Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 46
26 26. september 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Metropolitan Opera í New York er fremst í flokki þeirra óperuhúsa heimsins sem vilja halda sér í takt við tímann. Þar er uppi sú hreyfing að heimta að óperusöngvarar grenni sig, þar er lengst komið tæknivæð- ingu í þjónustu við áhugamenn um óperur á netinu. Nú er í bígerð þjónusta sem býður áskrift að hljóðritum og myndritum af sviðsetn- ingum Met, eins og óperan er kölluð. Met Player tekur til starfa 22. október og þar má heyra 120 hljóðritanir og sjá 50 myndrit af sviðsetningum hússins. Fleiri verk í fleiri útgáfum munu bætast við næstu mánuði. Mánaðarleg áskrift er 14,99 dalir en ársáskrift er 149,99 dalir. Þá má heyra eða sjá skemmri búta fyrir lægra verð. Fyrir ársgjald hefur áskrifandi aðgang að öllum katalóknum í stórum eða smáum skömmt- um. Forsmekkinn að þessari merkilegu þjónustu má finna á www.metplayer. org/preview. - pbb Óperur á neti ÓPERUR Kristin Sigmundsson geta menn nú loks séð í Metro- politan án þess að fljúga til New York. Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur fram á heldur sérstökum tónleikum í kvöld, en á þeim verður einungis flutt tónlist eftir íslensk tónskáld. Ástæðan fyrir verkavalinu er sú að hljómsveit- in heldur utan í næsta mánuði og kemur fram á tónleikum í Japan. Af því tilefni var sett saman þessi tónleikadagskrá þar sem kynnt er tónlist eftir nokkur af helstu tónskáldum íslensku þjóðarinn- ar. Verkin sem leikin verða eru Þrjú óhlutræn málverk eftir Jón Leifs, Eldur eftir Jórunni Viðar, Poemi eftir Hafliða Hallgríms- son, Columbine eftir Þorkel Sig- urbjörnsson, Októ-Nóvember eftir Áskel Másson og Icerapp 2000 eftir Atla Heimi Sveinsson. Einleikarar á tónleikunum eru þau Hallfríður Ólafsdóttir flautu- leikari og Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari. Verkin sem leikin verða eru ekki af lakara taginu, heldur hafa þau öll aukið hróður höfunda sinna svo um munar. Poemi eftir Hafliða Hallgrímsson er verð- launaverk fyrir fiðlu, samið út frá myndum Marcs Chagall um Jakobsstigann. Columbine eftir Þorkel Sigurbjörnsson er flautu- konsert sem virkar vel, ásamt óhlutbundnum tónmyndum Jóns Leifs, til að sýna ólíkar hliðar á íslenskum tónsmíðum. Ískalt verk Atla Heimis mynd- ar einnig hressandi mótvægi við sjóðheitt strengjaverk Áskels Mássonar. Ekki má gleyma að minnast á Eld Jórunnar Viðar, en hljómsveitin leikur verkið í til- efni af níræðisafmæli tónskálds- ins í desember á þessu ári. Eldur var fyrsti íslenski ballettinn, frumfluttur í Þjóðleikhúsinu árið 1950, og eitt aðalhljómsveitar- verk Jórunnar. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 í kvöld. - vþ Alíslensk tónleikadagskrá ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON Eitt þeirra tónskálda sem eiga verk á tónleikum Sinfóníunnar í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Á sýningunni má meðal annars sjá landslagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar inn- anlands með tveimur fyrstu for- setum lýðveldisins. Framlag Vig- fúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) til íslenskrar menningarsögu er margþætt. