Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 58
38 26. september 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is > Margrét Lára til Los Angeles? Bandaríska atvinnumannaliðið Los Angeles valdi Margréti Láru Viðarsdóttur í útlendingavali deildarinnar. Félagið hefur þar með forgang á að ræða við Margréti Láru og verður að koma í ljós síðar hvort Margrét hafi áhuga á að leika með félaginu. Ný atvinnumannadeild kvenna hefst í Bandaríkjunum á næsta ári og stefna deildarinnar er að lokka sem flestar af stórstjörnum kvenna- boltans til landsins og Margrét Lára er þar á meðal. Margrét hefur áður lýst því yfir að hún stefni á að reyna fyrir sér erlendis á næsta ári. FÓTBOLTI Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollands, hefur ákveðið að halda sig við sama tuttugu manna hópinn fyrir leikina gegn Íslandi og Noregi í undan- keppni HM 2010 og vann Make- dóníu 1-2 í opnunarleik liðsins. Wesley Sneijder, leikmaður Real Madrid, er ekki í hópnum en hann er nýbyrjaður að æfa aftur eftir að hafa jafnað sig á meiðsl- um sem hann hlaut í æfingaleik gegn Arsenal 3. ágúst. Í fyrstu var talið að Sneijder yrði frá í þrjá mánuði og hann er því kominn aftur til starfa talsvert fyrr en áætlað var. Átján manna hópur Hollands verður tilkynntur 3. október. - óþ Undankeppni HM 2010: 20-manna hóp- ur Hollands LANDSLIÐSHÓPUR HOLLANDS Markverðir: Maarten Stekelenburg (Ajax) Henk Timmer (Feyenoord) Varnarmenn: Khalid Boulahrouz (Stuttgart) Giovanni van Bronckhorst (Feyen.) Tim de Cler (Feyenoord) John Heitinga (Atletico Madrid) Joris Mathijsen (Hamburg) André Ooijer (Blackburn) Miðjumenn: Ibrahim Afellay (PSV) Mark van Bommel (Bayern München) Orlando Engelaar (Schalke) Nigel de Jong (Hamburg) Rafael van der Vaart (Real Madrid) Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar) Framherjar: Ryan Babel (Liverpool) Klaas-Jan Huntelaar (Ajax) Dirk Kuyt (Liverpool) Robin van Persie (Arsenal) Arjen Robben (Real Madrid) Jan Vennegoor of Hesselink (Celtic) N1 deild karla í handbolta FH-HK 33-36 (16-20) Mörk FH (skot): Aron Pálmason 12/2 (27/3), Arnbjörn Friðriksson 5 (8), Guðmundur Pet- ersen 4 (6), Sigurður Ágústsson 4 (6), Ólafur Guðmundsson 3 (6), Hjörtur Hinriksson 2 (2), Sigursteinn Arndal 1 (1), Guðni Kristinsson 1 (1), Jón H. Jónsson 1 (3), Benedikt Kristinsson 0 (1). Varin skot: Magnús Sigmundsson 19 (26/5) 42%, Daníel Andrésson 1 (10/3) 9% Hraðaupphlaup: 5 (Aron, Sigurður, Jón, Sigur- steinn, Ólafur) Fiskuð víti: 2 (Aron, Sigurður) Utan vallar: 8 mínútur Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 15/8 (19/8), Brynjar Hreggviðsson 5 (6), Einar Ingi Hrafnsson 4 (5), Ásbjörn Stefánsson 4 (6), Sigur- geir Árni Ægisson 3 (3), Gunnar Steinn Jónsson 3 (5), Ólafur Bjarki Ragnarsson 2 (4), Jón Björgvin Pétursson 0 (3). varin skot: Sveinbjörn Pétursson 19 (33/2) 37% Hraðaupphlaup: 9 (Brynjar 3, Sigurgeir Árni 3, Valdimar Fannar 2, Ásbjörn) Fiskuð víti: 8 (Einar Ingi 3, Gunnar Steinn, Ásbjörn, Ólafur Bjarki, Jón Björgvin, Arnar Þór) Utan vallar: 10 mínútur Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifs- son, sæmilegir. Fram-Víkingur 36-30 (16-15) Mörk Fram: Magnús Stefánsson 11, Haraldur Þorvarðarson 9, Rúnar Kárason 5, Stefán Baldvin Stefánsson 4, Guðjón Finnur Drengsson 3, Guðmundur Hermannsson 2, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Jóhann Karl Reynisson 1. Mörk Víkings: Sverrir Hermannsson 8, Hjálmar Þór Arnarsson 6, Pálmar Sigurjónsson 3, Brynjar Loftsson 3, Þröstur Þráinsson 3, Óttar Pétursson 3, Sveinn Þorgeirsson 2, Davíð Ágústsson 2. ÚRSLIT FRAKKLAND-ÍSLAND ÓSKAR ÓFEIGUR JÓNSSON skrifar frá Frakklandi ooj@frettabladid.is Hólmfríður