Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 6
6 30. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR HAMFARIR Á FJÁRMÁLAMARKAÐI „Það var rætt opið um einhvers konar markaðslausnir, án ein- hverrar verulegrar aðkomu ríkis- ins,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra um kaup ríkis- ins á 75 prósenta hlut í Glitni. Sú niðurstaða hafi verið farsælasta leiðin, bæði fyrir viðskiptavini bankans og fjármálastöðugleika í landinu. Það var um miðja síðustu viku að stjórnendur Glitnis höfðu sam- band við Seðlabankann og óskuðu eftir fyrirgreiðslu upp á 600 millj- ónir evra. Þetta staðfestu Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Geir H. Haarde forsætisráðherra í gær. Björgvin G. Sigurðsson segir að þá hafi Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, formanni Samfylkingar- innar, einnig verið gert viðvart um málið. Sér og Össuri Skarphéðs- inssyni, staðgengli Ingibjargar, hafi verið greint frá málinu um helgina. Davíð sagði að margar leiðir hefðu verið ræddar áður en ákveð- ið var að ríkið keypti hlut í bank- anum. „Um miðja vikuna var talað við okkur um þá erfiðleika sem fram undan væru,“ sagði Davíð Oddsson. „[Það] voru margvísleg- ir þættir sem komu til greina, margvíslegar markaðslausnir og þess háttar,“ sagði Davíð. Hann sagði að „meiriháttar viðræður“ hefðu ekki farið fram við stjórn- endur Glitnis fyrr en eftir lokun markaða á föstudag. Sú niðurstaða að ríkið keypti verulegan hlut í Glitni kom fram á sunnudagskvöldið. Stjórn Stoða, helsta eiganda Glitnis, segir í harðorðri yfirlýs- ingu að Seðlabankinn og ríkis- stjórnin hafi stillt stjórn og eig- endum Glitnis upp við vegg í skjóli nætur. Þeir hafi ekki átt neina kosti aðra en að samþykkja tillög- una. Björgvin G. Sigurðsson segist hafa komið að málinu síðdegis á sunnudag. Þá hafi málið verið komið á ákveðið stig. Nokkrar útfærslur hefðu þá verið uppi „sem sérfræðingar Seðlabankans höfðu farið yfir um helgina“. Þá hafi raunar verið afgreitt að ekki væri hægt að lána Glitni eins og upphaflega hefði verið óskað eftir. „Á þeim tíma var heldur ekki flöt- ur á samruna,“ segir Björgvin við Fréttablaðið. Þegar hann er spurð- ur um hvaða samruna hafi verið rætt um, segir hann að rætt hafi verið opið um einhvers konar markaðslausnir „án einhverrar verulegrar aðkomu ríkisins.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segist ekki ánægður með niðurstöðuna. „Það er engin ánægja í hluthafa- hópi félagsins þegar svona eigna- upptaka á sér stað,“ segir Björn Ingi Sveinsson, framkvæmda- stjóri fjárfestingafélagsins Sax- bygg sem var í hópi stærstu hlut- hafa. Stjórn Stoða, áður FL Group, segir í harðorðri yfirlýsingu, að Seðlabankinn og ríkisvaldið hafi þvingað fram yfirtöku á Glitni. „Þarna voru auðvitað svo gríð- arlegir almannahagsmunir undir og fjármálakerfið allt, því varð þetta niðurstaðan,“ segir Björgvin G. Sigurðsson. ingimar@markadurinn.is Margvíslegar björgunarað- gerðir voru til skoðunar Kaup ríkisins á Glitni er besta niðurstaðan fyrir viðskiptavini bankans og fjármálastöðugleika í landinu, segir viðskiptaráðherra. Markaðslausnir voru ræddar fram að kvöldmat á sunnudag. „Þvinguð yfirtaka“. Markaðsvirði eignar hluthafa í Glitni rýrnaði um tæpa 205,6 milljarða króna frá því á föstudag, eftir aðkomu ríkisins að bankanum, samkvæmt útreikn- ingum greiningardeildar Kaupþings. „Kaupverð á 75 prósenta hlut íslenska ríkisins gerir það að verkum að markaðsvirði eigin fjár bankans í heild verður um 800 milljónir evra. Miðað við dagslokagengi krónu [í gær] hefur því markaðsvirði hvers hlutar lækkað um 88 prósent frá því að mörkuðum var lokað á föstudag,“ segir í hálffimm fréttum Kaupþings. Markaðsvirði hlutar Stoða (áður FL Group), sem áttu stærstan hlut á föstudag (29,35 prósent), hefur lækkað um 60,1 milljarð króna, samkvæmt útreikningum greiningardeildarinnar. „Hlutur Þáttar International sem skráður var fyrir 5,59 prósent rýrnar um 11,45 milljarða og hlutur Saxbygg Invest ehf. rýrnar um 10,2 millj- arða. Eftir eiginfjáraukninguna má búast við því að eiginfé bankans muni nema um 286 milljörðum króna og því er V/I hlutfall bankans áætlað um 0,4 eftir viðskiptin,“ segir Kaupþing. Um það er rætt í fjármálageiranum að ekki sé útséð með afleiðingar þess að hluthafar í Glitni verði fyrir jafnmikilli virðisrýrnun. Í kjölfar atburða gærmorgunsins