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um mið- bik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýnd- ar í Hamborg, New York, Kaup- mannahöfn og Reykjavík. Ljós- myndabók hans, Ísland í myndum, var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslands- kvikmynd hans var sýnd á heims- sýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvikmyndum hans eru leiknu þjóðháttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn. Mynd hans fyrir heimssýninguna er því miður ekki tiltæk í sýningar- hæfu, hreinsuðu eintaki en hún er varðveitt á kvikmyndasafni. Í tengslum við sýninguna verður gefin út bók um Vigfús Sigur- geirsson sem ritstýrt er af sýn- ingarhöfundi, Ingu Láru Bald- vinsdóttur. Bókin hefur að geyma fimm greinar eftir sérfræðinga á ýmsum sviðum: Ágúst Ólafur Georgsson, fagstjóri þjóðhátta- safns við Þjóðminjasafn Íslands, skrifar um þjóðháttakvikmyndir Vigfúsar, dr. Christiane Stahl, for- stöðukona Alfred Ehrhardt Stift- ung í Köln, fjallar um sýningu hans í Þýskalandi 1935 og áhrif þýskra ljósmyndara á feril hans eftir þá dvöl; Íris Ellenberger sagnfræðingur skrifar ritgerð um landkynningarvakninguna 1935- 1940 og hlut Vigfúsar í henni; Linda Ásdísardóttir, safnvörður við Byggðasafn Árnesinga, fjallar um náttúrumyndir hans og dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, forstöðumaður Menningarmið- stöðvar Þingeyinga, leggur til bókarinnar greiningu á myndgerð ríkisvaldsins í forsetamyndum Vigfúsar. Í bókinni er jafnframt birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður og gefur þar að líta þver- skurð af framlagi hans til ljós- myndunar hér á landi. Sýningin og bókin sem henni fylgir hefur verið langan tíma í undirbúningi því Vigfús er eitt af stóru nöfnun- um í íslenskri ljósmyndun og framlag hans sem dokumentar- ista er ekki enn metið til fulls. Utan þess að ganga frá eigin myndum vann hann sem tökumað- ur og á ýmislegt efni sem öðrum heimildarmyndahöfundum hefur nýst. Með útgáfu þessarar bókar vill Þjóðminjasafn Íslands varpa ljósi á störf Vigfúsar sem ljós- myndara og kvikmyndagerðar- manns. Bókin verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins og í helstu bókaverslunum, en sýning- in er opin til 31. desember. pbb@frettabladid.is Ljósmyndari þjóðarinnar LJÓSMYNDIR Eiríkur Sigmundsson, bóndi í Fagranesi á Reykjaströnd, við bjargsig í Drangey með uppgjörðan vað á öxlum. 1938. Kl. 14.30 Dagskrá í tilefni Evrópska tungu- máladagsins fer fram í stofu 101 á Háskólatorgi í dag og hefst kl. 14.30. Þar verður boðið upp á fjölda áhugaverðra erinda um tungumál og tungumálakennslu sem og pallborðs- umræðu þar sem áberandi aðilar úr menningar- og atvinnulífi þjóðar- innar ræða mikilvægi tungumála- kunnáttu. Dagskráin stendur til kl. 17.20. Fundarstjóri er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttamaður. Heimildarmyndin Þetta kalla ég dans, sem fjallar um starfsaðferð- ir, verkefni og persónu nútíma- dansarans Ernu Ómarsdóttur, verður sýnd í kvikmyndahúsinu Regnboganum kl. 18.15 í kvöld á vegum Alþjóðlegrar kvikmynda- hátíðar í Reykjavík. Leikstjóri myndarinnar, Ásthildur Kjartans- dóttir, verður viðstödd sýninguna og mun svara spurningum forvitins dansáhugafólks. Fyrir þá sem ekki vita er Erna Ómarsdóttir einn þekktasti nútímadansari Evrópu um þessar mundir. Hún lærði dans í Brussel og hefur búið þar síðustu þrettán ár. Á meðal þekktustu verka hennar hér á landi eru We are all Marlene Dietricht FOR, sem hún vann með Íslenska dansflokknum, og sólódansverk um sagnatréð góða, The Talking Tree. Upplýsingar um síðari sýningar á myndinni má nálgast á vefsíð- unni www.riff.is. - vþ Mynd um Ernu ERNA ÓMARSDÓTTIR Einn þekktasti nútímadansari okkar Íslendinga. > Ekki missa af... Sýningu Sólveigar Aðalsteins- dóttur í Listasafni ASÍ, en henni lýkur nú um helgina. Sýningin var opnuð 30. ágúst og er viðfangsefni hennar einna helst tími, rými og frá- sagnarmáttur efnanna. Verkin á sýningunni eru teikningar á pappír, viðarskúlptúrar og ljósmyndir. Sólveig hefur sýnt myndlist sína síðan árið 1980 á fjölmörgum einka- og samsýningum hérlendis og erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.