátt. Í lok Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðarinnar verða veitt sérleg „Hinsegin kvikmyndaverðlaun 2008“ þeirri kvikmynd sem að mati dómnefndar þykir skara fram úr sem framlag til hinsegin menningar. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér dagskrá Hinsegin bíódaga betur geta skellt sér inn á vefsíðuna www.hinbio.org, en þar er fjallað ítarlega um hátíðina. - vþ Hinsegin ást í bíó Viltu hætta að reykja? Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst mánudaginn 29. september 2008. Hægt er að skrá sig í síma 540 1900 eða á netfangið reykleysi@krabb.is Nánari upplýsingar á www.krabb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.