Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 2
2 26. september 2008 FÖSTUDAGUR LÖGGÆSLUMÁL Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar, segir fjölmiðlaumfjöllun um málefni lögreglustjórans á Suðurnesjum hafa verið mjög einhliða. Ekki megi gleyma hvert upphaf málsins sé. „Það sem kom af stað þeim óróa sem verið hefur í kringum lög- reglustjóraembættið er langvar- andi hallarekstur þess, fyrst á Keflavíkurflugvelli og svo í sam- eiginlegu embætti. Tillögur dóms- málaráðherra miðuðu að því að breyta stjórnsýslulegri og fjár- hagslegri aðkomu ráðuneyta að embættinu og taka á þessum vanda,“ segir Birgir. Aðspurður hvort viðvarandi hallarekstur í mörg ár bendi ekki til að frekari fjárheimildir hafi vantað, svarar Birgir: „Það má vel vera, en á því verður að taka við fjárlagagerð. Einstakir embættis- menn geta ekki keyrt fram úr fjár- lögum ár eftir ár. Tillögur dóms- málaráðherra miðuðu að því að leysa þann vanda í eitt skipti fyrir öll. Þessar skipulagsbreytingar fá meðal annars stuðning í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í vor.“ Karl V. Matthíasson er fulltrúi Samfylkingar í allsherjarnefnd. „Mér finnst upplýsingaleysi frá báðum aðilum einkenna málið. Það er dapurlegt þegar við verðum vitni að átökum á sviði löggæslu og almannaheilla. Mér finnst þetta sorglegt og ég hvet menn til að finna farsæla lausn á samskipta- vanda embættisins og ráðuneytis- ins.“ - kóp HELGI HJÖRVAR Vill stofna auðlindasjóð fyrir komandi kynslóðir og geyma í honum orku, fisk og hugsanlega olíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÖRYGGISMÁL Sendiráð Bandaríkj- anna hyggst enn herða viðbúnað sinn í öryggismálum á Laufás- vegi. Þannig hefur sendiráðið óskað eftir því við byggingaryfir- völd í Reykjavík að fá heimild til að koma fyrir rimlum fyrir glugga byggingar sinnar og hækka girðingu og hlið umhverfis húsið. Einnig vilja Bandaríkja- menn koma fyrir „klifurhindrun“ í nálægan ljóstaur. Afgreiðslu málsins var frestað vegna athugasemda skipulagsstjóra um hæð girðingarinnar. Miklar viðbótar öryggisráðstaf- anir voru gerðar við bandaríska sendiráðið á Laufásvegi í kjölfar hryjuverkaárásanna í september 2001. - gar Sendiráð Bandaríkjanna: Víggirðast enn á Laufásvegi SENDIRÁÐSBYGGINGIN Hækka á girðingu og setja rimla fyrir glugga bandaríska sendiráðsins. Þorbjörg Helga, leysist þetta ekki í fyllingu tímans? „Ég býst fyllilega við því.“ Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur hefur lýst yfir áhyggjum vegna umhverfis- áhrifa fyrirhugaðrar landfyllingar í Kársnesi. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er formaður ráðsins. VIÐSKIPTI Nafni flugfélagsins Latcharter, dótturfélagi Icelandair Group í Lettlandi, hefur verið breytt í SmartLynx Airlines. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, og Garðar Forberg, framkvæmdastjóri Latcharter, afhjúpuðu nýtt nafn og útlit við athöfn í Ríga í Lettlandi í gær. Þar var um leið fimmtán ára starfsafmæli félagsins fagnað. SmartLynx er alfarið í eigu Icelandair Group, en í flota félagsins eru tvær Boeing 767 breiðþotur og átta Airbus 320 vélar. Starfsmenn eru 260 talsins. SmartLynx er annað stærsta flugfélag Lettlands. - óká Skip um nafn á afmælisári: Latcharter verð- ur SmartLynx STJÓRNMÁL „Það var gott hjá Evr- ópunefndinni að kalla eftir endan- legum svörum í Brussel og ég held að hún hafi fengið þau. Það er mikil vægt að nefndarmennirnir heyri svarið. Svarið er nei,“ segir Helgi Hjörvar þingmaður Sam- fylkingar. Helgi