Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 4
4 30. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR Eðlilegar ástæður eru fyrir því að Davíð Oddsson seðlabankastjóri kynnti samkomulag ríkisstjórnarinnar og Glitnis fyrir fjölmiðlum í gær, en ekki Geir H. Haarde forsætisráðherra. Þetta segir Bolli Þór Bollason, ráðuneyt- isstjóri forsætisráðu- neytisins. Seðlabankinn hafði milligöngu um samkomulagið og sá um að greiða 600 milljónir evra til Glitnis. Því þótti eðlilegt að seðlabankastjóri kynnti samkomulagið, segir Bolli. Það sé einnig í takt við það verklag sem viðhaft hafi verið í Danmörku og víðar erlendis. - bj Davíð kynnti samkomulag: Seðlabankinn milligönguaðili DAVÍÐ ODDSSON VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 14° 7° 12° 14° 16° 16° 12° 15° 12° 25° 25° 16° 14° 26° 22° 29° 18° 2 4 5 Á MORGUN 8-13 m/s -2 FIMMTUDAGUR Norðan 8-13 m/s 3 3 3 3 6 6 6 6 10 9 5 8 8 10 5 8 6 10 10 1 2 3 3 2 -1 33 0 VETURINN MINNIR Á SIG Í nótt var víða nætur- frost og í dag verður frost til landsins og hiti lítið eitt yfi r frostmarki norðan- og austanlands. Nokkur úrkoma er í þessu með landinu norðan og austanverðu sem verður yfi rleitt á slydduformi í dag. Seint í kvöld og nótt má hins vegar búast við töluverðri snjó- komu norðaustan til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur HAMFARIR Á FJÁRMÁLAMARKAÐI „Þessi atburðarás kemur mér verulega á óvart og er maður þó orðinn ýmsu vanur úr þessari átt,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og stærsti eigandi Stoða hf., sem var kjölfestufjárfestir í Glitni banka, með 32 prósenta hlut. Jón Ásgeir segir að erlendir bankar hafi óvænt sagt upp lána- línum og fyrir vikið hafi fulltrúar Glitnis leitað aðstoðar í Seðlabank- anum um tímabundna fyrir- greiðslu gegn veðum í fjármála- gerningum, eða svokölluð REPO-viðskipti. „Danski seðla- bankinn hefur gert fjölmarga slíka samninga og sömuleiðis seðlabankar Bretlands og Banda- ríkjanna. Í þeim tilvikum hefur oft verið um að ræða banka með veika eiginfjárstöðu og tap af starfsemi í jafnvel fleiri en einn ársfjórðung. Ekkert af þessu á við Glitni sem er vel rekinn banki með gott eiginfjárhlutfall og góðan hagnað. Af þessum sökum er óskiljanlegt að Seðlabankinn hafi brugðist við með þessum hætti en jafnframt afar óhugnanlegt,“ segir Jón Ásgeir. Hann segir tilgang viðræðna við Seðlabankann aldrei hafa verið þann að óska eftir neyðarhjálp eða nýju hlutafé. „Okkur var stillt upp við vegg. Við sögðum fulltrúum ríkisstjórnarinnar að við teldum þessa leið alveg fráleita enda gæti hún haft víðtæk áhrif á allt fjár- málakerfið hér á landi og væri í engu samræmi við eignasafn félagsins.“ Spurður um hvort verjandi hefði verið fyrir Seðlabankann að lána svo mikið fé án þess að eignast um leið hlutafé í bankanum, segir Jón Ásgeir að hagsmunir almennings séu í engri hættu og þessi beiðni væri í samræmi við það sem væri gert í erlendum seðlabönkum. „Verði af þessari þjóðnýtingu mun hagnaður ríkisins til lengri tíma verða gífurlegur, að minnsta kosti þrefalt það sem nú er lagt til bank- ans. Það er reyndar það eina jákvæða sem maður sér í þessu, að skattborgarar geti hugsanlega borið eitthvað úr býtum ef svona fer.“ Jón Ásgeir gagnrýnir harðlega þann hraða sem hafi einkennt málið allt, það hafi verið keyrt áfram og öllum stillt upp við vegg. „Þetta er greinilega hluti af ein- hverju stærra og meira plotti sem við munum sjá betur hvað er á næstunni. Hluthafar eru grímu- laust hlunnfarnir og maður hrein- lega trúir því ekki að ríkissjóður sé notaður til að færa fjármuni frá einum aðila til annars með þessum hætti. Það er alveg ljóst að hlut- hafar í Glitni munu nýta tímann vel fram að hluthafafundi til að leita annarra leiða. Þessi er sú allra versta sem í boði er,“ segir Jón Ásgeir og bendir á að for- svarsmenn Stoða hafi fundað með viðskiptaráðherra í gær. Þar hafi komið fram að takist að finna aðra fjármögnun á næstu dögum muni aðkoma ríkisins verða endurskoð- uð og dregin til baka. „Við munum skoða alla möguleika, líka sam- starf eða sameiningu við aðra banka. Þetta er svo hróplega ósanngjörn niðurstaða.