Fréttablaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 12
12 28. september 2008 SUNNUDAGUR F lestir foreldrar þekkja þegar ómálga ungbörn tjá reiði sína með gráti, gleði með hlátri. En for- eldrar þekkja ugglaust einnig tilfinninguna þegar sömu ungbörn gráta reiðigráti og virðast stórmóðguð yfir tillögum foreldra til þess að hugga þau, mjólkurglasi er grýtt í gólfið, leikföng duga ekki til að kæta og foreldrasprell vekur lítinn áhuga. Í Bandaríkjunum hefur verið fundin leið út úr samskiptaörðug- leikum foreldra og ungra barna, eða að minnsta kosti möguleg lausn fyrir áhugasama foreldra um sam- skipti við börn sín áður en börn fara að tala. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að mögulegt er að kenna ungbörnum tákn til að tjá sig. Táknin gera börnum kleift að koma því á fram- færi sem þau vilja, til dæmis hvað þau vilja drekka eða borða, og leyfa þeim að segja frá því sem fyrir augu ber. Hér á landi hefur lítið verið fjallað um þenn- an möguleika en Guðrún Randal- ín Lárusdóttir, BA í táknmáls- fræði, skrifaði BA-ritgerð um efnið síðastliðið vor. „Móðursystir mín býr í Banda- ríkjunum. Í heim- sókn til Íslands fyrir ári sagði hún frá því að sonur hennar sem á tvær dætur, hafi notað tákn til að tjá sig við þær. Þetta hljómaði mjög áhugavert að mínu mati og því spurði ég hana nánar út í málið. Þá sagði hún mér að stelp- urnar litlu hafi til dæmis getað beðið um mjólk í stað vatns með því að nota tákn.“ Guðrúnu fannst efnið verðskulda meiri athygli og datt fljótlega í hug að skrifa um það BA- ritgerð í táknmálsfræði. Eftir að hafa fengið grænt ljós hjá leiðbein- anda sínum, Rannveigu Sverris- dóttur, einhenti hún sér í að kanna málið. Táknin lærð eða heimatilbúin Sú könnun leiddi í ljós að notkun tákna til að hafa samskipti við ung- börn á rætur sínar að rekja til tuttugu ára rannsóknar þeirra Lindu Acredolo og Susan Goodwyn. Dóttir þeirrar fyrrnefndu var kveikjan að upphaflegu rannsókn- inni en Linda segir meðal annars frá því í bókinni Baby Signs Pro- gram þegar hún hóf ársgömul að nota tákn fyrir blóm, hún benti á blóm einn daginn og hnusaði eins og hún væri að þefa af blómi. Hún hnusaði svo þegar hún sá önnur blóm og þannig varð Lindu ljóst að barnið hafði búið til tákn fyrir blóm. Vegna áhuga barnsins og tjáningarþarfar þá bjuggu foreldr- arnir til tákn fyrir ýmislegt í umhverfinu sem hún lærði og not- aði óspart þangað til hún fór að segja fyrstu orðin. Linda getur þess að á þessum tíma hafi hún enga þekkingu haft á táknmáli og því notaði hún heima- tilbúin tákn ef svo má segja. Og það er reyndar mikilvægur þáttur í kenningu þeirra Acredolo og Good- wyn að ekki skipti máli hvernig táknin séu sem notuð eru til tjá- skipta við börn, þau þurfi ekki að vera tákn úr táknmáli til þess að virka. Foreldrar þurfi einungis að gæta þess að gæta samræmis við táknanotkun. Þær stöllur sóttu um styrk til rannsóknar á áhrifum notkunar tákna með ómálga börnum til Heil- brigðisstofnunar Bandaríkjanna. Þær fylgdust með ríflega eitt hundrað 11 mánaða gömlum börn- um og fjölskyldum þeirra reglu- lega þangað til þau voru 36 mánaða. Fjölskyldunum var skipt í tvo hópa, annar notaði tákn en hinn ekki. Í stuttu máli sagt voru niðurstöðurn- ar þær að það væri mjög árangurs- rík leið til samskipta að nota tákn. Áhyggjuraddir höfðu heyrst á þá vegu að notkun tákna gæti dregið úr þörf barna til þess að tala. Rann- sókn Acredolo og Goodwyn sýndi fram á að svo var ekki, þvert á móti voru börnin sem lærðu tákn fyrri til að læra að tala og höfðu til dæmis, þegar þau voru prófuð í málþroska um 36 mánaða aldur, meiri orðaforða en hin sem engin tákn lærðu. Fjölskyldurnar sem um var að ræða voru að öllu leyti sam- bærilegar. Velgengni í Bandaríkjunum Afraksturinn birtist á prenti í bók- inni Baby Signs sem fyrst kom út árið 1996 en hefur komið út í endur- bættum og auknum útgáfum síðan. Bókin hefur verið seld í 250.000 eintökum þar í landi og heimasíða þeirra www.babysigns.com sýnir að mikið framboð er af námskeið- um þar í landi þar sem áhugasamir foreldrar geta kynnt sér notkun barnatákna og hvernig er best að kenna ungbörnum tákn. Þess ber að geta að fleiri hafa vitaskuld tekið sig til og rannsakað notkun tákna með börnum. Fræði- menn eru sammála um að áhrifin séu góð á foreldra sem börn en hafa mismunandi skoðanir á aðferðun- um. Joseph Garcia er fræðimaður sem leggur til dæmis áherslu á að foreldrar noti og kynni sér táknmál og noti því táknin úr því með börn- unum sínum. Hann hefur verið í hópi þeirra sem vonast til þess að notkun tákna með börnum byggi brýr á milli