Fréttablaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 48
10 FERÐALÖG Þegar Íslendingurinn stígur frá borði fl ugvélar í Taí- landi fi nnur hann glöggt að hún hefur borið hann úr haustsvala norðursins á framandi hitabeltisslóðir. Loftið er heitt og rakt. E yjan Phuket í Taílandi sameinar fjöl- marga kosti ferðamannastaðar. Þar má nefna pálmastrendur, prýðileg hótel, ylvolgan sjó og fjölbreytta afþreyingu að ógleymdu elskulegu viðmóti heimamanna. Návígi við daglegt líf innfæddra gefur dvöl þar líka gildi. Þótt merkilegt megi teljast er fátt nú í umhverfinu sem minnir á harmleikinn á Phuket-eyju annan í jólum 2004 þegar risa- vaxin flóðbylgja gekk á land, grandaði fjölda fólks og rústaði mannvirkjum. Uppbygg- ingin við ströndina hefur gengið ótrú- lega vel og ferðamenn voru fleiri á síð- asta ári en nokkru sinni fyrr. Phuket er rúmir tuttugu kílómetrar á lengd frá norðri til suðurs. Klettar og sker skreyta austurströndina en á suður- og vesturströndinni bjóða hvítar sandstrend- ur sóldýrkendur velkomna. Stytta er á miðri eynni til vitnis um sigur Taílendinga yfir Búrma árið 1785 sem er þakkaður systrunum Thao Thep Kasattri og Thao Sri Soontorn. Þær fengu hundruð kvenna til að ganga um götur íklæddar hermannafötum. Búrmaher áleit þar komið aukaherlið og lagði á flótta. Aðal ferðamannatími ársins er fram undan á Phuket meðan skammdegið er hjá okkur. Þá munu strandbæirnir fyllast af fólki. Einn þeirra er Patong. Bær sem býður upp á lengstu strönd eyjarinnar og ýmiss konar afþrey- ingu bæði að nóttu og degi. Til dæmis eru markaðir þar opnir til eitt eftir miðnætti. - gun PHUKET, PERLA Í AUSTRI Strandlífið blómstrar á Patong. MYND/GETTY IMAGE Taílendingar eru snillingar í matargerð og skreytingum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Á leið heim úr skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Ein elsta gata Phuketborgar er Soi Romanni. Þar hafa húsin nýlega fengið andlitslyftingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Handagangur er í öskjunni þegar sjómenn koma að landi við ströndina á Patong snemma morguns með mikinn afla. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN BÓKAÐU NÚNA Styttur af hinum ráðagóðu systrum standa á marmarast- alli. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 36 83 9 /0 8 * Innifalið: Flug og flugvallarskattar, gisting í tvíbýli á Hótel Absalon í 3 nætur með morgunverði, rútuferðir til og frá flugvelli erlendis, í Jónshús og í Fisketorvet, skoðunarferð um Kaupmannahöfn, kvöldverður á Copenhagen Corner, aðgöngumiði í Tívolí, julefrokost á Restaurant Kronborg og íslensk fararstjórn. AÐVENTA Í KÖBEN VERÐ 69.900 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI FERÐIR FYRIR ELDRI BORGARA 10.000 Vildarpunktar gilda sem 6.000 kr. greiðsla upp í fargjaldið Ferðadagar: 16.–19. nóv., 23.–26. nóv., 30. nóv–3. des. og 7.–10. des. Íslenskur fararstjóri: Erla Guðmundsdóttir. + Bókaðu á www.icelandair.is/hopar eða í hópadeild Icelandair síma 50 50 406 Ferðaávísun gildir Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.