Magnúsdóttir meiddist á æfingu með landsliðinu í gær og enn er óvíst hvort hún geti verið með í leiknum mikilvæga á móti Frökkum á laugardaginn. Hólmfríður verður í meðferð sjúkraþjálfara og læknis fram að leik. „Þetta var fyrsta æfingin sem ég tók þátt í síðan lands- liðið kom saman og ég þurfti að hætta á miðri æfingu. Ég fékk mjög þungt högg í kviðinn og þetta var mjög vont. Ég hvíldi síðan á seinni æfingunni enda var það skynsamlegt að hvíla og sjá síðan til á morgun,” lýsir Hólmfríður en hún er mjög ákveðin í að spila á móti Frökkum. „Það þarf mikið til þess að maður afskrifi þenn- an leik því maður er búinn að bíða lengi eftir honum,” segir Hólmfríður ákveðin en Reynir Björn Björnsson, læknir liðsins, var þó ekki tilbúinn að lofa neinu í þessu sambandi í gær. „Ég er í meðferð hjá bæði sjúkraþjálf- ara og lækni og vonandi get ég tekið þátt í síðustu æfingunni. Það þarf mikið til að maður sleppi svona leik,” segir Hólmfríður og bætir við: „Maður gleymir yfirleitt því sem maður er búinn að lenda í þegar maður heyrir þjóðsönginn. Þá er bara að bíta á jaxlinn.” Hólmfríður hafði ekkert æft með landsliðinu þar sem hún meiddist í bikarúrslitaleiknum. Hólmfríður bætti sínu þriðja marki við eftir að hafa meiðst en kláraði samt leikinn af sinni alkunnu hörku og bætti meira að segja þriðja marki sínu við. „Ég meiddist í kálfanum í öðru markinu en ég var ekki mikið að biðja um skiptingu því það þarf mikið til þess að maður fari út af í úrslitaleik,” segir Hólmfríður, sem er ekki vön að hlífa sér á vellinum. „Ég vil oft sækja hratt og vaða áfram og lendi oft illa í því. Ég er bara þannig leikmaður að ég læt bara allt vaða og vonast til að meiðast ekki. Ég er samt búin að vera svolítið óheppin í sumar. Maður verður að þora,” segir Hólmfríður að lokum. HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR: MEIDDIST Á ÆFINGU Í GÆR OG ER TÆP FYRIR FRAKKALEIKINN Það þarf mikið til að maður sleppi svona leik HANDBOLTI HK-ingar máttu hafa sig alla við til þess að landa sigri gegn nýliðum FH í Kaplakrika í gærkvöld. Valdimar Fannar Þórs- son fór á kostum hjá HK og skor- aði fimmtán mörk. „Þeir neituðu bara að gefast upp. Þetta var erfitt og við þurft- um virkilega að hafa fyrir sigrin- um þar sem þeir hætta bara ekki að hlaupa. FH á örugglega eftir að taka mikið af stigum í vetur og þá sérstaklega í Krikanum,“ segir Valdimar Fannar Þórsson. Valdimar var ánægður með sig- urinn og telur að HK-liðið eigi mikið inni ennþá. „Við erum náttúrlega með marga nýja leikmenn sem eiga eftir að spila sig saman og ég held að þetta sé allt á réttri leið. Það er alla vega fínt að ná í sigur hér eftir ruglið gegn Fram í fyrstu umferð- inni,“ segir Valdimar Fannar. Nýliðar FH byrjuðu leikinn af krafti og komust fljótt í 4-1 en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn náði HK föstum tökum á leiknum. HK-vörnin, með Sverre Andr- eas Jakobsson fremstan í flokki, hrökk í gang um miðbik fyrri hálf- leiks og í framhaldi að því fékk liðið auðveld hraðaupphlaups- mörk og staðan var 16-20 gestun- um í vil þegar flautað var til hálf- leiks. FH-ingar voru þó ekki á því að gefast upp í síðari hálfleik og hleyptu HK-ingum aldrei langt fram úr sér og söxuðu á forskotið jafnt og þétt. Þegar fimm mínútur lifðu leiks var munurinn kominn niður í eitt mark 29-30 og allt ætlaði um koll að keyra í Kaplakrika. HK-ingar héldu þó haus og sigldu fram úr á nýjan leik og lokatölur urðu 33-36. Hinn ungi og efnilegi Aron Pálmason var allt í öllu hjá FH og skoraði tólf mörk. „Það var mjög fúlt að tapa leiknum en við sýnd- um það að ef við fáum áhorfendur með okkur á heimavelli, þá eigum við roð í hvað lið sem er í