Fréttablaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 47
FERÐALÖG 9 NÝTT HÓTEL Í ASPEN Þegar er farið að snjóa á skíða- staðnum vinsæla Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Og því alveg kominn tími til að huga að skíðaferð vetrarins. GB ferðir bjóða í vetur eins og í fyrra upp á ferðir til Colorado í Bandaríkjunum og er þegar farið að selja í ferðir vetrarins. Meðal tíðinda hjá ferða- skrifstofunni telst að búið er að bæta við nýju hóteli í Aspen, Lime- light Lodge, sem er fyrsta nýja hótelið í Aspen um árabil. Í boði eru fjögur skíðasvæði, Aspen/ Snowmass, Breckenridge, Vail og Beaver Creek. Gististaðir eru í ýmsum gæðaflokkum. Bent er á á heimasíðu ferðaskrifstofunnar að mikill snjór var í Colorado síðasta vetur og þegar var farið að opna lyfturnar í nóvemberlok. Nánari upplýsingar má finna á vefnum, www.gbferdir.is. VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 VITA er í eigu Icelandair Group og flýgur með Icelandair á vit ævintýranna. VITA er lífið Skráðu þig í netklúbbinn - VITAferðir.is Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur Madonna di Campiglio og Canazei Verð frá 109.995 kr. og 15.000 Vildarpunktar á mann í þríbýli, 2 fullorðnir og 1 barn, í 7 nætur, með hálfu fæði, á Hotel Grazia Plaza, brottför 24. jan. Almennt verð: 119.995 kr. NÝTT! Njóttu lífsins í fegurð ítölsku Alpanna. Fylltu lungun af fersku fjallalofti áður en þú svífur niður brekkurnar með roða í kinnum af mjallhvítu fjöri og sól. Brekkurnar bíða þín á Ítalíu Beint morgunflug með Icelandair til Verona í vetur 24. og 31. janúar og 7., 14., 21. og 28. febrúar. Berið saman verð og gæði Fararstjórar: Anna og Einar Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Auk þess eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins. Þú getur notað Vildarpunktana hjá okk ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 4 34 88 0 8. 20 08 LEYNDARDÓMAR BÚRMA OG BÚTAN Ferðaskrifstofan Óríental sérhæfir sig í spennandi ferðum til Asíu og í stað þess að vera með týpískar túristaferðir reynir hún að leiða ferðalanga á ótroðnar slóðir. Óríental er með ferðir til Búrma en áfangastaðir þar eru meðal annars Mandalay, höfuðborg hins forna veldis sem var gerð ódauðleg í samnefndu ljóði Rudyard Kiplings. Einnig er farið á Inlevatn, með sínum fljótandi híasintugörðum, pindaya-hella en þeir innihalda hundruð þúsund af helgimyndum Búdda í margbreytilegum útgáfum og stærðum, og þorpið Sitja sem liggur við rætur Viktoríufjalls. Nýjasti áfangastaður Óríental er hið forna ríki Bútan sem liggur í Himalajafjöllum á milli Kína og Indlands. Bútan hefur verið lýst sem síðasta vígi hefðbundins búddisma meðal fornra menn- ingarsamfélaga Himalaja-fjalla en það er eitt einangraðasta og afskekktasta land í heimi. Frá aldamótum hafa ferðahömlur til landsins verið rýmkaðar verulega og því er það orðið að framandi og ævintýralegum kosti fyrir framsækna ferðalanga. Nánari upplýsingar eru á www.oriental.is - amb PICASSO OG MEISTARARNIR Þrjú stærstu listasöfn Parísarborgar, Louvre, Musée D‘Orsay og Picasso- safnið, hafa sameinað krafta sína og opnað sýningu sem skoðar til hvaða listamanna Picasso sótti innblástur. Picasso og meistararnir verður opnuð í október í hinu stórfenglega Les Galeries Nationales du Grand Palais í götunni Avenue du Géneral Eisenhower. Þar gefst gestum tækifæri til þess að bera saman verk Goya, Zurbarán, Ribera, Manet, Toulouse-Lautrec, Cézanne, Renoir, Gauguin, Rembrandt og Van Gogh við verk eftir Picasso sem er stillt upp við hliðina á þeim. Sýning sem enginn ferðalangur til Parísar má missa af. Sýningin hefst 8. október og lýkur 2. febrúar. - amb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.