Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 HEITU POTTARNIR í Laugardalslaug svíkja engan. Þangað væri sniðugt að skella sér um helgina, taka góðan sundsprett og slappa svo af í pottunum eða taka bara forskot á sæluna og fara beinustu leið í þá. Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma Laugar- dalslaugar er að finna á vef Reykjavíkurborgar, www.rvk.is. „Mér finnst hnúðkál svo skemmti- legt og fallegt, en það hefur verið dálítið út undan í matseld Íslend- inga því okkur hefur skort kunn- áttu til að matreiða það,“ segir ástríðukokkurinn Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir þar sem hún gengur um frjósaman matjurtagarð Sól- heima í Grímsnesi. „Ég kynntist hnúðkáli sem sæl- kerahráefni í höndum vinkonu minnar frá Póllandi sem starfar hér á Sólheimum sem kokkur. Í hennar föðurlandi er hnúðkál vin- sælt í hvers konar rétti, súpur og bakstur. Bragðið minnir svolítið á rófu en er léttara undir tönn og afar ljúffengt rifið út í salat eða sem stönglar á snakkbakka,“ segir Ásta, sem eftir gott sumar og uppskeru hefur verið að prófa sig áfram með hnúðkál. „Grænmeti hefur svo fjölbreytta notkunarmöguleika og gaman að prófa sig áfram. Ég er hrifin af afríska eldhúsinu og set stundum afrískan bragðblæ á það sem ég elda, en rétturinn sem ég útbjó úr hnúðkálinu er ýmist fullkominn hádegismatur um helgi eða léttur kvöldmatur. Þetta er seðjandi rétt- ur og borinn fram sem heil máltíð, en léttur í maga eins og flestur lífrænn vellíðunarmatur,“ segir Ásta, sem kýs að nota lífrænt ræktað grænmeti í sína matreiðslu enda hæg heimatökin með Garð- yrkjustöðina Sunnu í túnfæti Sól- heima. „Mitt mottó er að nota lífrænt því mér finnst heildarmyndin skipta máli fyrir jörðina okkar. Ég vil hafa mat hollan og sem hrein- astan, úr hráefni sem kostar sem allra minnst rask fyrir jörðina og er laus við eit- urefni, hormóna, stera eða annað skaðlegt og eyðileggjandi fyrir heilsu manna og móður jarðar.“ Sjá uppskrift Aðalheiðar á næstu blaðsíðu. thordis@frettabladid.is Lífrænn vellíðunarmatur Hnúðkál er eitt af því mest spennandi sem upp úr matjurtagörðum hefur komið á landi elds og ísa en það má nota í nánast hvað sem er og allt jafn ómótstæðilegt; súpur, snakk, heita rétti og bakstur. Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir hefur yndi af gómsætum hollusturéttum og prófar sig óspart áfram með girnilegri útkomu og upp- skeru úr lífrænum matjurtagarði Sunnu á Sólheimum í Grímsnesi. MYND/SUNNLENSKA FRÉTTABLAÐIÐ Villibráðarhlaðborð hefst 16. október. Jólahlaðborð hefst 20. nóvember. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t Banfi kvöldverður 26. september - 15. október 26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Á föstudögum og laugardögum spilar Jazztríó Björns Thoroddsen. Aðeins 3 vikur! Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Parmaskinka með fíkjusalati og balsamico Tígrisrækjur og smokkfiskur á pappardelle pasta í tómat-basilsósu Kálfahryggur á beini með grilluðu grænmeti, kartöflumauki og madeirasósu Sítrónugrass–kókoshneta og vanillu panna cotta með kirsuberjaís og ávöxtum í chili-sírópi 6.590 kr. Með 4 glösum af víni: 10.490 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.