Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 52
32 26. september 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík sem sett var í gær er nú haldin í fimmta skipti. Á henni hafa undanfarin ár verið sýndar eftirminnilegar tónlistarmyndir. Fyrir tveimur árum fengum við t.d. að sjá Daft Punk-myndina Electroma í viðurvist þeirra Thomas Bangalter og Guy-Manuel de Homem-Christo og í fyrra var það leikna heimildar- myndin Control um Ian Curtis og Manchester-sveitina Joy Division. Í ár er tónlistarþemað tekið enn lengra því að nú hefur verið stofnaður sérstakur flokkur um tónlistarmyndir, Sound on Sight, eða Hljóð í mynd á íslensku. Í þeim flokki eru í ár sýndar níu myndir hver annarri forvitnilegri. Berlín kallar og Berlínaróður eru ólíkar, en fjalla báðar um gróskuna í tónlistarlíf- inu í Berlín. Squeezebox fjallar um hommaklúbb í New York sem Rudy Giuliani lét loka, Lou Reed’s Berlin er tekin upp á sex tónleikum í New York þar sem Lou Reed flutti sína vanmetn- ustu plötu í heild sinni, en inn í myndina fléttar leikstjórinn Julian Schnabel leiknum atriðum. Þungarokk í Bagdad fjallar um það og Villt samsetn- ing fjallar um tónlistarmanninn Arthur Russel sem lést úr alnæmi 1992. Sérstök sýning verður á Sögu Borgarættarinnar við undirleik hljómsveitarinnar Hjaltalín og svo eru tvær íslenskar myndir. Teipið gengur fjallar um gerð plötunnar Oft spurði ég mömmu. Ágæt mynd sem fylgdi með plötunni á DVD. Mest tilhlökkun er hins vegar að sjá íslensku myndina Rafmögnuð Reykjavík eftir Arnar Jónasson sem fjallar um raf- og danstónlistar- senuna á Íslandi og hefur verið mörg ár í vinnslu. Í henni er fullt af tónlist og viðtölum við gerendur á senunni; Biogen, Gusgus, Anonym- ous, Ghostigital, Grétar í Þrumunni, Þórhallur í Thule og Aggi Agzilla eru þar á meðal. Íslenska raftónlistarsenan hefur mjög lítið verið dokúmenteruð og þess vegna er það sérstakt ánægjuefni að fá loks mynd sem reynir að ná utan um hana. Tónelsk kvikmyndahátíð TILHLÖKKUN Gusgus kemur við sögu í heimildarmyndinni Rafmögnuð Reykjavík sem verður frumsýnd á morgun. > Í SPILARANUM Motion Boys - Hang on Glasvegas - Glasvegas Alphabeat - This Is Alphabeat TV on the Radio - Dear Science Kings of Leon - Only by the Night MOTION BOYS KINGS OF LEON > Plata vikunnar Sesar A - Of gott ★★★ „Þó að textarnir á Of gott séu ekki eftirminnilegir þá er tónlistin flott og nokkur frábær lög, t.d. Worldwide og Hosur grænar.“ TJ Góður rómur var gerður að London Airwaves- hátíðinni sem haldin var um síðustu helgi. Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, segir að hátíðin verði haldin aftur á næsta ári og verið sé að skoða hvort Airwaves verði hald- in í fleiri löndum í framtíð- inni. Alls voru átta skemmtistaðir í Shoreditch-hverfinu í London lagðir undir fyrstu London Air- waves-hátíðina um síðustu helgi. Fjöldi hljómsveita og plötusnúða kom fram, allt listamenn sem telj- ast ungir og upprennandi. Nokkr- ar hljómsveitanna á London Air- waves eru væntanlegar á Iceland Airwaves í næsta mánuði, til að mynda Familjen, Pnau og Young Knives. Íslensku hljómsveitirnar Steed Lord og FM Belfast komu fram og vöktu talsverða athygli. Fjöldi Íslendinga sótti hátíðina heim og lét vel í sér heyra þegar Íslendingarnir stigu á svið. Allt púðrið í eina tunnu Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, sá um framkvæmd hátíð- arinnar ásamt fjölda Íslendinga. Þar á meðal voru Egill Tómas son, Sara María Eyþórsdóttir, Róbert