Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 32
6 föstudagur 26. september ✽ ba k v ið tjö ldi n Margrét Edda Jónsdóttir er 19 ára söngkona sem skaust fram í sviðsljósið í sumar þegar hún byrjaði í Merzedes Club. Hún ætlar sér stóra hluti og dreymir um frægð og frama í útlöndum Viðtal: Marta María Jónasdóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason M argrét Edda Jóns- dóttir skaust fram í sviðsljósið í sumar þegar hún valin úr hópi kvenna til að taka að sér bakraddasöng fyrir hljómsveitina Merzedes Club. Hún segist ekki hafa haft mikla trú á sjálfri sér og viðurkennir að hún hefði ekki mætt í prufurnar ef vin- kona hennar hefði ekki hvatt hana til þess. Þegar Rebekka Kolbeins hætti í bandinu varð hún aðalsöng- konan og fílar það vel. Þegar hún er spurð að því hvort þetta hafi verið draumurinn segir hún svo vera. „Ég bjóst alls ekki við þessu og varð mjög glöð þegar ég fékk símtalið frá Valla umboðsmanni þess efnis að ég hefði komist inn,“ segir Margrét Edda, sem hefur stefnt að frægð og frama frá því hún man eftir sér. Söngurinn hefur alltaf spilað stórt hlutverk í lífi hennar og hefur hún verið sísyngjandi síðan hún var lítil. Hún tók meðal annars þátt í upp- færslu Hagaskóla á Jesus Christ Superstar og svo tók hún tvívegis þátt í söngvakeppni á Sólon Ísland- us. „Ég er búin að vera í söngtímum hjá Maríu Björk og svo tók ég fyrsta stigið í söng hjá Vox Academica. Ég var ekki alveg að fíla mig í klass- íska söngnum og fór í framhaldinu í Söngskóla Þorvaldar Bjarna. Þar kenndi Selma Björns mér sviðs- framkomu og söng.“ Þegar hún er spurð að því hvort hún hafi fylgst vel með Merzedes Club segist hún hafa fyrst heyrt af hljómsveitinni í gegnum föður sinn, Jón Gnarr. „Pabbi minn var búinn að segja mér frá Merzedes Club og sagði mér að þetta hefði verið grín til að byrja með en svo fór að vera meiri alvara í þessu,“ segir hún en faðir hennar samdi textann við lagið, Meira frelsi, sem Merzedes Club flutti í auglýsingu fyrir Sím- ann. Meðlimir hljómsveitar innar Merzedes Club hafa allir vel rækt- aða og brúna kroppa en eins og frægt er orðið eru bæði Gillzenegg- er og Ceres 4 í bandinu. Margrét Edda segist smellpassa inn í hóp- inn enda hafi þau öll svipuð áhuga- mál. „Stákarnir eru alveg æðislegir. Það var ótrúlega gaman að fara með þeim til Portúgal. Þeir eru allir mikl- ir íþróttamenn og með sömu áhuga- mál og ég sjálf. Þegar við höfum verið á tónleikaferðalögum þá hef ég tekið æfingar með strákunum,“ segir hún og játar að þau æfi nánast daglega. Er ekki mikil krafa um gott útlit, hvernig berðu þig að? „Jú, það er það. Ég borða hollan mat, æfi vel og sef vel. Ég hugsa voða vel um lík- ama minn. Það er lykillinn að því að líta vel út.“ Ertu jafn mikið í brún- kukreminu og þeir? „Nei, ég hef bara farið í ljósabekki.“ ALLT AÐ GERAST Hlutirnir gerast hratt hjá Mar- gréti Eddu því meðfram því að vera í Merzedes Club hyggur hún á sólóferil. Í dag verður nýtt lag með henni frumflutt í útvarpinu. Lagið heitir Sweet Love og er eftir Pál Þorsteinsson og Magna Kristj- ánsson en Ólafur Páll Torfason samdi textann. Páll var í hljóm- sveitinni Afkvæmum guðanna og hefur gert lög fyrir Bent og 7berg, Sesar A, Dóra DNA, Yesmine Ols- son og fleiri. Magni var í Rokk- bandinu Driver Dave og Forgot- ten Lores. Ólafur Páll, eða Opee, er rappari og hefur meðal annars starfað með Quarashi. Hún segist vera mjög spennt fyrir þessu því hana dreymi um að geta unnið við tónlist og lifað af henni. „Við erum svolítið að spá í næntís