Fréttablaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 8
8 28. september 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík verður settur miðvikudaginn 1. október. Í skólanum verður náin samvinna milli 5 ára leikskólabarna og yngsta stigs grunnskólabarna. Tveir grunnskólakennarar og tveir leikskóla- kennarar munu starfa með börnunum ásamt skólastjórnendum. Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefnunnar. Skólinn er í húsnæði Laufásborgar við Laufásveg. Barnaskólinn í Reykjavík getur tekið við örfáum nemendum til viðbótar. Hægt er að senda umsóknir og fyrirspurnir á netfangið aslaug@hjalli.is eða í síma 770-2221. Margrét Pála Ólafsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir skólastjórnendur. UMRÆÐAN Björn Bjarnason dóms- málaráðherra svarar gagnrýni lögreglustjór- ans á Suðurnesjum. Hinn 1. janúar 2007 var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum stofnað og var Jóhann Benediktsson, sem hafði verið sýslumaður á Keflavíkur flugvelli síðan 1999, skipaður í embættið. Fram til 1. janúar 2007 starfaði Jóhann Benediktsson undir forræði utanríkisráðuneytis og hann var starfsmaður í utanríkisþjónust- unni, þegar utanríkisráðherra skipaði hann sem sýslumann. Jóhann var eini sýslumaðurinn undir forræði utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytis og fór auk lögreglumála með stjórn tollamála og flugverndar mála í umboði utanríkis ráðherra. Nánustu yfirmenn Jóhanns voru stjórnar- erindrekar eða diplómatar, sem gegndu að jafnaði störfum hér á landi í nokkur ár, enda skylt að hlíta fyrirmælum um flutning milli landa. Breytt starfsumhverfi Með flutningnum til dóms- og kirkjumálaráðuneytis breyttist allt starfsumhverfi Jóhanns. Hann féll inn í stjórnkerfi dóms- og kirkju- málaráðuneytisins, þar sem embætti ríkislögreglustjóra hefur skýru lögbundnu hlutverki að gegna sem milliliður með sérþekk- ingu milli ráðuneytis og einstakra lögregluembætta. Innan dóms- og kirkjumálaráðuneytis er mikil reynsla af lögreglustjórn, eftirliti með fjárhag og rekstri lögregluembætta auk alls þess, sem þarf að hafa í heiðri við löggæslu og framkvæmd hennar. Nú þegar Jóhann hefur beðist lausnar og veitir viðtöl af því tilefni, beinist gagnrýni hans að mér persónulega, ríkislög- reglustjóra og nú síðast dómsmálaráðuneyti og jafnvel nafngreindum embættis- mönnum innan þess. Um persónuleg samskipti okkar Jóhanns ítreka ég, að í ráðherratíð minni hef ég lagt mig fram um að auðvelda honum vistaskiptin, meðal annars á löngum einkafundi á heimili mínu, skömmu eftir að ég kom af sjúkrahúsi vorið 2007. Jóhann má túlka þessi samskipti okkar á þann veg, sem honum þykir nú hæfa og sagt þau til marks um hroka eða að vera gamaldags. Ég mótmæli því hins vegar eindregið og afdráttarlaust, að vegið sé að starfsheiðri einstakra embættismanna, embætti ríkislög- reglustjóra eða dóms- og kirkju- málaráðuneytinu og hæfni þeirra, sem fara með yfirstjórn lögreglu- mála, á þann veg, sem Jóhann kýs að gera. Þessi embætti eða embættismenn eiga það alls ekki skilið og til þeirra ber ég fullt traust. Undir forræði ríkislögreglustjóra Haustið 2007 voru birtar niður- stöður í rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Rúmlega átta forstöðumenn af hverjum tíu hjá sýslumannsembættum, löggæslu og fangelsum telja að dóms- og kirkjumálaráðuneytið svari erindum fljótt og vel. Ráðuneytið skorar þar með hæst allra ráðuneyta í þessum flokki í könnuninni. Af orðum fráfarandi lögreglu- stjóra á Suðurnesjum dreg ég þá ályktun, að hann hafi aldrei sætt sig við að hverfa frá því að vera eini lögreglustjórinn á forræði utanríkisráðuneytis og þurfa að sætta sig við reglur, fjármála- og starfsaga á vettvangi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, þar sem hann varð einn 15 lögreglustjóra