Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 48
28 26. september 2008 FÖSTUDAGUR Lesandinn er vitaskuld alveg gátt- aður á þessari bók, hún er svo fal- leg og vel úr garði gerð í alla staði, svo vönduð og smekkleg að maður er alveg stúmm, eins og nafntogað- ur listmunur á fínu listasafni eða háð, maður þorir varla að fletta og lesa ljóðin og þýðingarnar, en þá heldur ævintýrið áfram eins og ekkert sé, gefur skít í efann, sér ekki fyrir endann, þetta batnar bara, meira eða minna. Bókin er afrakstur alþjóðlegrar ljóðahátíðar, safnrit átján höfunda, tólf íslenskra, sex erlendra, öll ljóð- in birt bæði á frummáli og í þýð- ingu (stundum jafnvel fleiri en einni), allt til fyrirmyndar. Bókin er til vitnis um mikla grósku, borin uppi af sýnilegri trú á hlutverk ljóðsins, sígilt og síungt, rödd þess í skarkalanum, viðspyrnu þess og sjón-varp í samtíma, svar þess við klisjum fjölmiðla og dómara, trú á útúrsnúninga þess og orðumorð. Allir sem fæddir eru fyrir miðja síðustu öld ættu að lesa þessa bók til þrautar, aðrir gera það óumbeðn- ir vænti ég. Bókin er framhald, ekki nýtt upphaf, því síður órar um framtíð, tekur við því sem er og gerir við það eitthvað nýtt. Eru þetta tilraunaljóð? Hvað eru tilraunaljóð? Í „Hátíðarkveðju“ bjóða forsprakkar forlags og hátíð- ar lesendum að „kynnast því besta sem nú er á seyði í íslenskri ljóð- list“ – mér finnst þessi setning besta tilraunaljóðið í bókinni, auð- mýkt setningarinnar undirstrikar dramb ljóðanna ef maður les hvort tveggja sem íróníu frá rótum, og mistekst. Í skóla heyrði ég þessa skilgreiningu á tilraunaljóði: „Til- raunaljóð eru tvenns konar, tilraun sem tekst og tilraun sem mistekst, og ef tilraunin tekst er ljóðið ekki (lengur) tilraunaljóð“. Í þessu felst að tilraunaljóð er bara „eins konar“; ljóð sem mistekst. Þetta hlýtur að vera bull. Hvað er þá tilraunaljóð? Eitthvað nýtt sem á eftir að vaxa og sanna sig (eða afsanna)? Veit ekki, segir hver?, held samt að í þessari bók séu ekki tilraunaljóð, minnir of mikið á verklega eðlisfræði, þetta eru ekki skóla(stofu)ljóð. Hómó sapíens er tilraun, það var kennt í mínu ungdæmi, annars féll maður á landsprófi. Það eru nokkur frábær ljóð í þessari bók og fallegar, tilgerðar- lausar og blátt áfram þýðingar, víð- ast, (á einstaka stað ber þó á þeim leiða sið að leita samheita þegar skáldið beitir endurtekningum), spennandi skáldskapur og fagleg vinnubrögð – dæmi um fyrirmynd- arþýðingu á íslensku eru „Rótandi skepna“ (Kári Páll Óskarsson), „Pan fafla“ (Eiríkur Örn Norðdahl) og „Ef Helsinki“ (Kristín Eiríks- dóttir) – allt eru þetta líka æðisleg ljóð. Konur fara á kostum í þessari bók, hver án kapps við aðra, „Stóri hvíti maður“ (Kristín) er t.d. magn- að ljóð sem beitir lesandann líkam- legum klækjum, sér í gegnum hann eins og þriðja augað í draumi, skek- ur með því vídd hans og skerpir sýn hans á eigin skilning, „Neyt- endalögin“ (Börjel) eru drepfyndin og eitruð, „Yrðing“ (Cotten) er fagur sköpuð og klár, „Ég hef mínar efasemdir...