lög og eigum örugglega eftir að taka upp fleiri lög,“ segir hún. FYRIRSÆTUBRANSINN HEILLAÐI EKKI Margrét Edda hefur aðeins verið að daðra við fyrirsætubransann en hún hefur verið Séð og heyrt- stúlka nokkrum sinnum. „Ég var ekki mjög spennt fyrir fyrirsætu- bransanum. Ég fór bara í nokkrar myndatökur fyrir Séð og heyrt. Ég var ekkert sérlega heilluð af því að standa fyrir framan myndavélina og pósa. Þetta er ekkert sem mig langar að gera. Svo tók ég þátt í bikiníkeppninni Hawaiian Tropic í fyrra. Það voru nokkrir sem vildu fá mig í myndatökur í kjölfarið.“ Varstu spæld að vinna ekki keppnina? „Já, svolítið, en þetta er bara svona.“ Þegar hún er spurð að því hvort það hafi ekki verið erfitt að koma fram á bikiníi segir hún svo ekki vera. „Það var smá erfitt fyrst en svo setti ég mig bara í stellingar.“ ÁSTIN OG ÍÞRÓTTIRNAR Margrét Edda byrjaði að æfa taekwondo árið 2003 en fyrir þann tíma æfði hún á listskautum. „Ég var mjög fljót að vinna mig upp og komst fljótlega í landsliðshópinn. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt og hefur hjálpað mér mjög mikið. Taekwondo hefur styrkt mig and- lega og ég er ekki jafn feimin og ég var. Í taekwondo lærði ég að sýna fólki virðingu og að treysta fólki,“ segir hún. Núna er hún með rautt belti með tveimur svörtum röndum. „Mig vantar tvö belti í viðbót til að fá svarta beltið. Næst tek ég þriðju svörtu röndina og svo svarta beltið.“ Þegar hún er spurð út í æfingarnar segist hún æfa fjórum sinnum í viku. „Ég æfi líka svolítið ein, fer út að skokka og svoleiðis,“ segir Margrét Edda en hún æfir með fimleikafélainu Björk. Hún gerir reyndar meira en að æfa þar því hún þjálfar einn- ig yngri krakka í taekwondo. Taek- wondo-ið hafði þó meiri áhrif en að efla sjálfstraust og losa hana við feimnina því hún hnaut um ástina í fimleikafélaginu Björk. „Kærastinn minn heitir Björn Þorleifsson. Hann er afreks maður í íþróttinni og þjálfaði mig um tíma. Hann vinnur hjá Fimleika- félaginu Björk og er yfirþjálfari í almenningsdeild og í taekwondo- deildinni. Hann er yndislegasti maður sem ég hef kynnst,“ segir Margrét Edda. Aðspurð um fram- tíðardraumana segir hún: „Að ná sem lengst í söngnum. Mig langar að slá í gegn úti í heimi.“ FANN ÁSTINA Í TAEKWONDO Stjörnumerki: Vatnsberi Besti tími dagsins: Ég þarf að segja næt- urnar því ég er algjör nátthrafn. Geisladiskurinn í spilaranum: Er ekki með neinn geisladisk, hlusta á alla mína tón- list í iTunes. Þar hlusta ég mest á Paper planes með M.I.A. Uppáhaldsverslunin: Gallerí 17, Kiss, Retro, Bossanova og fleiri. Uppáhaldsmaturinn: Ég elska allan mat en held að ég verði að velja ham- borgarhrygginn hennar mömmu sem ég fæ bara á jólunum. Ég lít mest upp til... fólks sem nær ár- angri. Áhrifavaldurinn? Ég myndi segja Bjössi, kær- astinn minn. Áður en við byrjuðum saman vorum við mjög góðir vinir. Hef þekkt hann mjög lengi og hefur hann alltaf verið til staðar fyrir mig. Hann hvetur mig áfram og fær mig til að vilja vera betri manneskja. Draumafríið? Mér finnst rosa- lega gaman að fara til útlanda! Það eru mörg lönd sem mig langar að heimsækja. Held að draumafríið sé að ferðast til Tókýó eða Shanghaí. Ef þú ættir sand af seðlum hvað myndir þú kaupa þér? Ég myndi kaupa mér allt það sem ég vil, það er rosalega margt! Ég myndi kaupa þrjá bíla, tvo sportbíla og einn flottan jeppa. Svo myndi ég kaupa mér flotta þakíbúð, húsgögn inn í hana og svo myndi ég bjóða fjölskyldu og vinum til Havaíeyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.