menningarheima heyr- andi og heyrnalausra. Reyndin hefur þó verið sú að langflestir for- eldrar nota táknin bara tímabundið og kynna sér ekki sérstaklega tákn- mál og menningu heyrnarlausra sem er miklu flóknara fyrirbæri en einföldu barnatáknin. Allir foreldrar kenna tákn Eins og getið var hér að ofan er reynandi að kenna börnum tákn allt frá sjö mánaða aldri, en vísbending um að þau séu reiðubúin er til dæmis þegar þau fara að benda á hluti í kringum sig. Táknin er svo best að kenna með endurtekningu þar sem orðið er sagt um leið og táknið er gert þang- að til barnið hefur náð samhenginu og fer að tjá sig með tákni. Og hér eru örugglega flestir foreldrar á heimavelli því að nær allir kenna börnum sínum nokkur tákn; að veifa þegar kvatt er og að lyfta höndum þegar spurt er spurningar- innar: „Hvað ertu stór?“ Acredolo og Goodwyn benda foreldrum á að byrja á að kenna börnum tákn fyrir orðin hattur,fugl, blóm, fiskur og meira, Garcia er á hagnýtari nótum mælir með að fyrstu táknin séu: mjólk og borða. Rannveig Sverrisdóttir er móðir tæplega tveggja ára gamals drengs, Arnar Kjartanssonar, sem á tímabilinu frá eins árs til rúmlega eins og hálfs árs tjáði sig mikið með táknum sem mamma hans hafði kennt honum. Rannveig, sem er lektor í táknmálsfræði við Háskóla Íslands, frétti fyrst um þá aðferð að kenna ungbörnum tákn til að tjá sig í gegnum starf sitt. „Mér fannst þetta spennandi og prófaði aðeins að sýna honum tákn áður en hann varð ársgamall.“ Rannveig segir kennsluna þó fyrst hafa orðið markvissa þegar nemandi hennar, Guðrún Randalín, hafi farið að skrifa BA-ritgerð um efnið. „Þá var Örn orðinn eins árs gamall. Og þá var hann svo fljótur að taka við að það varð hvetjandi.“ Rannveig byrjaði á dýratáknum. „Ég fékk bók á Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra með myndum af dýrum og táknum þeirra, honum fannst gaman að skoða hana og læra táknin fyrir dýr.“ Þegar í ljós kom að Örn tók svona vel við kennslunni á táknum bætti Rannveig hagnýtari táknum við eins og til dæmis mjólk, vatn, banani, bað, táknum fyrir leikföng og auðvitað tákn fyrir mamma og pabbi. Alls lærði Örn 45 tákn. Upp úr átján til tuttugu mánaða fór að draga úr notk- un táknanna hjá Erni, sem þó kann þau enn þegar hann er inntur eftir þeim. „Eftir á að hyggja hefði ég kannski viljað halda þeim meira við,“ segir Rannveig. Rannveig hefur það fram yfir flesta heyrandi að kunna táknmál og því var hægur vandinn fyrir hana að nota tákn úr íslenska táknmálinu. Hún segir að það sé ekki erfitt að læra táknin sem gagnast svona litlum börnum, þau séu það fá, enda lærðu allir í kringum þau mæðgin, pabbinn, ömmur, afar, frænkur og frændur, tákn meðan á tímabilinu stóð. Og allir höfðu mikla ánægju af. „Táknin hjálpuðu mér og öllum í kringum okkur til þess að skilja hann.“ Örn litli er duglegur að tala og með mikinn orðaforða og þannig gott dæmi um að notkun tákna í samskiptum við börn hafi að minnsta kosti ekki letjandi áhrif á mál- töku barna, frekar hvetjandi ef eitthvað er. „Ég mæli með þessu,“ segir Rannveig að lokum. SAMSKIPTI MEÐ TÁKNUM Hér eru þau mæðginin Rannveig og Örn að gera táknið fyrir smjör. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ómálga börn geta tjáð sig með táknum Rannsóknir sýna að hægt er að kenna smábörn- um tákn til að tjá sig áður en þau læra að tala. Sigríður Björg Tómasdóttir kynnti sér málið. Lærði 45 tákn á nokkrum mánuðum Táknmál eru tungumál tjáð með höndum og líkama en lúta að öðru leyti svipuðum lögmálum og þau mál sem tjáð eru með rödd. Þannig hafa táknmál málfræði og reglur og myndun tákna er ekki tilviljunarkennd. Táknmál er ekki alþjóðlegt eins og margir halda. Ekki er verið að tala um að kenna ungbörnum táknmál þegar rætt er um barnatákn, heldur tákn sem merkja einföld orð. Táknin geta byggt á táknmáli eða verið heimatilbúin. Hér er eingöngu verð að nota tákn til að styðja við tal og auð- velda þannig tjáningu og jafnvel skilning. Margir þekkja aðferðina tákn með tali sem er tjáningarform ætlað heyr- andi einstaklingum sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða. Tákn með tali er ekki náttúrulegt mál eins og íslenskt táknmál en notar mörg tákn úr íslenska tákn- málinu. Barnatákn eru á sama hátt oft fengin að láni úr íslenska táknmálinu en þau eru ekki fullkomið málkerfi. Nánari upplýsingar um barnatákn: www.babysign.com, www.sign2me.com Upplýsingar um íslenskt táknmál og efni því tengt www. shh.is og www.deaf.is og www.tmt.is ➜ TÁKNMÁL – TÁKN – BARNATÁKN GUÐRÚN RANDALÍN LÁRUSDÓTTIR RANNVEIG SVERRISDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.