Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 10
10 26. september 2008 FÖSTUDAGUR IÐNAÐUR Útskýringar forstjóra Orkuveitunnar á fæð tilboða í margra milljarða útboð í boranir fyrirtækisins standast ekki nán- ari skoðun, segir Friðfinnur Dan- íelsson verkfræðingur, en hann hefur viljað bjóða í verk Orku- veitunnar, í félagi við erlend fyrir- tæki. Útboðin séu hins vegar hönnuð fyrir Jarðboranir, fyrirtæki sem hefur lengi þjónað Orku- veitunni. Jarðboranir voru eina fyrir- tækið sem bauð í þrettán millj- arða verk um boranir á fimm- tíu holum fyrir Orkuveituna (OR). Hjör- leifur B. Kvar- an, forstjóri OR, sagði í blað- inu 22. sept- ember að ástæða þessa væri sú að fyrir- tækið væri í einokunarstöðu á Íslandi. Önnur fyrirtæki hefðu ekki burði til að bjóða í verkin, sem væru ef til vill of smá fyrir erlend fyrirtæki. Friðfinnur segir líklegri skýr- ingu þá að útboðsgögnin séu ein- ungis fáanleg á íslensku. „Orkuveitan gæti boðið verkin út án þess að óþefurinn finnist langar leiðir. Að sjálfsögðu með því að hafa útboðsgögn á ensku en í öðru lagi með því að lengja frestinn sem fyrirtækin hafa til að bjóða í verkin,“ segir Frið- finnur. Hjörleifur segir við þessu að OR auglýsi í Evrópu á ensku og sé tilbúið til að þýða útboðsgögn- in fyrir erlend fyrirtæki. En þau hafi hingað til ekki sóst eftir því. Síðasta útboð hafi verið auglýst snemma á þessu ári en verkefnið verði framkvæmt að hluta til á næsta ári en að mestu árið 2010. Friðfinnur telur að OR miði kröfur í útboðum við tækjakost Jarðborana og segir að í útboðinu 2005 hafi verið farið fram á að lykilstarfsmenn töluðu íslensku og hefðu jafnvel reynslu af bor- unum á Íslandi. Hjörleifur segist telja að Jarð- boranir miði sinn tækjakost við kröfur OR frekar en hitt. Ekki séu meiri kröfur gerðar til íslenskukunnáttu en svo að farið sé fram á að á verksvæði sé ávallt einn maður mælandi á ensku eða íslensku. Frá árinu 2005 hafi verið farið yfir hvernig hægt væri að hafa „alþjóðlegri brag“ á útboðunum. „Og þeir þurfa ekki að hafa reynslu af borunum á Íslandi. Við erum á evrópska efnahagssvæðinum og megum ekki meta Íslendinga umfram aðra,“ segir Hjörleifur. klemens@frettabladid.is Orkuveitan gæti boðið verkin út án þess að óþefurinn finnist langar leiðir. FRIÐFINNUR DANÍELSSON VERKFRÆÐINGUR GRÆNI MAÐURINN Þessi grænmálaði maður lék myndastyttu í miðbænum í Haag í tilefni af alþjóðlega friðardegin- um nú í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann í Reykjavík fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt föstudagsins 1. ágúst 2008 ráðist að öðrum manni og stungið hann með hnífi í bak vinstra megin og vinstri framhandlegg. Fórnarlambið hlaut stungusár inn í brjósthol og inn í lungað með loftbrjósti og blæðingu í brjóstholi og einnig hlaut fórnarlambið stungusár á vinstri framhandlegg, neðan við olnboga, sem olli áverka á ölnartaug. Atvikið átti sér stað utandyra við Hverfisgötu 6 í Reykjavík. - jss Rikissaksóknari ákærir: Tilraun til manndráps Útboð útiloki erlend fyrirtæki Útboð Orkuveitu Reykjavíkur á borunum eru sniðin að Jarðborunum hf. segir verkfræðingur. Útboðsgögn eru á íslensku en auglýst er á ensku. „Megum ekki meta Íslendinga umfram aðra,“ segir forstjóri OR. FRIÐFINNUR DANÍELSSON HJÖRLEIFUR KVARAN FJÖLSKYLDUBÍLLINN SEM EYÐIR SVO MIKLU MIKLU MINNA. Skoda Octavia 1,9 TDI® - 4,9 lítrar á hundraðið Skoda Octavia er vandaður og ríkulega útbúinn verðlaunabíll í fullri stærð með pláss fyrir alla fjölskylduna og rúmgott farangursrými. Nýja TDI® dísilvélin, skilar miklu og jöfnu afli og býr yfir frábærum aksturseiginleikum (einnig fáanlegur með bensínvél). Skoðaðu Skoda Octavia - bílinn sem eyðir svo miklu miklu minna. Allir kaupendur Skoda Octavia fá frítt fyrir fjölskyldu sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í eitt ár. ■ Jarðboranir hafa lengi verið nátengdar Orkuveitunni, allt frá því fyrirtækið hét Jarðboranir ríkisins. Á tímabili var forstjóri Orkuveitunnar stjórnarformaður Jarðborana. ■ Árið 2005 buðu Jarðboranir í boranir fyrir Orkuveituna fyrir átta milljarða og fengu verkið. Þá buðu einnig Ístak og Íslenskir aðalverktak- ar í sameiningu. ■ Í ár fengu Jarðboranir þrettán milljarða verk fyrir Orkuveituna. Ekkert annað fyrirtæki bauð í þótt verkið væri auglýst á Evrópska efna- hagssvæðinu. Orkuveitan bauð fyrir- tækjum peningaverðlaun svo byðu þau frekar í verkið en til einskis. ■ Orkuveitunni hefur heldur ekki tekist að fá erlend fyrirtæki til að bjóða í borun í Djíbútí. ■ Orkuveitan er í eigu Reykjavíkur- borgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Jarðboranir eru í eigu Geysis Green Energy. ÚTBOÐ BORINN ÓÐINN Í EIGU JARÐBORANA Friðfinnur Daníelsson verkfræðingur telur að Orkuveita Reykjavíkur miði útboð sín við þann tækjakost sem Jarðboranir geta boðið upp á, en forstjóri Orkuveitunnar segir því öfugt farið. MYND/ORKUVEITAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.