Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 57
FÖSTUDAGUR 26. september 2008 Töframaðurinn David Blaine er kominn aftur á fæturna eftir að hafa hangið á hvolfi í sextíu klukkustundir í New York. Ekki voru allir jafnhrifnir af uppátæk- inu og kvörtuðu yfir því að Blaine hefði gabbað áhorfendur því hann tók sér oft pásur til að drekka, pissa og gangast undir læknis- próf. „Mér fannst þetta ekki merki- legt,“ sagði Joshua Youselowitz, 31 árs bankamaður. „Ég hefði átt að vera heima hjá mér. Ef hann hefði ekki heitið David Blaine hefði ég aldrei komið.“ Þrátt fyrir óánægjuraddir er ljóst að uppá- tækið reyndi mjög á andlegan og líkamlegan styrk Blaine. Læknar töldu hættu á að hann yrði blindur og fengi heilaskaða en hann slapp ómeiddur. Mörg hundruð manns fögnuðu þegar Blaine stóð á fætur, auk þess sem hægt var að fylgjast með í beinni útsendingu á sjón- varpsstöðinni ABC. Kominn á fætur Á HVOLFI David Blaine hékk á hvolfi í sextíu klukkustundir í New York. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Johnny Depp er sagður hafa samþykkt að leika í nýrri kvikmynd byggðri á sjónvarps- þáttaröðinni The Lone Ranger. Fer Depp með hlutverk hins snjalla aðstoðarmanns The Lone Ranger, indíánans Tonto. Framleiðandi myndarinnar verður Jerry Bruckheimer, sem er maðurinn á bak við Pirates of the Caribbean-myndirnar sem Depp hefur leikið í. Hefur Depp einmitt samþykkt að leika sjóræningjann Jack Sparrow í fjórðu Pirates-myndinni. Depp er með fleiri járn í eldinum því talið er að hann ætli að leika í nýrri mynd um Lísu í Undralandi í leikstjórn vinar síns Tims Burton. Johnny Depp í Lone Ranger JOHNNY DEPP Á að leika í nýrri kvik- mynd um grímuklædda kúrekann. Wanker of the 1st Degree er lista- mannsnafn Jósefs Karls Gunnars- sonar. Retrograde er hans fyrsta plata. Hún er öll unnin í tölvu. Eins og nafnið gefur til kynna er Jósef á nokkuð annarri leið heldur en flestir ungir tónlistarmenn í dag. Hann leitar til baka og áhrif frá tón- list níunda áratugarins eru áber- andi. Nöfn eins og Human League (í upphafi ferils), Gary Numan og Telex koma upp í hugann. Það er margt ágætlega gert á Retrograde, fínir taktar og melód- íur leynast í þessari sextán laga súpu. Það vantar hins vegar tilfinnan lega meiri fókus. Mörg lag- anna hljóma meira eins og skissur heldur en fullkláruð lög. Það hefði verið sterkari leikur hjá Jósef að hafa lögin færri og leggja meiri vinnu í hvert og eitt. Á heildina litið er Retrograde þokkalegt byrjendaverk. Jósef er efnilegur, en hann á samt enn nokk- uð langt í land. Trausti Júlíusson Vantar fókus TÓNLIST Retrograde Wanker of the 1st Degree ★★ Þrátt fyrir að fínir taktar og melódíur leynist á þessari sextán laga plötu er heildin of ómarkviss. Í VERSLUNUM BÓNUS ATH! SÍÐASTA HELGIN DVD MARKAÐUR 898 kr. stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.