Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 26. september 2008 — 262. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 HEITU POTTARNIR í Laugardalslaug svíkja engan. Þangað væri sniðugt að skella sér um helgina, taka góðan sundsprett og slappa svo af í pottunum eða taka bara forskot á sæluna og fara beinustu leið í þá. Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma Laugar- dalslaugar er að finna á vef Reykjavíkurborgar, www.rvk.is. „Mér finnst hnúðkál svo skemmti- legt og fallegt, en það hefur verið dálítið út undan í matseld Íslend- inga því okkur hefur skort kunn-áttu til að matreiða það,“ segir ástríðukokkurinn Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir þar sem hún gengur um frjósaman matjurtagarð Sól- heima í Grímsnesi.„Ég kynntist hnúðkáli sem sæl- kerahráefni í höndum vinkonu minnar frá Póllandi sem starfar hér á Sólheimum sem kokkur. Í hennar föðurlandi er h ú „Grænmeti hefur svo fjölbreytta notkunarmöguleika og gaman að prófa sig áfram. Ég er hrifin af afríska eldhúsinu og set stundum afrískan bragðblæ á það sem ég elda, en rétturinn sem ég útbjó úr hnúðkálinu er ýmist fullkominn hádegismatur um helgi eða léttur kvöldmatur. Þetta er seðjandi rétt- ur og borinn fram sem heil máltíð, en léttur í maga eins og flestur lífrænn vellíðunarmatur,“ segir Ásta, sem kýs að nota lífrænt ræktað grænmeti í sína matreiðslu enda hæg heimatökin með Garð- yrkjustöðina Sunnu í túnfæti Sól- heima. „Mitt mottó er að nota lífrænt því mér finnst heildarmyndin skipta máli fyrir jörðina okkar Égvil hafa mat h ll Lífrænn vellíðunarmatur Hnúðkál er eitt af því mest spennandi sem upp úr matjurtagörðum hefur komið á landi elds og ísa en það má nota í nánast hvað sem er og allt jafn ómótstæðilegt; súpur, snakk, heita rétti og bakstur. Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir hefur yndi af gómsætum hollusturéttum og prófar sig óspart áfram með girnilegri útkomu og upp- skeru úr lífrænum matjurtagarði Sunnu á Sólheimum í Grímsnesi. MYND/SUNNLENSKA FRÉTTABLAÐIÐ Villibráðarhlaðborð hefst 16. október.Jólahlaðborð hefst 20. nóvember. Banfi kvöldverður26. september - 15. október26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Á föstudögum og laugardögum spilar Jazztríó Björns Thoroddsen.Aðeins 3 vikur! Gjafabréf Perlunnar Góð tækifærisgjöf! Parmaskinkameð fíkjusalati og balsamico Tígrisrækjur og smokkfiskurá pappardelle pasta í tómat-basilsósu Kálfahryggur á beinimeð grilluðu grænmeti, kartöflumauki og madeirasósuSítrónugrass–kókoshneta og vanillu panna cotta með kirsuberjaís og ávöxtum í chili-sírópi 6.590 kr.Með 4 glösum af víni: 10.490 kr. VEÐRIÐ Í DAG LEIÐINLEGT VEÐUR Í dag verður víða stífur vindur er lægð gengur yfir landið, einkum sunnantil í byrjun. Rigning í flestum landshlutum og víða skúradembur seinni partinn. Hiti á bilinu 5-11 stig. VEÐUR 4 7 5 7 8 7 MARGRÉT EDDA JÓNSDÓTTIR Söngkona Merzedes Club fann ástina í Taekwondo FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG AÐALHEIÐUR ÁSTA JAKOBSDÓTTIR Nýtir hnoðkál í ýmist súpur, salöt eða snakk • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS föstudagur FANN ÁST Margét Edda Jónsdóttir söngkona Merzedes Club þráir frægð og frama FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 26. september 2008 LÖGREGLUMÁL Götuhópur fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu hefur tekið fíkni- efni að andvirði rúmlega fimmtíu milljónir króna að götuverði það sem af er þessu ári. Þá hefur hópur inn tekið á annan tug ólög- legra skotvopna og á aðra milljón króna í peningum sem fullvíst er að sé ágóði af fíkniefnasölu. Nokk- uð af þýfi hefur fundist við húsleit hjá sölumönnunum enda er það gjarnan notað sem gjaldmiðill í fíkniefnaviðskiptum. Samanlagt hefur götuhópurinn, sem er skipaður sjö lögreglu- mönnum, tekið um 7,5 kíló af fíkni- efnum það sem af er árinu. Að auki hefur hann gert upptækar plöntur sem voru í ræktun, sam- tals 290 plöntur. Þær eru ekki tald- ar með í kílóafjöldanum hér að ofan. Gera