Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 72
46 25. september 2008 FIMMTUDAGUR Enski deildarbikarinn Brighton-Man. City 2-2 0-1 Gelson (64.), 1-1 Glenn Murray (89.), 2-1 Joe Anyinsay (95.), 2-2 Stephen Ireland (108.). *Brighton komst áfram eftir vítaspyrnukeppni 5-3. Aston Villa-QPR 0-1 0-1 Damion Stewart (58.). Ipswich-Wigan 1-4 0-1 Lee Cattermole (52.), 1-1 Jonathan Walter (61.), 1-2 Oliver Kapo (64.), 1-3 Paul Scharner (70.), 1-4 Henri Camara (90.). Newcastle-Tottenham 2-1 0-1 Roman Pavljutsjensko (62.), 0-2 Jamie O‘Hara (66.), 1-2 Michael Owen (90.). Portsmouth-Chelsea 0-4 0-1 Frank Lampard (36.), 0-2 Florent Malouda (45.), 0-3 Frank Lampard (49.), 0-4 Florent Malouda (64.). Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og lék allan leikinn. Blackburn-Everton 1-0 1-0 Martin Olsson (10.) Ítalska úrvalsdeildin Reggina-AC Milan 1-2 0-1 Marco Borriello (24.), 1-1 Bernando Corradi (59.), 1-2 Alexandre Pato (73.). Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina og lék allan leikinn. Inter-Lecce 1-0 1-0 Julio Cruz (79.). Juventus-Catania 1-1 1-0 Amauri (16.), 1-1 Gianvito Plasmati (68.). Genoa-Roma 3-1 1-0 Giuseppe Sculli (4.), 1-1 Daniele De Rossi (28.), 2-1 Diego Milito (61.), 3-1 D. Milito (88.). Spænska úrvalsdeildin Villarreal-Racing Santanter 2-0 1-0 Capdevila (29.), 2-0 Llorente (34.). Real Madrid-Sporting Gijon 7-1 1-0 Rafael van der Vaart (18.), 2-0 R. van der Vaart (33.), 3-0 Gonzalo Higuaín (37.), 4-0 R. van der Vaart (47.), 5-0 Arjen Robben (51.), 5-1 Kiki Mateo (54.), 6-1 Raúl (59.), 7-1 Raúl (64.). Barcelona-Real Betis 3-2 1-0 Samuel Eto‘o (17.), 2-0 Samuel Eto‘o (23.), 2-1 Fabia Monzon (59.), 2-2 Jóse Mari (67.), 3-2 Eiður Smári Guðjohnsen 80.). ÚRSLIT FH 3-0 BREIÐABLIK 1-0 Atli Viðar Björnsson (7.), 2-0 Atli Guðnason (39.), 3-0 Atli Viðar Björnsson (45.). Kaplakrikavöllur, áhorf.: 683 Jóhannes Valgeirsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–5 (6-2) Varin skot Gunnar 2 – Vignir 4 Horn 4-4 Aukaspyrnur fengnar 16-18 Rangstöður 4-3 FH 4–3–3 Gunnar Sigurðs. 7 - Guðmundur Sævars. 7, Dennis Siim 8, Tommy Nielsen 7, Freyr Bjarnas. 8, (74., Hjörtur Valgarðs. -), Davíð Þ. Viðars. 7 (79., Matthías Vilhjálms. -), Ásgeir G. Ásgeirs. 7 (62., Björn Sverris. 6), Tryggvi Guðm. 8, Atli Guðnas. 6, Matthías Guðm. 6, *Atli Viðar Björns. 9 Breiðablik 4–4–2 Vignir Jóhanness. 4 - Arnór Sv. Aðalsteins. 5, Srdjan Gasic 4, Finnur Orri Margeirs. 4, Kristinn Jónsson 4, Nenad Petrovic 3, Arnar Grétarsson 3, Guðmundur Kristjáns. 3 (77., Guðmann Þórisson -), Nenad Zivanovic 3 (67., Olgeir Sigurgeirs. 4), Jóhann Berg Guðmunds. 3, Magnús Páll Gunnars. 2 (60., Prince Rajcomar 3). FÓTBOLTI Topplið Keflavíkur var í þeirri einkennilegu aðstöðu í gær að liðið hefði getað orðið Íslands- meistari ef FH hefði misstigið sig gegn Breiðabliki. Leikmenn og aðstandendur Keflavíkurliðsins komu saman til þess að horfa á leikinn í sjónvarpi, en hættu að horfa í hálfleik. „Við hittumst í félagsheimilinu og kíktum á fyrri hálfleikinn og fórum svo bara á æfingu,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. Kristján segir mikilvægt að Keflavíkurliðið klári bara sinn leik og sé ekkert að spá í neitt annað. „Við ákváðum það strax á æfingu á mánudaginn að við myndum bara einbeita okkur að okkar leik gegn Fram. Menn voru eitthvað að spá hvaða verkefni myndi liggja fyrir okkur um helg- ina og nú þegar FH er búið að vinna Breiðablik þá vitum við það. En það breytir í sjálfu sér engu um okkar markmið, að vinna í síð- ustu umferðinni á móti Fram. Það verður raunar bara til þess að það markmið verður skýrara fyrir okkur og það er bara fínt að þessi leikur sé úr veginum,“ segir Kristján. Kristján kvaðst hlakka mjög