Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 76
50 25. september 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. sælgæti, 6. rún, 8. sægur, 9. gagn, 11. slá, 12. óhreint vatn, 14. svall, 16. mun, 17. gaul, 18. tál, 20. hljóta, 21. ríki. LÓÐRÉTT 1. áfengisblanda, 3. kringum, 4. undirbúningspróf, 5. af, 7. heimilis- tæki, 10. tæki, 13. háttur, 15. flink, 16. frostskemmd, 19. ónefndur. LAUSN „Léttan latte á Kaffitári, ristað brauð með bláberjasultu og osti eða þá Kellogg‘s Special K.“ Ása Ottesen stílisti og tískubloggari. LÁRÉTT: 2. buff, 6. úr, 8. mor, 9. nyt, 11. rá, 12. skólp, 14. slark, 16. ku, 17. gól, 18. agn, 20. fá, 21. land. LÓÐRÉTT: 1. púns, 3. um, 4. forpróf, 5. frá, 7. ryksuga, 10. tól, 13. lag, 15. klár, 16. kal, 19. nn. Gísli Marteinn Baldursson, virðulegur borgarfulltrúi, á það til að vera sein- heppinn. Þannig er óvíst að Björgólfur Thor kunni honum miklar þakkir fyrir að rifja upp feril sinn sem skemmti- staðamógúll en Gísli nefnir Björgólf sem dæmi um duglegan mann sem hefur rekið skemmtistað og skapað líf í borginni: „Einn af eftirlætisson- um þjóðarinnar Björgólfur Thor rak Tunglið með glæsibrag á sínum tíma...” skrifar Gísli í hvatningarstíl á blogg sitt. En þeir sem muna þessa tíma, á árunum upp úr 1990 telja sig nokkuð klára á því að rekstur Björgólfs og Skúla Mogensen, sem síðar átti eftir að gera garðinn frægan hjá Oz, hafi verið brös- ugur í meira lagi og endað í nauðasamning- um við starfsfólk sem sumt hvert fékk ekki nema 20 prósent launa sinna. Almenn ánægja ríkir með hið ágæta sjón- varpskvöld sem boðið var uppá á sunnudag eins og áhorfstölur sýna. Mörgum kom á óvart að Þórhall- ur Gunnarsson, dagskrárstjóri hjá RÚV, skyldi brjóta odd af oflæti sínu og hafa samband við Pálma Guðmunds- son, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2, til að leysa það að Dagvaktin og Svartir englar voru á sama tíma á dagskrá. Þórhallur er ekki þekktur fyrir að vilja gefa eftir í nokkru máli. En Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sjónvarpsáhorfendur megi þakka Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra farsæla lendingu en hún mun hafa nefnt það við Pál Magnússon útvarpsstjóra að henni þætti þessi staða fáránleg. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Í sól og skugga eru ævisögubrot með mannlífsmyndum af skemmtilegu fólki, bæði heima og erlendis,“ segir Bryndís Schram um væntanlega bók sína sem Forlagið mun gefa út um miðjan nóvember. Ævisaga Bryndísar, sem var gefin út 1988, var skrifuð af Ólínu Þorvarðar- dóttur og fjallaði um æsku Brynd- ísar fram að fimmtugu. „Eftir að hafa verið leikkona, kennari og unnið í sjónvarpi hafði ég mikla þörf fyrir að halda áfram að tjá mig og fór að skrifa. Ég byrjaði á þessari bók þegar ég fluttist til Washington DC ásamt manninum mínum snemma árið 1998. Ég lauk henni svo í febrúar á þessu ári, en hún spannar miklu lengra tímabil,“ segir Bryndís sem kláraði að skrifa bókina í öðrum heimkynnum sínum, á Spáni. „Það var gott að geta flogið í burt frá landinu sínu til Andalúsíu, þar sem andi Garcia Lorca svífur yfir vötnum, því það er stundum svolítið þröngt um mann hérna og mikið áreiti. Ég nýt þess að vera ein og skrifa og ég gat ekki lokið við bókina nema fá að vera alein með sjálfri mér,“ segir Bryndís sem fékk hugmyndina að nafni bókarinnar í Andalúsíu. „Sol y zombra eru einkunnar- orð Andalúsíu og þýðir sól og skuggi, en í lífinu skiptast á skin og skúrir og maður stendur ýmist í sólinni eða skugganum,“ segir Bryndís að lokum. -ag Bryndís skrifar um árin eftir fimmtugt Í SÓL OG SKUGGA Bók Bryndísar verður gefin út um miðjan nóv- ember og er lýsing á mannlífinu beggja vegna Atlantshafsins eins og það kom henni fyrir sjónir. Tveimur tímum eftir að Stöð 2 frum- sýndi fyrsta þátt Dagvaktarinnar höfðu um sex þúsund notendur halað þættinum niður ólöglega á torrent-síð- unni The Viking Bay. Pálmi Guðmunds- son, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er allt annað en ánægður með þetta. „Við fengum lögbann á sínum tíma á Torrent.is og það stendur enn,“ segir hann. „Við munum halda áfram að sækja rétt okkar. Við erum mjög alvarlega að skoða það að lögsækja þá beint sem dreifðu þessu á netið upphaf- lega. Það voru tveir aðilar og við erum með allar upplýsingar um þá.