“ (Kristín Svava), ég ekki, áleitið ljóð með einkar bragð- vísu myndmáli, „Hótel Blizz“ (Linda) sprengir stríð með friði, kveikir mannkyni von á eigin kostn- að, ég tárast, „Ox“ (Una Björk) er ljóð sem mig langar sjálfan að dreyma, hvernig sem fer ... og „Ef Helsinki“ (Nina Søs); gamanleikur ársins, skellið ykkur strax, áður en það er of seint. Svo gefa strákarnir þeim ekkert eftir, „hreinustu ljóð í heimi“, ég segi það satt (núna). Sigurður Hróarsson Fyrirmyndarbók BÓKMENNTIR Gáttir Safn nýrra ljóðaþýðinga ásamt frumtextum Nýhil 2008 ★★★★ Allir sem eru fæddir fyrir miðja síðustu öld ættu að lesa þessi ljóð til þrautar. Leikhúsunnendum sem misstu af Engisprettum á liðnu leikári gefst nú tækifæri til að sjá þessa róm- uðu leiksýningu, en efnt verður til fimm aukasýninga á verkinu nú í haust. Sýningar hefjast í Þjóðleik- húsinu um helgina. Engisprettur voru frumsýndar seint á síðasta leikári. Þetta heillandi verk serb- neska leikskáldsins Biljönu Srbljanovic vakti mikla athygli á liðnu leikári og gagnrýnendur lof- uðu sýninguna í hástert. Sýningin var tilnefnd til fimm Grímuverð- launa á liðnu vori. Þórhildur Þor- leifsdóttir var tilnefnd fyrir leik- stjórn og Guðrún S. Gísladóttir fyrir leik, en einnig hlutu útlits- hönnuðir sýningarinnar allir til- nefningu; leikmyndahöfundurinn Vytautas Narbutas, búningahöf- undurinn Filippía I. Elísdóttir og Lárus Björnsson ljósahönnuður. Biljana Srbljanovic er eitt athyglisverðasta leikskáld samtím- ans, en í leikritum sínum nær hún á einstæðan hátt að sameina leiftr- andi húmor, bráðskemmtilega per- sónusköpun, næma skoðun á mann- eskjunni og skarpa þjóðfélagsrýni. Í Engisprettum er fjallað um fjöl- skylduna, átök ólíkra kynslóða og viðleitni mannsins til að komast af, á snjallan og meinfyndinn hátt. Við kynnumst fjölda litríkra persóna og fylgjumst með því hvernig örlög þeirra tvinnast saman. Einvala lið leikara túlkar persónur verksins, þau Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Guðrún Snæ- fríður Gísladóttir, Gunnar Eyjólfs- son, Hjalti Rögnvaldsson, Pálmi Gestsson, Sólveig Arnarsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir og Þórunn Lárusdóttir. Þýðandi verksins er Davíð Þór Jónsson. Aðeins fimm sýningar verða á verkinu en nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.leik- husid.is. - pbb Engisprettur koma aftur á svið LEIKLIST Þetta samtímaverk frá Serbíu var ein athyglisverðasta sýning á liðnum vetri og nú er það tekið upp á ný. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ – EDDI Í tilefni af degi heyrnar- lausra verður leikritið Við- talið sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Viðtalið hefur áður verið sýnt við góðar viðtökur í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. Í leikritinu er fylgst með uppgjöri mæðgna; dóttirin er heyrnarlaus og er jafnframt fræg leikkona. Til stendur að blaðamað- ur taki viðtal við hana og er því fenginn táknmálstúlkur til þess að gera viðtalið mögulegt. Á meðan mæðgurnar bíða eftir blaðamann- inum fara þær, með aðstoð túlks- ins, að eiga í einlægum samskipt- um í fyrsta skipti á ævinni. Laila Margrét Arnþórsdóttir er, ásamt Margréti Pétursdóttur, höf- undur leikgerðarinnar. Laila starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá Félagi heyrnarlausra og segist í því starfi hafa kynnst sögu heyrnar- lausra hér á landi. „Heyrnar lausir eru miklir sögumenn og hafa frá mörgu að segja. Þegar ég hafði heyrt margar sögur, og allar áhugaverðar, langaði mig til að fara að vinna úr þeim. Þannig varð Viðtalið til, en í því steypti ég brot- um úr sögum margra saman í sögu þessarar einu konu.