deild- inni. Við förum í hvern leik til þess að vinna. Við berum vissa virðingu fyrir andstæðingum okkar hverju sinni, en samt ekki of mikla,“ segir Aron á léttum nótum. - óþ Stórleikur Valdimars Fannars Þórssonar tryggði HK bæði stigin gegn baráttuglöðu liði FH í Hafnarfirði: Nýliðar FH létu HK hafa fyrir hlutunum STERKUR Silfurstrákurinn Sverre Jakobsson, sem kominn er í raðir HK, lét finna fyrir sér í Krikanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið er aðeins 90 mínútum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi. Stelp- urnar okkar mæta Frökkum í úrslitaleik riðilsins í La Roche sur Yon á laugardaginn og þær vita að nú fylgist öll þjóðin með þeim. Þóra Björg Helgadóttir, mark- vörður íslenska liðsins, hefur lifað tímana tvenna í þessu en hún hefur staðið í marki íslenska liðs- ins í að verða áratug. Þegar Þóra var að byrja með A- landsliðinu var kvennalandsliðið að spila fyrir örfáa áhorfendur en núna er öll þjóðin að fylgjast með því. „Þetta hefur verið hægt ferli frá því að Jörundur Áki var með liðið. Fyrsta skrefið var tekið þegar við spiluðum á móti Ítalíu og við sátum fyrir á bikiní. Ásthildur vann gríðarlega mikla vinnu í að koma þessum auglýsingum og plakötum af stað. Þá byrjaði bolt- inn að rúlla og Jöri var líka fyrsti þjálfarinn sem barði í okkur sjálfs- traust í að þora að sækja. Íslensku landsliðin öll hafa verið að glíma við það að pakka bara í vörn en það vinnur enginn riðil á að pakka í vörn,“ segir Þóra, sem er í góðri stöðu til þess að sjá hvað mikið hefur breyst á þessum tíma. „Það er frábært að hafa verið hluti af liðinu allan þennan tíma og hafa séð okkur þróast og KSÍ með. Allt batteríið í kringum liðið er orðið svo samstillt, stórt og frá- bært,“ segir Þóra, sem er ánægð með að stelpurnar hafi fengið að vera út af fyrir sig í strandbænum Saint de Monts. „Ég held að það hafi verið rosalega góð ákvörðun hjá KSÍ að draga okkur aðeins út úr. Það er mikið af fólki að koma og mikið af okkar fjölskyldum. Við verðum bara saman liðið og enginn annar,“ segir Þóra, sem veit líka að það tók langan tíma að jafna sig eftir langt ferðalag þvert yfir Frakkland. „Það var líka góð ákvörðun að fara fyrr því ferðalagið hjá stelp- unum var víst ekki skemmtilegt. Það var aðeins léttara fyrir mig,“ segir Þóra, sem er að spila með Anderlecht í Belgíu. „Þetta gefur okkur líka aðeins meiri tíma því við erum þrjár sem sjáum liðið sjaldan. Ég sjálf hafði sem dæmi ekki hitt neinn í liðinu síðan í síð- asta leik sem var í júní. Það er frá- bært fyrir okkur að fá aukadag til þess að komast inn í liðið aftur,“ segir Þóra. En að leiknum sjálfum. Hvernig er staðan á liðinu? „Ég hef engar áhyggjur af fótboltalegu hliðinni eða okkar leikmönnum því ég held að Siggi Raggi verði í mestu basli með að velja liðið. Það eina sem maður hefur áhyggjur af er að spennustigið og hausinn sé í lagi. Þetta er stór leikur og það er mikið áreiti,“ segir Þóra en það var létt- ur andi yfir stelpunum í gær og það ljóst að þær ætla að koma til- búnar í leikinn á laugardaginn. Stelpurnar okkar eiga sviðsljósið Þóra Björg Helgadóttir hefur lifað tímanna tvenna með A-landsliði kvenna. Hún er stolt af því að hafa tekið öll stóru skrefin með liðinu undanfarin áratug. Liðið getur tekið stærsta skrefið á laugardaginn. UNDIRBÚNINGUR Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari fer yfir málin með Eddu Garðarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN REYNSLUBOLTI Þóra Björg Helgadóttir mun standa á milli stanganna í leiknum á laugardag. Hún segir frábært að sjá þá þróun sem hafi orðið í kringum landsliðið á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.