Fréttablaðið - 28.09.2008, Side 1

Fréttablaðið - 28.09.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 28. september 2008 — 264. tölublað — 8. árgangur STELPURNAR OKKAR TÖPUÐU OG GRÉTU Þurfa að fara Krísu- víkurleiðina á EM FÓLK Meðlimir Sigur Rósar leggja áherslu á að halda hlutunum innan fjölskyldunnar, eins og sannaðist þegar hljómsveitin For a Minor Reflection var valin til að hita upp fyrir hana á tónleikaferð um Evrópu í nóvember. Gítarleikari For a Minor Reflection, hinn nítján ára Kjartan Holm, er bróðir Georgs Holm, bassaleikara Sigur Rósar, sem er þessa dagana á tónleika- ferð um Bandaríkin. Þar hitar hljómsveitin Parachutes upp, sem hefur á að skipa Alex Somers, kærasta söngvarans Jónsa. Í gegnum árin hefur reyndar strengjasveitin Amiina hitað upp fyrir Sigur Rós við góðan orðstír. Ein úr sveitinni, María Huld Markan, er einmitt eiginkona hljómborðsleikarans Kjartans Sveinssonar. - fb / sjá síðu 26 Hljómsveitin Sigur Rós: Fjölskyldan í fyrirrúmi SÉR UM SÍNA Hljómsveitin Sigur Rós leggur áherslu á að halda hlutunum innan fjölskyldunnar. Núna þarftu aðeins að sofa í 6 nætur þar til við opnum íGrafarvogi Korputorg 112 REYKJAVÍK 49,65% 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið 24 s tu nd ir M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 46% meiri lestur en 24 stundir og 116% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög OKTÓBER 2008 HVAR Á AÐ GISTA, BORÐA OG SKEMMTA SÉR? HEITARHELGARFERÐIR PERLAN Í AUSTRI PHUKET FYLGIR Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÞURRT EYSTRA Í dag verða yfirleitt suðvestan 3-8 m/s. Skýjað með köflum og þurrt austan til, annars hætt við skúraveðri og slydduéljum á fjöllum. Hiti 4-12 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 9 7 8 109 14Gæti bjargað 45 manns á ári Hjartaheill er með dagskrá á alþjóðlegum degi hjartans í dag FÓLK „Hann var svo fljótur að taka við að það var hvetjandi,“ segir Rannveig Sverrisdóttir, móðir Arnar Kjartanssonar, sem átján mánaða gamall kunni 45 tákn og gat þannig tjáð sig mun nákvæm- ar en flest börn á hans aldri. Bandarískar rannsóknir sýna að ómálga börn geta lært að tjá sig með táknum, og hefur aðferðin verið vinsæl þar í landi meðal foreldra smábarna sem sjá tækifæri í betri samskiptum við smábörn. Þegar Rannveig heyrði af aðferðinni ákvað hún að kenna syninum tákn. - sbt / sjá síðu 12 Ómálga ungbörn: Geta tjáð sig með táknum VAR REKINN ÚR SKÓLA ÞRETTÁN ÁRA Jóhannes Kr. Kristjánsson ræðir barnæskuna, blaða- mennskuna og fjöl- skylduna. VIÐTAL 10 LÖGGÆSLUMÁL „Það, sem gerðist var, að Jóhann R. Benediktsson snerist gegn ákvörðun ráðuneytis- ins, af því að hann sætti sig ekki við að stjórna ekki áfram bæði lög- reglu og tollvörðum,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Eins og fram kom í Frétta blaðinu í gær gagnrýndi Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, framgöngu Björns við uppstokkun á lögreglu- embættinu á Suðurnesjum og sagð- ist hann líta svo á að Björn hefði látið sig fara þegar hann auglýsti stöðu hans lausa til umsóknar. Enn fremur sagði Jóhann að Björn hefði ekki virt sig svars þegar hann vildi ræða alvarlega stöðu embættisins vegna útlits fyrir 250 milljóna króna halla á rekstri embættisins á síðasta ári. „Ég skil því miður ekki, hvað Jóhann er að fara með þessum orðum,“ segir Björn spurður um þá gagnrýnina. „Hann lagði tillögur fyrir ráðuneytið um uppsagnir fjölda manna en sagðist ekki treysta sér til að standa að fram- kvæmd þeirra. Við svo búið var staðan orðin sú, að ég ákvað að skipta embættinu í þrennt.“ Í aðsendri grein Björns sem birt er í Fréttablaðinu í dag segist hann hafa lagt sig fram í sinni ráðherra- tíð um að auðvelda Jóhanni vista- skiptin. „... meðal annars á löngum einka- fundi á heimili mínu, skömmu eftir að ég kom af sjúkrahúsi vorið 2007. Jóhann má túlka þessi samskipti okkar á þann veg, sem honum þykir nú hæfa og sagt þau til marks um hroka eða að vera gamaldags,“ skrifar Björn. - jse / sjá síðu 8 Segir Jóhann ósáttan að fá ekki að stjórna Ráðherra segir Jóhann R. Benediktsson hafa snúist gegn ákvörðun um upp- stokkun þar sem hann hafi verið ósáttur við að fá ekki að stjórna bæði lögreglu og tollvörðum. Jóhann hafi lagt til að fækka fólki en ekki viljað gera það sjálfur. FJÁRMÁL „Ég held að menn oftúlki þetta svolítið og að þetta eigi ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar,“ segir Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, sagði í blaðinu í gær að það væri „alveg ljóst“ að sú staðreynd hefði neikvæð áhrif á gengið að ekki tókust gjaldmiðlaskiptasamning- ar milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Bandaríkjanna. Seðla- bankastjóri segir þó ekki þörf á að hafa fleiri orð um þetta. Seðlabankastjórarnir funduðu með forsætisráðherra í Stjórnar- ráðinu í gær og segir Ingimundur að fundurinn hafi verið „venju- legur upplýsingafundur“. Farið hafi verið yfir stöðu mála, en hann vill ekki greina frá því hver hún er. Samkvæmt heimildum blaðsins ræddi Geir H. Haarde um efna- hagsmálin við fjölda erlendra ráðamanna á ferð sinni á þing Sameinuðu þjóðanna um helgina, en ekki er vitað hvort nokkuð hafi komið út úr því. - kóþ / sjá síðu 4 Seðlabankastjóri um skipbrot samningagerðar við Bandaríkjamenn: Á ekki að hafa áhrif á gengið 20 SIGURKOSSINN FH-ingarnir Davíð Þór Viðarsson og Tryggvi Guðmundsson kyssa hér Íslandsbikarinn í Árbænum í gær. FH varð meistari eftir dramatíska lokaumferð þar sem lengi vel leit út fyrir að Keflavík yrði meistari. Keflvíkingar töpuðu niður 1-0 forskoti og lágu fyrir Fram, 1-2, á meðan FH sigraði Fylki í Árbænum, 0-2. FH fékk stigi meir en Keflavík í deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.