frá 1. janúar 2007 og ótvírætt undir lögbundnu forræði ríkis- lögreglustjóra. Þegar ég ákveð að auglýsa embætti lögreglustjórans og vísa, þegar eftir skýringum var leitað hjá mér, til þeirra breytinga, sem orðið hafa á embættinu og meðal annars á launakjörum embættis- mannsins, eftir að sýslumanns- embættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt vorið 2008, tekur Jóhann þann kost að segja embættinu lausu frá 1. október 2008. Að hann skuli gera það með því að hreyta ónotum í samstarfsmenn sína hjá embætti ríkislögreglustjóra og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er með öllu ómaklegt. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. Ómaklega að embættismönnum vegið BJÖRN BJARNASON UMRÆÐAN Grétar Mar Jónsson skrifar um orku- mál. Við Íslendingar framleiðum raforku með vatni, en ekki kolum eða olíu, og höfum þar með sérstöðu á því sviði. Í ljósi þess þurfum við að fá svör við því frá ríkis- stjórn landsins, hvort fylgt verði eftir til framtíðar undanþágu okkur til handa, varðandi heildarmagn losunar útblásturs. Það skiptir verulegu máli til framtíðar litið hvort við munum fá að njóta þeirrar hinnar sömu sérstöðu okkar. Enn sem komið er, getum við framleitt meiri orku en til staðar er í dag og til dæmis erum við að framleiða 200 wött af 2000 wöttum mögulegum á Suðurnesjum að talið er í formi jarðhita. Við eigum í komandi framtíð að nýta okkur ýmsa aðra virkjana- kosti sem mögulegir eru til viðbótar þeim sem við höfum nú þegar nýtt svo sem vindaflið líkt og aðrar þjóðir hafa gert. Þróunarvinnu þarf að finna stað og kosta til fjármagni í því efni, þannig að við getum á hverjum tíma verið í stakk búin til þess að koma af stað nýjum verkefnum. Mat á heildarraforkuþörf þarf að vera til staðar þar sem magn orku til álvera annars vegar og almenningsþjónustu hins vegar, þarf að vera uppi á borðinu með nauðsyn- legar framtíðaráætlanir meðferðis. Samhliða því þarf að skoða virkjanakosti með tilliti til kostnaðar við orkuflutninga. Þar þarf þjónusta við almenning að vera í lagi og sveitabýli í uppsveitum Árnes- og Rangár- þings eiga ekki að þurfa að kvarta yfir skorti á þriggja fasa rafmagni sér til handa. Núverandi ríkisstjórnarflokkar eru því miður ósamstiga í þessum málum á tímum sem síst skyldi, þegar, hvoru tveggja þarf, að halda sérstöðu Íslands fram á alþjóðavettvangi, og halda fram á veg við atvinnusköpun innanlands. Það er okkur mikil nauðsyn að halda áfram að nota og nýta auðlindir okkar til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir með atvinnuuppbyggingu þar að lútandi. Það er forsenda þess að halda uppi velferð í landinu. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins i Suðurkjördæmi. Orkunýting og atvinnusköpun GRÉTAR MAR JÓNSSON Af orðum fráfarandi lögreglu- stjóra á Suðurnesjum dreg ég þá ályktun, að hann hafi aldrei sætt sig við að hverfa frá því að vera eini lögreglustjórinn á forræði utanríkisráðuneytis. Flóttinn úr frjálslyndinu Það er að koma sífellt betur í ljós að Frjálslyndi flokkurinn er ekki svo frjálslyndur að geta umborið allar þær konur og menn sem þangað hafa leitað. Nú síðast hótaði Jón Magnússon, vegna framgöngu Kristins H. Gunnarssonar, að feta í fótspor Gunnars Örlygssonar, Margrétar Sverrisdóttur og Guð- rúnar Ásmundsdóttur og segja sig úr flokknum. Formaðurinn, Guðjón A. Kristjánsson, segist þó ætla að reyna að „bera klæði á vopnin og athuga með starfaskiptingu og slíkt“. Reynslan sýnir þó að honum hefur ekki orðið kápan úr því klæðinu. Spurning um rót vandans Annars segir formaðurinn að deilumál flokksins séu flest milli einstaklinga og oftast um einhverja stöðu innan flokksins. Í smærri flokkum er jú erfiðara að skipta verkum. Kenningar eru uppi um að flokkurinn muni þurfa að glíma við þessa óánægju og