til helgarinnar. „Allir þeir leikmenn Keflavík- urliðsins sem hafa verið að spila undanfarið eru heilir og tilbúnir í slaginn. Það er bara spennandi laugardagur fram undan, svo ein- falt er það,“ segir Kristján. Keflvíkingar hafa örlögin í sínum höndum og verða Íslands- meistarar fari svo að þeir vinni Framara á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. FH-ingar verða því að treysta á að Keflvíkingar tapi eða geri jafntefli til þess að eiga von um titilinn. Ef Keflavík gerir jafn- tefli gegn Fram verður FH að vinna sinn leik gegn Fylki með tveimur mörkum vegna þess að Keflavík er með 24 mörk í plús en FH 23 mörk og Keflvíkingar eru búnir að skora talsvert fleiri mörk. Hvernig sem fer þá ráðast úrslitin í lokaumferðinni og spenn- an því gríðarleg. - óþ Keflvíkingar komu saman til að horfa á leik FH og Breiðabliks í gær: Hættu að horfa í hálfleik ENGIN FAGNAÐARLÆTI Keflvíkingarnir Hörður Sveinsson og Kenneth Gustafsson drifu sig á æfingu í hálfleik á leik FH og Breiðabliks þegar staðan var 3-0 fyrir FH í gærkvöldi. Keflvíkingar verða Íslandsmeistarar sigri þeir Fram á laugardag. VÍKURFRÉTTIR FÓTBOLTI FH hélt lífi í meistara- vonum sínum er liðið vann enn einn úrslitaleikinn í gær. Blikar voru fórnarlömb Hafnfirðinga að þessu sinni en sprækir FH-ingar hreinlega yfirspiluðu Blikana og unnu 3-0. Sigurinn var síst of stór og Blikar máttu þakka fyrir að gjalda ekki meira afhroð. Það kom ekkert sérstaklega á óvart að sjá allar helstu stjörnur Blika, að Marel Baldvinssyni und- anskildum, í byrjunarliðinu á nýjan leik í gær. Herbragð Ólafs Kristjánssonar, að hvíla menn svo þeir yrðu ferskari gegn FH, gekk engan veginn upp því hans menn sáu aldrei til sólar í leiknum. Voru arfaslakir, andlausir og karakter- leysi liðsins skein í gegn. Það tók FH-inga aðeins sjö mín- útur að ná forystunni í gær. Það gerði Atli Viðar Björnsson er hann tók frákast í teignum og skoraði af stuttu færi. FH réði algjörlega lögum og lofum á vellinum. Þjarmaði grimmt að óstyrkri Blikavörn sem átti í miklum vandræðum með sóknarmenn FH og þá aðal- lega Atla Viðar Björnsson sem var síógnandi. Sóknarleikur Blika var álíka glæsilegur og gítarleikur Árna Johnsen. Einhæfur, flatur og ekki til útflutnings. Magnús Páll var frammi með hinum efnilega Jóhanni Berg sem fann sig aldrei. Magnús hélt áfram að valda von- brigðum en hann hefur verið arfaslakur í sumar. Á því varð engin breyting í gær. Danirnir Tommy Nielsen og Dennis Siim hreinlega pökkuðu Magnúsi og Jóhanni saman. FH komst í 2-0 er sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik er Atli Guðnason skilaði sendingu Atla Viðars í netið. Títtnefndur Atli Viðar skoraði svo í uppbótartíma hálfleiksins og í raun kláraði leik- inn fyrir FH-inga. Frábær fyrri hálfleikur hjá þeim. Bitlausir Blikar komust næst því að skora á 57. mínútu er þeir fengu víti en Gunnar Sigurðsson varði slaka spyrnu Jóhanns Berg. Yfirburðir FH-inga í síðari hálf- leiknum voru algjörir og það var átakanlegt að fylgjast með með- vitundarlausum Blikum sem voru í stanslausum eltingarleik og það oftast á hálfum hraða. Karakter- leysið algjört og stoltið lítið sem ekkert. Varnarleikurinn var skömminni skárri en FH-ingar hefðu hæglega getað bætt við mörkum og Atli Viðar var oft nálægt því að ná þrennunni. Tryggvi Guðmunds- son fór einnig mikinn, hljóp líkt og óður væri um allan völl og kláraði bensíntankinn í sínum síð- asta leik í sumar. Ótrúleg vinnsla á manninum. „Þetta var síðasti leikurinn hans og núna hefur hann allan veturinn til að hvíla sig,“ sagði Heimir Guð- jónsson, þjálfari FH, í léttum tón en hann var sáttur með leik sinna manna. „Þetta var sanngjarn sigur. Við byrjuðum þennan leik mjög vel og settum þá undir