líkir hugmyndum um að Íslendingar fái að nota evru án þess að ganga í ESB við að evrulöndin séu beðin um að lána mynt sína og gerast bakhjarlar íslenskra banka, svo að þeir geti keppt við evrópska banka með hærri innlánsvöxtum. Án þess að vilja ganga í klúbbinn. „Það er svo galið að ætla lengra í þeim leiðangri að það er furðulegt að menn séu að ræða það í alvöru,“ segir Helgi. - kóþ / sjá síðu 12 Helgi Hjörvar um evruna: Nefndarmenn heyri svarið Formaður allsherjarnefndar um lögreglustjórann á Suðurnesjum: Framúrkeyrsla er rót vandans BIRGIR ÁRMANNSSON KARL V. MATTHÍASSON HAFNARMÁL „Menn sjá ekki fram úr hvernig á að reka þessar hafn- ir til lengri tíma öðru vísi en að það komi til aðgerðir, bæði frá höfnunum sjálfum og frá ríkinu líka,“ segir Gísli Gíslason, for- maður stjórnar Hafnarsambands Íslands. Aðeins þrjár hafnir af um fjörtíu höfnum landsins standa undir sér. Þetta eru Faxaflóa- hafnir, Hafnar- fjarðarhöfn og höfnin í Fjarð- arbyggð. Gísli Gísla- son bendir á að í fyrra hafi 65 prósent allra rekstrartekna allra hafna og 85 prósent af öllum vöru- gjöldum af hafnarrekstri stafað frá fyrr- nefndum þrem- ur höfnum. Skuldir allra hafna á landinu voru samtals um ellefu milljarðar króna í ársbyrj- un. „Tekjurnar í heildina eru hins vegar ekki nema fimm milljarðar á ári. Þannig að það sér það hver maður að það er ekki hægt að reka þetta svona,“ segir Gísli. Hafnarsambandsþing hófst á Akureyri í gær. „Niðurstaðan hjá okkur er sú að mikilvægt sé að setja upp starfshóp sem leggi til stefnumótun í málefnum hafna til lengri tíma. Samgönguráðherra hefur tekið vel í að það verði sest yfir heildarstefnumótun í þessu og það er ekki seinna vænna. Það verður ekki áfram haldið á þess- ari braut,“ segir Gísli. Verst allra hafna stendur Reykjaneshöfn. Skuldir hennar nema nú 2,7 milljörðum króna sem er um tveimur milljörðum umfram eignir. „Fjárhagsvandi hennar er gríðarlegur og að óbreyttu verður ekki séð að hægt verði að halda rekstri hennar áfram í sömu mynd,“ sagði Hag- stofa Íslands í úttekt frá í vor. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir höfnina vissulega hafa verið gríðarlega mikinn bagga um árabil. Þróunin í gengismálum að undanförnu hafi síðan gert illt verra. „En höfnin er um leið gríðar- mikið tækifæri til framtíðar með uppbyggingu álvers og annarrar hafnartengdrar starfsemi í Helguvík. Þar verður loksins kominn fastur grunnur til þess að við getum unnið okkur út úr vand- anum,“ segir bæjarstjórinn sem ítrekar að um sé að ræða verkefni til tíu eða fimmtán ára. „Á meðan höfum við öll tök á að axla þennan bagga.“ gar@frettabladid.is Milljarðar í mínus hjá Reykjaneshöfn Aðeins þrjár af fjörutíu höfnum landsins eru reknar án taps. Skuldir Reykjanes- hafnar eru tveir milljarðar króna umfram eignir. Öxlum baggann og vinnum okkur út úr vandanum segir bæjarstjórinn. Hafnarsambandið vill nýja stefnu. HÖFNIN Í HELGUVÍK Reykjaneshafnir standa gríðarlega illa en bundnar eru vonir við að rekstrargrundvöllur fáist með álveri í Helguvík. MYND/ODDGEIR GÍSLI GÍSLASON ÁRNI SIGFÚSSON EFNAHAGSMÁL Willem Buiter, prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics, segir í grein í Financial Times að það sé of dýrt fyrir fjármálalíf Englands að halda úti sjálfstæð- um gjaldmiðli. Buiter ber í greininni saman stöðu Englands og Íslands, og efast um að Englandsbanki sé trúverðugur lánveitandi til þrautavara. Að mati Buiter eru aðeins þrjár leiðir færar: Að fjármálalíf Englands veslist upp, England