Aron Magnússon og Bjarni Knúts- son. Þorsteinn sagði í samtali við Fréttablaðið að hann væri nokkuð ánægður með hvernig hátíðin í London heppnaðist. „Ég hefði vilj- að sjá aðeins meiri sölu en annars er ég mjög ánægður. Við fengum mikla um fjöllun í fjölmiðlum og viðbrögðin voru alls staðar góð,“ segir hann. Um 2.300 gestir voru á hátíðinni auk rúmlega tvö hundruð blaðamanna. Þorsteinn er spurður hvort Hr. Örlygur hafi hagnast á hátíðinni í London. „Nei, en við vorum mjög nálægt núllinu. Við erum sjálfsagt að borga eitthvað með þessu. Við höfum áður haldið kynningar tónleika fyrir Airwaves í Skandinavíu og í London og höfum verið að borga með þeim. Nú settum við bara allt púðrið í eina tunnu og það kemur svipað út. Þetta er bara markaðsátak og þau kosta alltaf sitt.“ Aðspurður viðurkennir Þor- steinn að ýmsir byrjunarörðug- leikar hafi komið upp við fram- kvæmd London Airwaves. Þeir hafi þó allir reynst smávægilegir. „Við sáum eiginlega bara hversu allt tæknifólk og „crew“ er gott á Íslandi. Þarna vorum við að vinna í fyrsta skipti með fólki og það gekk misvel.“ Hann segir að það hafi verið rétt ákvörðun að láta hátíðina aðeins standa í eitt kvöld, öfugt við þau þrjú eða fjögur eins og tíðkast hér á landi. Útrásin heldur áfram „Ég get staðfest að hátíðin verður haldin aftur í London næsta haust. Hvort það verður aftur á nákvæm- lega sama stað á hins vegar eftir að koma í ljós,“ segir Þorsteinn sem segir að hátíðin í London hafi styrkt Airwaves-vörumerkið mikið. Það liggur því beint við að spyrja hann hvort ætlunin sé að halda áfram með útrásina, hvort Airwaves verði haldin í fleiri löndum á næstunni. „Við erum að skoða fleiri lönd. Ég vil ekki vera með neinar yfirlýsingar en við erum að velta þessu fyrir okkur.“ Nú eru tæpar þrjár vikur í Ice- land Airwaves-hátíðina og segir Þorsteinn að undirbúningur gangi vel. „Við sáum nokkur af þessum böndum úti í London og þau komu gríðarlega á óvart. Þetta verður sterk hátíð, enda hefur salan gengið vel. Við búumst við að það verði uppselt eins og hingað til.“ hdm@frettabladid.is Iceland Airwaves í útrás ÍSLENDINGAR Á LONDON AIRWAVES Bjarni Knútsson öryggisvörður, Sara María Eyþórsdóttir og Þorsteinn Stephensen stóðu vaktina í Rough Trade-plötubúðinni á Brick Lane. Þar fór miðasala fram fyrir London Airwaves um síðustu helgi. STEED LORD Svala Björgvins og strákarnir voru í góðu stuði á hátíðinni og vöktu talsverða lukku. Heimildarmyndin Berlin Song er sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF ásamt öðrum tónlistarmyndum í flokknum Hljóð í mynd. Myndin fjallar um sex tónlistar- menn og hvernig þeir upplifa Berlin. Þýski leikstjórinn heitir Uli M. Schuepp- el og gerði meðal annars heimildarmynd- ina The Road to God Knows Where um Evróputúr Nicks Cave. Þá hefur hann unnið með Einstürzende Neubauten og síðast en ekki síst hljómsveitinni Singapore Sling. Uli leikstýrði mynd- bandi við lag Slingsins, „Godman“, sem verður á plötunni Confusion then Death sem væntanleg er á næstu vikum. Berlínarmynd Slingstjóra ÍSLANDSVINUR Uli M. Schueppel leikstýrði Slinginu og stýrir Berlin Song. NÝ R S ING STA R LEN DIR 24 . SE PTE MB ER SENDU BTC SHH Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! VINNINGAR ERU SINGSTAR HOTTEST HITS OG AÐRIR SINGSTARLEIKIR, DVD, PEPSI OG FLEIRA! Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . 12. 30 sjóðheit popplög í glænýjum Singstar leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.