pressu og fengum svo mark eftir sjö mínútur. Það gaf liðinu sjálfs- traust og eftir það spiluðum við vel,“ sagði Heimir sem er enn á því að Blikar hafi fórnað öðrum leikjum til þess að ná að vinna FH. „Ég sagði það fyrir leikinn að þeir hefðu bara áhuga á að vinna FH og ég stend fastur á því. Það var gott að við náðum að klára þetta og sýna það að þeir koma ekkert hérna og vinna FH í Krik- anum,“ sagði Heimir. „Við vorum slakir í fyrri hálf- leik og létum FH-ingana komast alltof auðveldlega að kræsingun- um,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. „Við spiluðum á margan hátt barnalega á móti þeim í fyrri hálf- leik og féllum hvað eftir annað í þær gildrur sem við vissum að þeir voru að leggja fyrir okkur,“ segir Ólafur en Breiðablik hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Ég er mjög óánægður með hvern- ig við höfum spilað þrjá síðustu leiki. Það er engin önnur skýring á því en að það sé eitthvað að hug- arfarinu hjá okkur,“ segir Ólafur FH-ingar eru því vel á lífi í titil- baráttunni sem ræðst á laugar- daginn. Þeir eru á mikilli siglingu þessa dagana og virðast vera að toppa undir lok tímabils en spurn- ing hvort þessi góði sprettur þeirra í deildinni komi of seint. „Það er búin að vera gríðarleg samstaða og sterk liðsheild hjá okkur í tveimur síðustu leikjum. Það fleytir mönnum langt í fót- bolta að vera með sterka liðsheild og við sýndum það í dag,“ sagði Heimir að lokum. Keflavík ræður enn sínum örlögum. Liðið sem allir hafa beðið eftir að brotni í sumar. Kefl- víkingar hafa verið frábærir í sumar og stóra lokaprófið er fram undan. FH-ingar virka óstöðvandi og því þarf Keflavík líklega að klára sitt verkefni til að landa stóra titlinum í fyrsta skipti í 35 ár. henry@frettabladid.is / oskar@frettabladid. is Hátíðarhöldunum frestað í Keflavík Leikmenn Keflavíkur fögnuðu ekki Íslandsmeistaratitlinum í gær þar sem FH vann afar öruggan og sann- færandi sigur á karakterlausu liði Blika, 3-0. Úrslit Íslandsmótsins ráðast því um helgina. FÓTBOLTI Atli Viðar Björnsson lék vel á móti Blikum í gær, skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja. „Ég er búinn að skora í síðustu tveimur leikjum og það er búið að ganga vel,“ sagði Atli Viðar Björnsson, lítillátur í leikslok. „Við vorum góðir í fyrri hálfleik og spiluðum blússandi sóknarbolta. Við ætluðum að keyra meira á þá og setja meiri þrýsting á þá en svona fór þetta bara,“ sagði Atli Viðar en hann hefur skorað fjögur dýrmæt mörk í síðustu tveimur leikjum. „Það er gaman að enda mótið á þessum nótum og vonandi held ég þessu áfram. Vð verðum að vinna Fylki og það væri ekki verra ef að ég myndi skora,“ sagði Atli Viðar að lokum. - óój Atli Viðar Björnsson, FH: Fjögur mörk í tveimur leikjum MIKILVÆGUR Atli Viðar Björnsson hefur verið FH-ingum dýrmætur í síðustu leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FH-INGAR FAGNA Davíð Þór Viðarsson, Atli Viðar Björnsson, Dennis Siim, Björn Daníel Sverrisson og Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son fagna hér sigri FH á Breiðabliki í gær. FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen bjargaði þremur stigum fyrir Barcelona þegar Katalóníurisinn vann Real Betis 3-2 á Nývangi í gærkvöld. Eiður Smári hóf leikinn á varamannabekknum en var skipt inn á fyrir Seydou Keita á 71. mínútu í stöðunni 2-2 og skoraði svo sigurmarkið á 80. mínútu eftir góðan undirbúning hjá Dani Alves. Þetta var fyrsta mark Eiðs Smára á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni. - óþ Eiður Smári Guðjohsen: Skoraði sigur- mark Barcelona MINNTI Á SIG Eiður Smári fagnar hér marki sínu á Nývangi í gærkvöld. NORDIC PHOTOS/AFP FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.