gerist fimmtugasta og fyrsta ríki Bandaríkjanna, eða taki upp evru. - msh / sjá síðu 16 Sterlingspundið of dýrt: Líkir pundinu við krónuna Nýr safnaðarprestur Ragnheiður Laufdal verður vígð til embættis safnaðarprests Boðunar- kirkjunnar á morgun. Vígslan hefst klukkan 11 að Hlíðarsmára 9. TRÚMÁL VERÐLAUN „Þetta var rosalega skemmtilegt og mikill heiður, bæði fyrir mig persónulega sem og Latabæjar- verkefnið í heild sinni,“ segir Magnús Scheving, sem í gær var sæmdur PROTOS-verðlaunum Universidad de Panamericana í Mexíkóborg, eins virtasta háskóla Mexíkó. Þetta er annað árið sem PROTOS-verðlaunin eru veitt, en þau koma í hlut aðila sem náð hafa framúr- skarandi árangri í að miðla upplýsingum til samfélags- ins á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Í fyrra voru verðlaunin veitt sjónvarpsfréttakonunni Valentínu Alazraki, fyrir framúrskarandi fréttaflutning um Vatíkanið í 25 ár, en Mexíkó er næstfjölmennasta kaþólska þjóð heims. Magnús segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á Latabæ á mánaðarlöngu ferðalagi sínu víðs vegar um heiminn, sem lýkur á morgun. „Ég fór meðal annars til Ástralíu og Nýja-Sjálands, og sá að þau svæði eiga eftir að verða mjög stór markaður fyrir Latabæ. Svo var ég í Sviss, þar sem ég átti fundi með heilbrigðis- yfirvöldum þar í landi, auk þess sem ég fundaði með þreföldum Wimbledon-meistara, Þjóðverjanum Boris Becker. Hann býr í Sviss og hefur mikinn áhuga á að vinna með okkur að heilbrigðum lífsstíl barna og unglinga þar í landi, en hann er mikill aðdáandi þáttanna,“ segir Magnús. Magnús fundar með umboðsmönnum í Hollywood í dag með það fyrir augum að gera kvikmynd um Latabæ. Eftir það er förinni heitið til Íslands. - kg Magnúsi Scheving veitt verðlaun eins virtasta háskólans í Mexíkó: Mexíkóar verðlauna Magnús HEIÐUR Magnús Scheving tekur við PROTOS-verðlaununum úr hendi dr. Carlos Sanchez hjá Universidad de Panamericana. ORKUMÁL Fulltrúar Geysir Green Energy í stjórn orkuútrásarfyrir- tækisins Enex vilja sameina Enex og fyrirtækið Exorku sem einnig er í verkefnum erlendis. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins lögðu fulltrúar Geysir Green það til á stjórnarfundi í Enex á miðvikudag að hlutafé yrði aukið í fyrirtækinu með samein- ingu við X-orku og að það yrði staðfest á hluthafafundi í næstu viku. Geysir Green á Exorku að öllu leyti en 75 prósent í Enex á móti dótturfyrirtæki Orkuveit- unnar, Reykjavik Energy Invest. Ásgeir Margeirsson, formaður stjórnar Enex og forstjóri Geysir Green, segist ekkert vilja staðfesta í þessum efnum. - gar Fyrirtæki í orkuútrás: Vilja sameina Enex og X-orku LÖGGÆSLUMÁL Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að tilkynnt verði eftir helgi hverjir muni fylla skörð þeirra sem ákveðið hafa að segja upp störfum sínum hjá Lögreglu- stjóraembætt- inu á Suðurnesj- um. Spurður um orðróm þess efnis að Sig ríður Björk Guðjóns- dóttir aðstoðar- ríkislögreglustjóri myndi gegna starfi lögreglustjóra á svæðinu tímabundið neitar Björn því. „Þeir sem segja það eru á rangri leið. Þetta er eitthvað sem kemur frá Suðurnesjum til að æsa fólk upp,“ segir Björn. Hann neitaði að tjá sig frekar um málið. - kg Björn Bjarnason: Orðrómur til að æsa fólk upp BJÖRN BJARNASON Mikið slasaður karlmaður var í gær fluttur með þyrlu á Landspítalann eftir að hafa ekið bíl sínum út af veginum við Refsstaði í Hálsasveit um tvöleytið. Ökumaðurinn var einn í bílnum. SLYS SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.