“ Leikritið er leikið bæði á íslensku og á íslensku táknmáli og gerir því bæði heyrandi og heyrnarlausum kleift að njóta þess á jöfnum grundvelli. Leikritið tilheyrir þannig leikhúshefð sem kallast döff-leikhús, eða leikhús heyrnar- lausra. Að sögn Lailu er döff-leik- hús í sókn hér á landi. „Til stendur að hefja samstarf við Þjóðleikhús- ið um uppsetningu fleiri döff-leik- verka. Við verðum þó að taka tillit til þess að hér á landi er samfélag heyrnarlausra svo lítið að döff- sýningar verða að geta höfðað jafnt til heyrnarlausra og heyr- andi.“ Viðtalið hefur þegar verið selt til Danmerkur þar sem leikhús heyrnarlausra vinnur nú að þýð- ingu þess. Einnig hefur skoska leikhúsið Solarbear, sem sérhæfir sig í sýningum fyrir heyrnarlausa og daufblinda, sýnt því áhuga að setja verkið upp. Það er því ljóst að íslenskt döff-leikhús er í sókn á fleiri vígstöðvum en hér heima. Viðtalið verður sýnt í Kúlunni, sviði Þjóðleikhússins, í kvöld kl. 20. Draumasmiðjan setur sýning- una upp. vigdis@frettabladid.is Heimur heyrnarlausra DÖFF-LEIKHÚS Atriði úr leikritinu Viðtalið. Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason Ekki missa af eldfjörugum söngleik sun. 28/9 örfá sæti laus Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 28/ 9 þrjár sýningar, örfá sæti laus Nánar á www.leikhusid.is Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna! sun. 28/9 kl. 14 örfá sæti laus Engisprettur Biljana Srbljanovic Einstakt tækifæri, aðeins fimm sýningar! fös. 26/9, lau. 27/9 örfá sæti laus Opið kort Áskriftarkort Forskotskort Þú sparar í allan vetur! Kortasalan í fullum gangi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari hefur verið tilnefnd til Deutsche Börse Photographic Prize fyrir sýningu sína Margsaga sem nú er uppi í Gallerí Ágúst á Baldurs- götunni í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til samtímaljósmyndunar í Evrópu á síðastliðnu ári. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru listamennirnir Esko Männikkö, Rineke Dijkstra og Andreas Gursky. Tilnefning til verðlaunanna er í höndum alþjóðlegs faghóps. Dóm- nefnd velur fjóra úr hópi hinna til- nefndu og verður sýning með verkum þeirra sett upp í hinu virta Photographers’ Gallery í London á næsta ári. Fyrstu verðlaun nema rúmlega fimm milljónum íslenskra króna en það mun vera með hæstu verðlaunaupphæðum í listheimin- um. Um þessar mundir eru tvær sýningar í Reykjavík á ljósmynda- verkum Katrínar sem er einn af eftirtektarverðustu ljósmyndur- um okkar en hún sýnir líka ljós- myndir sínar af flóttamönnum á Íslandi í Ljósmyndasafni Reykja- víkur. Í tilefni af tilnefningu Katr- ínar mun sýningin Margsaga verða framlengd til 14. október. Gallerí Ágúst er opið miðvikudaga til laugardaga kl. 12-17, en sýning þeirra Sigrúnar Sigurðardóttur, Heima - heiman í Ljósmyndasafn- inu er opin til 23. nóvember og er opin frá 12-19 virka daga, en frá 13-17 um helgar. - pbb Katrín á sigurbraut LJÓSMYNDIR Katrín Elvarsdóttir ljós- myndari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.