kergju svo lengi sem Magnús Þór Hafsteinsson hefur ekki náð því markmiði sínu að verða formaður flokksins. Trú og fjölmiðlar Salmann Tamimi hefur nú boðið Agli Helgasyni fjölmiðlamanni í kennslu um íslam en þótti honum þekking þar af skornum skammti miðað við bloggfærslur hans um wahabbisma og fjárstyrki Sádi- Araba við byggingu bænahúsa víða um heim. Oft hafa kirkjunnar menn haft orð á því að kristin gildi séu ekki í hávegum höfð í fjölmiðlum. Ættu þeir jafnvel að taka sér for- manninn til fyrir- myndar og taka fjölmiðlamenn til bæna, ef svo mætti segja. jse@frettabladid.isÞ að er hlutverk Seðlabankans að fara með stjórn peninga- mála hér á landi. Í því felst að halda stöðugleika í verð- lagsmálum. Þá ber bankanum einnig að varðveita gjald- eyrisvarasjóð og stuðla að virku og öflugu fjármálakerfi, til dæmis greiðslukerfi í landinu og við útlönd. Þetta eru ríkar skyldur og enginn skyldi draga mikilvægi þeirra í efa á tímum aukinnar óvissu á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Af þeim sökum er vitaskuld algjörlega afleitt að sú staða sé komin upp í opinberri umræðu að Seðlabankinn og æðsta yfir- stjórn hans njóti ekki lengur fyllsta trausts markaðsaðila. Lítil eða óljós skilaboð berast úr bankanum við aðkallandi spurningum, markmið um verðstöðugleika standast engan veginn og eru raunar í lausu lofti og gangverk gjaldeyrismarkaðarins sýnist ryðgað og jafnvel stopp. Við stappar, að tala megi um trúnaðarbrest. Auðvitað er engin sanngirni í að kenna Seðlabankanum um alla mögulega og ómögulega hluti. Á hinn bóginn er jafn sjálfsagt að kalla eftir stefnu hans og rökræða kosti hennar og galla. Það sem er athyglisverðast nú er að nær enginn hagfræðingur fæst til að styðja við stefnu bankans. Gagnrýnin kemur frá fagfólki og úr öllum áttum. Hún kemur frá mönnum eins og Jóni Sigurðs- syni, sem sat sjálfur í bankastjórn Seðlabankans og var þar áður bankaráðsmaður og einn af höfundum laganna um Seðlabanka Íslands frá árinu 2001. Hún kemur einnig frá Jónasi Haralz, fyrr- verandi bankastjóra. Fræðimönnunum Ragnari Árnasyni, Ólafi Ísleifssyni, Gylfa Magnússyni, Gunnari Ólafi Haraldssyni, Guð- mundi Ólafssyni og Þorvaldi Gylfasyni, svo dæmi séu tekin. Einn- ig úr stjórnmálunum og það úr öllum flokkum. Líka af vettvangi atvinnulífsins, úr launþegahreyfingunni og þannig mætti áfram telja. Greiningardeildir allra banka spyrja gagnrýnna spurninga. Jón Steinsson, lektor við Columbia-háskóla í New York í Banda- ríkjunum, hefur kannski gengið einna harðast fram í að verja Seðlabankann og hávaxtapólitík hans. Þess vegna er eiginlega fokið í flest skjól, þegar Jón bætist í hóp gagnrýnenda bankans, eins og nú hefur gerst. Þegar svo við bætast hreint furðulegar fréttir af tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningum seðlabanka Banda- ríkjanna við þrjá norræna seðlabanka án þess að sá íslenski hafi verið þar með, er mælirinn eiginlega orðinn fullur. Forsætisráðherra hefur verið á þönum í New York síðustu daga að tryggja Íslandi kosningu í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Von- andi hefur ferðin einnig nýst honum til fundahalda og samnings- gerðar fyrir hönd áhyggjufullrar íslenskrar þjóðar. Ekki myndi af veita. Óljós skilaboð frá efnahagsráðgjafa hans hafa ekki orðið til að róa markaðinn, nema síður væri. Seðlabankinn og ríkisstjórn verða nú að stíga fram og ná aftur tiltrú með raunhæfum og raunverulegum aðgerðum. Nú dugir ekkert hálfkák. Þessir aðilar hafa gengið harðast fram í að tala fyrir íslensku krónunni og kostum hennar til framtíðar. Það stendur því nú upp á þá, að sanna að á erlendum mörkuðum sé einhver aðili sömu skoðunar. Tíminn er að renna út. Öll spjót sýnast nú standa á Seðlabankanum. Trúnaðarbrestur BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.