Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 44
24 26. september 2008 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Af hverju koma sumir illa út úr lífinu? Fjölskyldan hefur auð- vitað mikið vægi! En val á vinum skiptir meira máli en við höldum! Traustur og úrræða- góður vinahópur getur verið nóg til að við séum í „sigurliðinu“! Það er eigin- lega ótrúlegt að það hafi ræst svona úr mér! Að ég búi ekki í pappa- kassa undir brú og drekki spritt í morg- unmat... skil það ekki!Í „tapliðinu“ er oft allt annað í gangi! Félagslegi þátturinn Þetta er bréfa- hnífur. Ég nota hann til að opna póstinn. En glötuð uppfinning. Hvað getum við gert til að fá manneskjur til að hætta að ganga í pelsum!?! Æ, farðu og klifraðu í tré! Af hverju datt mér það ekki í hug!?! Þú gengur rosalega mikið um með Lóu. Hún kann ekki að ganga ennþá, svo ég hef ekkert val. Þar fyrir utan er gott fyrir börn að vera borin um. Þannig venjast þau fram- andi sýnum og hljóðum. Ég skil hvað þú meinar. Á! Brak Brest AH! Þessi heitir „Heim- skautarefur á snævi þöktu fjalli“ Fyrsta serían af Klovn er komin út á DVD. Er það vel, enda sprenghlægilegt stöff þar á ferð. Athyglisverðastar eru þó auglýsingarnar fyrir gripinn. Í þeim stendur flennistórum stöfum „KLOVN – VALIN BESTA GAMANÞÁTTARÖÐ DANMERKUR 2005!“ Ekki dreg ég sannleiksgildi þessa í efa, nema síður sé. En er þessi setning ekki fullkomlega óþörf í auglýsingaskyni? Hversu hörð samkeppni getur mögulega hafa verið á danska spaugaramark- aðinum árið 2005? Var Ólsen-gengið að gera góða hluti á þessum tíma? Eða Eddie Skoller? Er þetta ekki dálítið eins og að kynna Þórhall Sigurðsson á svið sem „fyndnasta meðlim Halla og Ladda!“? Eða Paul Simon sem „hæfileikaríkasta músíkantinn í Simon & Garfunkel!“? Ég bjó í Köben á námsárunum og líkaði vel. Danirnir sem ég kynntist eru flestir hinir yndislegustu. Hjálpsamir og þægilegir á flestan máta. En fyndnir? Varla. Þeir hafa jú kímnigáfu, og nóg af henni, en sá húmor er bara ekkert gríðarlega góður. Eitt dæmi lýsir því ágætlega hvernig dæmigerð dönsk fyndni kemur mér fyrir sjónir. Ég bjó á Vesturbrú og verslaði gjarnan í Fisketorv-verslunarmiðstöðinni skammt frá. Leiðin inn í kringluna liggur gegnum snúningshurð, og ungir Danir höfðu einstakt yndi af að stöðva hurðina og halda einhverjum föngnum þar inni í lengri tíma. Ég fór oft í þessa kringlu, og aldrei brást að einhver sæti fastur í hringhurðinni meðan félagar viðkomandi lágu í hysteríuhlátur- skasti að eigin fyndni. Þetta þótti þeim einfaldlega sniðugasta spé sem veröldin hefði augum litið. Rammdönsk fyndni er því ekki ýkja hátt skrifuð hjá undirrituðum. En Klovn eru stórkostlegir þættir. Er eitthvað fyndið í Danaveldi? NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson Allt í drasli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.