“ Jón Ásgeir segist undrast hversu lítið ráðherrar Samfylk- ingarinnar hafi komið að svo stóru máli, ljóst sé að enn snúist allt um leikstjórann eina og sanna sem nú haldi til í Seðlabankanum. „Þetta er stærsta bankarán Íslandsög- unnar og augljóslega hluti af stærri átökum sem hafa ekki farið fram hjá neinum. Nú hafa menn náð ákveðnum hefndum og hljóta að vera ánægðir,“ segir hann og neitar því að standa uppi eigna- laus í dag, en þetta sé auðvitað „veruleg blóðtaka“ og augljóslega „versta áfall“ sem hann hafi orðið fyrir á sínum viðskiptaferli. bjorn.ingi@markadurinn.is „Stærsta bankarán Íslandssögunnar“ Jón Ásgeir Jóhannesson sakar Seðlabankann um óbilgirni og segir útspil um þjóðnýtingu „óhugnanlegt“. Þjóðnýting á genginu tveimur sé stærsta bankarán Íslandssögunnar og allt verði gert til að koma í veg fyrir að af henni verði. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON gagnrýnir harðlega þann hraða sem hefur einkennt málið allt, það hafi verið keyrt áfram og öllum stillt upp við vegg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verðmæti hlutabréfa hluthafa í Glitni rýrnaði um um það bil 85 prósent við aðgerðir ríkisstjórn- arinnar, segir Vil- hjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og framkvæmda- stjóri Samtaka fjárfesta. Hann segir að allir sjái að fréttir gærdagsins séu gríðarlegt áfall fyrir hluthafa í Glitni. Um 11 þúsund einstakl- ingar og félög eiga hlut í félaginu. Skerðist verðmæti hluta um 85 pró- sent er verðmæti hlutabréfa sem fyrir helgi hefðu selst á eina milljón króna nú um 150 þúsund krónur. - bj Áfall segir Félag fjárfesta: Hlutur rýrnar um 85 prósent VILHJÁLMUR BJARNASON Hvorki Geir H. Haarde forsætisráð- herra né Davíð Oddsson seðla- bankastjóri vildu veita skýr svör um það hvort ríkið hafi burði til þess að aðstoða aðra íslenska banka með sambærileg- um aðferðum og notaðar voru til að bjarga Glitni frá gjaldþroti. „Ég á ekki von á því að það muni reyna á það, þeir standa það vel og ekki lík- legt að þeir þurfi að leita eftir aðstoð ríkisins,“ sagði Geir á fréttamanna- fundi í gær. „Það fer eftir því hvað er verið að tala um mikinn stuðning. Bankarnir eru auðvitað gríðarlega stórir. Efna- hagsreikningur bankanna er áttföld þjóðarframleiðsla,“ sagði Geir enn fremur. - bj Lítil svör um bolmagn ríkisins: Aðrir bankar standa vel GEIR H. HAARDE „Fulltrúar Landsbankans komu að viðræðum við eigendur Glitnis og yfirvöld vegna þessarar stöðu á sunnudag og fram eftir sunnudags- kvöldi. Þá voru ræddir möguleikar á þríhliða samkomu- lagi Landsbankans, Glitnis og ríkissjóðs og Seðlabankans. Ekki gafst tími til að útfæra það frekar, þar sem tímapress- an var mikil,“ svarar Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björ- gólfsfeðga, spurður hvort eigendur Landsbankans hafi komið með innlegg eða tilboð í umræður Seðlabankans og stjórnenda Glitnis áður en tekin var ákvörðun um þjóðnýtingu. Ásgeir segir að ekki sé rétt að tala um beinar tillögur eða tilboð í þess- um efnum, en margt hafi verið rætt. „Þegar komið var seint fram á kvöld var orðið ljóst að þetta næðist ekki fyrir tilsettan tíma, sem var opnun markaða. Þetta var of flókið til þess,“ segir Ásgeir. Ekki liggur fyrir hvort Landsbankinn verður fyrir miklu tapi vegna þjóð- nýtingar Glitnis eða greiðslustöðvun- ar Stoða. Ásgeir segir ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum og bankinn geti ekki tjáð sig um málefni eða fjár- hagsstöðu einstakra viðskiptavina. - bih Aðrar hugmyndir að lausn: Náðist ekki vegna tímapressu ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON Þetta er stærsta bankarán Íslands- sögunnar og augljóslega hluti af stærri átökum sem hafa ekki farið fram- hjá neinum. GENGIÐ 29.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 187,0252 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 99,28 99,76 178,94 179,8 142,45 143,25 19,09 19,202 17,195 17,297 14,703 14,789 0,9345 0,9399 154,45 155,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.