má ráð fyrir að þær myndu vega á annan tug kílóa. Af sterkari fíkniefnunum hafa verið tekin það sem af er árinu 1,3 kíló af kókaíni. Athygli hefur vakið að megnið af því hefur verið hreint kókaín. Götuverð kókaíns er um fimmtán þúsund krónur grammið. Götuhópurinn hefur til hlið- sjónar við störf sín lista yfir dreif- ingar- og sölumenn fíkniefna sem gerður var seinni hluta síðasta árs. Listinn er stöðugt í uppfærslu og eru nú á honum nöfn hátt í þriðja hundrað sölumanna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, segir þenn- an mikla og góða árangur meðal annars til kominn í kjölfar þess að götuhópurinn fór að einbeita sér meira að sölu- og dreifingar aðilum á fíkniefnum. Afskipti af fíkni- efnaneytendum hafi sem því nemur færst inn á vaktir almennra lögreglumanna. - jss Götulögreglan hirti eiturlyf fyrir um 50 milljónir króna Götuhópur fíkniefnadeildar lögreglunnar hefur tekið fíkniefni að andvirði rúmlega fimmtíu milljónir króna að götuverði, á annan tug ólöglegra skotvopna og allnokkuð af þýfi það sem af er þessu ári. FÍKNIEFNI SEM GÖTUHÓP- UR HEFUR GERT UPPTÆK Tegundir og magn Amfetamín 970 g Kókaín 1,3 kg Maríjúana 1,8 kg Hass 1,2 kg Kannabisplöntur 290 stk. Kannabislauf 2 kg E-töflur 590 stk LSD 340 skammtar Hassolía 150 ml Sterar 2.100 stk. MDMA-duft 30 g Hefðir og djarfar tilraunir Ráðstefna um íslenska matar- menningu fer fram í Iðnó á morgun. TÍMAMÓT 22 SÓLVEIG ARNARSDÓTTIR Lögga í tveimur löndum Leikur í Svörtum englum og í þýskri þáttaröð FÓLK 42 Airwaves í útrás London Airwaves er komin til að vera og Þorsteinn Stephensen vill setja upp tónlistar- hátíðir í fleiri löndum. TÓNLIST 32 ATHAFNAFÓLK Skóflustunga var tekin í gær að nýju húsnæði Krikaskóla í Mosfellsbæ og sýndi þetta unga athafnafólk góð tilþrif við það tilefni. Húsnæðið á að vera tilbúið til notkunar fyrir haustið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARFÉLÖG Ef yfirvöld í Reykja- vík færu fram eins og Kópavogur á Kársnesi og fyllti með landfyllingu að sveitarfélagamörkum, án sam- ráðs við nágrannanna, „þá gæti borgin fyllt næstum allan Fossvog- inn og skilið eftir lítinn poll,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for- maður umhverfis- og samgöngu- ráðs Reykjavíkur. Kópavogur vinnur nú að land- fyllingu á Kársnesi og á hún að ná að mörkum Reykjavíkur. Reykjavíkuryfirvöld hafa lýst „verulegum áhyggjum“ af þessu og sagt að þetta sé „ekki ásættan- legt“. Bæjarstjórinn í Kópavogi svar- aði því til í Fréttablaðinu í gær að skipulagsyfirvöld í Reykjavík væru ekki vön að spyrja Kópavog um leyfi fyrir sínum framkvæmdum. Því ættu þau að segja sem minnst um framkvæmdir Kópavogsbúa. Þorbjörg er ósammála því að sveitar félögin þurfi ekki að ræða þessa hluti. „Það færi lítið fyrir skipulagi og heildrænni mynd höfuðborgar- svæðisins ef við myndum gera svona eins og Kópavogur. Það þarf að hafa um þetta fyllsta samráð,“ segir Þorbjörn. - kóþ Formaður umhverfis- og samgönguráðs svarar Gunnari Birgissyni: Fossvogur yrði að litlum polli Fleiri leita í Rauðakrossbúðina Ný og stærri verslun opnuð í næsta mánuði til að mæta eftirspurn. FÓLK 42 FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið kom til Frakklands á miðvikudag þar sem það undirbýr sig nú af kostgæfni fyrir leikinn stóra gegn Frökkum á laugardag. Sigur eða jafntefli fleytir liðinu í lokakeppni Evrópumótsins. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, varð fyrir meiðslum á æfingu í gær og er óvissa með þátt- töku hennar í leiknum. „Ég fékk þungt högg í kviðinn og það var mjög vont. Það kemur betur í ljós á morgun [í dag] hversu alvarleg meiðslin eru,“ sagði Hólm- fríður, sem er lykil-maður í landsliðinu og liðið má illa við því að missa hana fyrir stærsta leik kvennalandsliðsins frá upphafi. - óój / síða 38 Stelpurnar okkar í Frakklandi: Hólmfríður tæp fyrir leikinnSigrar hjá Fram og HK Nýliðar N1-deildar karla, FH og Víkingur, töpuðu fyrir HK og Fram í gær. ÍÞRÓTTIR 38 HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.