Fréttablaðið - 30.09.2008, Side 1

Fréttablaðið - 30.09.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 30. september 2008 — 266. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG BJARKI RAFN ALBERTSSON Róið á kvöldin með kajakklúbbnum • heilsa • nám Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Kajakklúbburinn Kaj, félag kajakræðara á Austurlandi, stendur fyrir reglulegum kvöld-róðrum á fjörðu Oft tökum við með okkur nýliða og þá förum við styttrii kostar mikl Kvöldróðrar um fjörðinn Á Austfjörðum er starfræktur kajakklúbburinn Kaj og fer félagið í rökkurróðra á kvöldin. Bjarki Rafn Albertsson hefur verið félagi í nokkur ár og líkar vel. Hann segir róðrana afslappandi. Bjarki Rafn Albertsson kajakræðari segir róðrana um fjörðinn afslappandi. MYND/ÚR EINKASAFNI AUSTUR-ASÍUFRÆÐI er tiltölulega nýtt BA-nám við Háskóla Íslands. Nemendur öðlast þekkingu á sögu og menningu Austur- Asíu og geta valið á milli þess að læra kínversku eða japönsku. Þeir sem taka Austur-Asíufræði sem aðalgrein, nema eina önn í Kína eða Japan, eftir því hvort tungumálið þeir hafa valið sér. BORÐAÐU ÞIG HOLLARI! Vægttab 30 kilo på 30 uger Auðveldar þér að léttast Losaðu þig við 5 kíló á 5 vikum Nýtt og yfirfarið matarprógram,sem hjálpar þér við að losa þig við aukakilóin. Lærðu um það hvernig þú borðar fjölbreyttar máltíðir með hollum og góðum mat. GARÐABÆ REYKJAVÍK REYKJANESBÆR AKUREYRI NÝTT MATAR- PRÓGRAM Léttist um 30 kíló á 30 vik HAFNARFJÖRÐUR Ferðalög, kung fu og færeyskir tónar Sérblað um Hafnarfjörð FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG hafnarfjörðurÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 Jónas Halldórssonbeitir óvenjulegum að-ferðum þegar hann gerir við húsgögn. SÍÐA 4 JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR Heldur námskeið með IronMan Fjallar um hreinsun líffæra með grænmeti. FÓLK 30 Ánægjulegir endurfundir Stjörnurnar úr söng- leiknum Bugsy Malone, sem settur var upp í Loftkastalanum fyrir tíu árum, gerðu sér glaðan dag um helgina. FÓLK 22 Vitleysa í sjónvarp Þórhallur Þórhallsson og Eyvindur Karlsson stýra nýja þættinum Vitleysu á sjónvarps- stöðinni ÍNN. FÓLK 30 Bestur þegar mest lá við FH-ingurinn Guðmundur Sæv- arsson er leik- maður lokaumferðar Landsbankadeildar hjá Fréttablaðinu. ÍÞRÓTTIR 26 Laganám í aldarspegli Lagadeild Háskóla Íslands fagnar aldarafmæli. TÍMAMÓT 18 Núna eru það einungis 5,760 mínútur þar til við opnum íGrafarvogi Korputorg 112 REYKJAVÍK NORÐAN KALSI Í dag verða víðast norðan 5-13 m/s, hvassast NV-til. Skúrir eða slydduél norðan til og austan með snjóéljum á heiðum. Dálítil rigning suðvestan til fyrir hádegi. Hiti 0-8 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 3 3 2 66 VIÐSKIPTI Íslenska ríkið eignaðist 75 prósenta hlut í Glitni í gær. Landsbankamenn áttu fund með forsætisráðherra í gærkvöldi og ræddu sameiningu við Glitni. „Þú færð ekkert út úr mér,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson við blaðamann Fréttablaðins, þegar hann gekk út úr stjórnarráðinu, eftir kvöldfundinn með Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ásamt bankastjórum Landsbankans. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ræddu þeir við forsætis- ráðherra um stöðu mála í fjármála- heiminum, í kjölfar kaupa ríkisins á hlut í Glitni. Heimildir herma að Landsbanka- menn sýni því áhuga að sameinast Glitni. Tilgangur þess yrði að tryggja trausta eiginfjárstöðu sam- einaðs banka. Raunar er einnig sagt að aðeins hafi verið skipst á skoð- unum um stöðu mála. Enginn tjáir sig opinberlega. Stjórnendur Glitnis óskuðu eftir fyrirgreiðslu um þessa upphæð frá ríkinu fyrir helgi. Bankinn hafði lánalínur frá þýska Landesbankan- um, auk skriflegs fyrirheits frá Nordeabankanum í Svíþjóð. Síðar- nefnda fyrirheitið gekk til baka á þriðjudag og í kjölfar nýlegrar lán- töku íslenska ríkisins til styrkingar gjaldeyrisvaraforðans ákvað þýski bankinn óvænt að innkalla lánalín- ur Glitnis þar sem áhætta gagnvart íslenskum lántakendum væri orðin of mikil. Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri sagði í gær, að ýmsar leiðir hefðu verið ræddar. „Margvíslegar mark- aðslausnir,“ hafi komið til greina. - bih, ikh - sjá síður 4, 6, 8, 10 og 14 Landsbankamenn á kvöld- fundi í forsætisráðuneytinu Björgólfur Thor Björgólfsson og bankastjórar Landsbankans ræddu við forsætisráðherra um samruna Landsbanka og Glitnis á kvöldfundi. Lánalínur og lánsloforð til Glitnis voru afturkölluð fyrir helgi. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON GENGUR Í ÁTT AÐ STJÓRNARRÁÐINU Í GÆRKVÖLDI Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson elta. Forsvarsmenn Landsbankans áttu klukkustundar langan fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra í gærkvöldi. Enginn vildi tjá sig eftir fundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VIÐSKIPTI „Þessi atburðarás kemur mér verulega á óvart og er maður þó orðinn ýmsu vanur úr þessari átt,“ segir Jón Ásgeir Jóhannes- son, stjórnarformaður Baugs og stærsti eigandi Glitnis sem var þjóðnýttur í gær. Jón Ásgeir segir að erlendir bankar hafi óvænt sagt upp lána- línum og fyrir vikið hafi fulltrúar Glitnis leitað aðstoðar í Seðla- bankanum um tímabundna fyrir- greiðslu sambærilega þeirri sem seðlabankar annarra landa hafi veitt síðustu daga án þess að þjóð- nýting hafi komið til. „Af þessum sökum er óskiljan- legt að Seðlabankinn hafi brugð- ist við þessum hætti, en jafnframt afar óhugnanlegt,“ segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir tilgang við- ræðna Glitnis við Seðlabankann aldrei hafa verið þann að óska eftir neyðarhjálp eða nýju hluta- fé. „Okkur var stillt upp við vegg. Við sögðum fulltrúum ríkisstjórn- arinnar að við teldum þessa leið alveg fráleita, enda gæti hún haft víðtæk áhrif á allt fjármálakerfið hér á landi og væri í engu sam- ræmi við eignasafn félagsins.“ Jón Ásgeir gagnrýnir harðlega þann hraða sem hafi einkennt málið allt, það hafi verið keyrt áfram. „Þetta er greinilega hluti af einhverju stærra og meira plotti sem við munum sjá betur hvað er á næstunni. Hluthafar eru grímulaust hlunnfarnir og maður hreinlega trúir því ekki að ríkissjóður sé notaður til að færa fjármuni frá einum aðila til ann- ars með þessum hætti. Það er alveg ljóst að hluthafar í Glitni munu nýta tímann vel fram að hluthafafundi til að leita annarra leiða. Þessi er sú allra versta sem í boði er,“ segir Jón Ásgeir. „Þetta er stærsta bankarán Íslandssögunnar og augljóslega hluti af stærri átökum sem hafa ekki farið fram hjá neinum. Nú hafa menn náð ákveðnum hefnd- um og hljóta að vera ánægðir,“ segir hann enn fremur. - bih / sjá síðu 4 Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, harðorður í garð Seðlabankans Þjóðnýtingin óhugnanleg Standard & Poors lækkaði í gærkvöldi lánshæfismat íslenska ríkisins. Þá var horfum breytt úr stöðugum í neikvæðar. Fram kemur að lágar skuldir ríkisins geri því kleift að standa við yfirlýsing- ar um Glitni auk þess að geta séð fjármálakerfinu fyrir lausafé til skamms tíma reynist þess þörf. Stærð fjármálakerfisins gagnvart ríkinu geti þó haft neikvæð áhrif. Matsfyrirtækið hefur einnig lækkað lánshæfiseinkunn Glitnis. Þar eru horfur enn taldar neikvæðar. Lánshæfismat ríkisins lækkað

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.