“ Fyrsti Dagvaktar- þátturinn er líka kom- inn á Youtube í fjórum pörtum. Um 2.000 manns höfðu í gær horft á hvern hluta. „Það er auðveldara að fyrir- byggja þann leka,“ segir Pálmi. „Við sendum bara Youtube beiðni um að skrúfa fyrir þetta og þeir bregðast ætíð skjótt við enda vilja þeir ekki hafa réttindavarið efni inni hjá sér.“ Pálmi segir þessa ólöglegu dreif- ingu hið leiðinlegasta mál. „Nætur- vaktin seldist í 20.000 eintökum á DVD og nú eru 6-8 þúsund manns búnir að hala fyrsta þætti Dagvakt- arinnar niður ólöglega. Það sjá allir að þetta er gríðarlegt tjón fyrir okkur.“ - drg Stöð 2 í hart gegn Dagvaktarþjófum „Konungar eru aldrei ódýrir,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dag- skrárstjóri útvarps hjá RÚV, spurð hvort ekki sé dýrt að fá Bubba til að ganga til liðs við Rás 2. Hún bætir við: „En hann er örugglega hverrar krónu virði.“ Sjálfur Bubbi Morthens er að hefja sinn útvarpsferil en fljót- lega fer á dagskrá Rásar 2 þáttur- inn Færibandið þar sem Bubbi mun taka á ýmsum viðkvæmum málum, fá til sín gesti og spjalla við hlustendur – síminn opinn og Bubbi spjallar við þjóðina! Eftir því sem Fréttablaðið og Sigrún komast næst er þetta frumraun Bubba á sviði útvarpsmennsku. Ekki náðist í Bubba því hann var upptekinn í gær við tökur á sjón- varpsþætti en mun þar vera um að ræða nýjan spjallþátt Ragn- hildar Steinunnar. Meðal þeirra viðfangsefna sem Bubbi mun ræða í þætti sínum, sem verður á dagskrá milli klukk- an 20.00 og 22.00 á mánudags- kvöldum, eru einelti, rasismi, fíkniefnavandinn og tölvumis- notkun. Bubbi mun ekki síst beina sjónum sínum að ýmsum vanda- málum sem steðja að ungu fólki enda mjög vanur að vinna með því. Hann mun kalla til sín reynsl- ubolta í tengslum við umræðu- efnið hverju sinni og opna fyrir símann. Sigrún segir það ef til vill hafa skort á Rás 2, það að fólk hafi tækifæri til að tjá sig. Bubbi verður annars einn í stúdíó- inu. „Ég treysti honum fyllilega til þess. Hann fær reyndar tæknimann sér til fulltingis. Þetta verður mjög glæsilegt,“ segir Sigrún. Dagskrárstjórinn þekkir Bubba frá fornu fari en það var einmitt færibandið sem sameinaði þau þegar hún fór með Bubba suður með sjó og gerði innslag fyrir þáttinn Þjóðlíf … „Við gerðum þar Ísbjarnar- blús. Mynd- band, eitt hið fyrsta sinnar tegundar,“ segir Sigrún. Ekki er alveg ákveð- ið hvenær fyrsti þátturinn fer í loftið, einhver atriði eru ófrá- gengin en sem fyrst segir Sigrún. „Við áttum mjög góðan fund um daginn og ég held að sé álitamál hvort okkar hlakkar meira til. Hann hefur oft nefnt að hann vilji í útvarp en við höfum ekki trúað Bubba fyrr en nú að við áttuðum okkur á því að honum er alvara. Þetta er mikill fengur. Hann hefur svo miklu að miðla. Við erum mjög áhugasöm og spennt hér á útvarpinu.“ jakob@frettabladid.is SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR: MIKILL FENGUR AÐ FÁ KONUNGINN Á RÁS 2 Bubbi orðinn útvarpsmaður BUBBI MORTHENS Hinn nýi útvarpsþáttur hans heitir Færibandið en þar tekur hann á ýmsum viðkvæmum málum, opnar fyrir símann og ræðir við hlustendur. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is DAGVAKTIN Vinsæl meðal netverja. SIGRÚN STEFÁNS- DÓTTIR Konungar eru alltaf dýrir en dagskrárstjórinn ætlar að Bubbi sé hverrar krónu virði. PÁLMI GUÐMUNDSSON Sjónvarpstjóri Stöðvar 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.