óskuðu Stoðir eftir greiðslustöðvun og var hún veitt til 20. október. - óká Hluthafar í Glitni verða af milljarðatugum: Markaðsvirði lækkar um 88 prósent BREYTINGAR HJÁ 10 STÆRSTU HLUTHÖFUM GLITNIS STAÐAN Á FÖSTUDAG EFTIR AÐKOMU RÍKISINS Í GÆR* Félag Hlutfall Markaðsvirði** Hlutfall Markaðsvirði** Tap Stoðir 29,35% 68.585 7,35% 8.230 60.355 Þáttur International ehf. 5,59% 13.057 1,40% 1.567 11.490 Saxbygg Invest ehf. 5,00% 11.681 1,25% 1.402 10.280 GLB Hedge 4,50% 10.504 1,13% 1.260 9.243 Glitnir, safnskráning 2 2,49% 5.809 0,62% 697 5.112 Landsbanki Lux.S.A. 2,37% 5.547 0,59% 666 4.881 Salt Investments ehf. 2,32% 5.424 0,58% 651 4.773 Sund ehf. 2,04% 4.774 0,51% 573 4.201 Glitnir banki hf. 2,02% 4.711 0,51% 565 4.146 Rákungur ehf. 2,00% 4.673 0,50% 561 4.112 *Miðað við útreikninga greiningardeildar Kaupþings um 88 prósenta virðisrýrnun. **Upphæðir eru í milljónum króna. MARKAÐSVIRÐI EIGNAR HLUT- HAFA Í GLITNI Á FÖSTUDAG MARKAÐSVIRÐI EIGNAR HLUTHAFA Í GLITNI Í DAG JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON STOÐIR PÁLMI HARALDSSON STOÐIR ÞORSTEINN M. JÓNSSON STOÐIR INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR STOÐIR MAGNÚS ÁRMANN STOÐIR KARL WERNERSSON ÞÁTTUR EINAR SVEINSSON ÞÁTTUR RÓBERT WESSMAN SALT INVESTMENT Erfið staða Glitnis kemur upp vegna aðstæðna sem stjórnendur Glitnis gátu ekki ráðið við, og báru ekki ábyrgð á, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í gær. „Það er ekki við stjórnendur Glitnis eða starfsmenn að sakast,“ sagði Geir. Ekki sé verið að þjóðnýta bankann þótt ríkið eignist 75 prósenta hlut. Hann sagði það skyldu ríkisvaldsins að tryggja stöðugleika eins og hægt væri, um bankana yrði að ríkja sem minnst óvissa og sem mest traust. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu með hagsmuni innistæðueigenda og fjármála- stöðugleika að leiðarljósi. Innistæðueigendur þurfi ekki að óttast um sitt fé. „Viðskiptavinir Glitnis og starfsmenn bankans geta treyst því að þarna er áfram á ferðinni öflugur og traustur banki sem gætir hagsmuna viðskiptavina sinna eins og áður,“ sagði Geir. „Við leggjum áherslu á að fjármálakerfið í landinu geti starfað óhindrað áfram eins og verið hefur. Hvort það verða seinna einhverjar skipulagsbreytingar í kerfinu, uppstokkun, sameining fyrirtækja eða þess háttar er annað mál. Það eru mál sem koma þá í framhaldinu. Eflaust er hægt að leita hagræðingar og meira aðhalds í þessu kerfi heldur en gert hefur verið,“ sagði Geir. Hann sagði aðra hluthafa í Glitni vissulega skaðast af þessum björgunaraðgerðum. „Eðlilega þegar mál sem þessi koma upp eru það hluthafarnir sem fyrst og fremst verða fyrir tjóni. Svo er einnig núna,“ sagði Geir. Erlendis hafi það víða gerst að hluthafar hafi tapað öllu sínu. Það hafi ekki verið niðurstaðan í þessu tilviki - bj Viðskiptavinir og starfsmenn geta treyst því að Glitnir sé traustur banki segir Geir Haarde forsætisráðherra: Ekki við stjórnendur Glitnis að sakast Í KASTLJÓSINU Geir H. Haarde forsætisráðherra svaraði spurningum fréttamanna um björgunaraðgerðir ríkis- stjórnarinnar á fundi í Stjórnarráðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eldri hjón, sem Fréttablaðið ræddi við í höfuðstöðvum Glitnis við Kirkjusand í gær, sögðu farir sínar ekki sléttar þar sem þau höfðu notað allan sinn sparnað til kaupa á hlutabréfum í Glitni. Um er að ræða fé sem þau hjón hafa safnað á fjörutíu árum og er nú að mestu glatað. Þau treystu sér ekki til að koma fram undir nafni en töldu sig hafa tapað þremur milljónum á hruni hlutabréfa á síðustu mánuðum. Við bætist svo atburðir dagsins í gær og ljóst að lítið stendur eftir. Þau hafa ekki treyst sér til að selja hlutafé sitt af ótta við að Tryggingastofnun skerði bætur þeirra hjóna ef þau losuðu um sparifé sitt. „Ég kom til að taka út og athuga hvort þeir væru búnir að missa þetta allt úr höndunum á sér,“ sagði Herdís Tryggvadóttir, annar viðskiptavinur Glitnis, í gærmorgun. Hún ætlaði að taka út sparifé sitt en var tjáð að það væri ekki mögulegt fyrr en í dag. Helga segir að hún hafi orðið mjög fegin þegar hún frétti að ríkið hefði keypt hlutafé í Glitni. „Mér létti mikið við það. Ég ætlaði að taka peninga úr einum sjóði en gat það ekki. Þeir eru að athuga sinn gang og ég frétti að ríkið gangi í ábyrgð.“ Helga ætlar ekki að færa viðskipti sín í annan banka. „Það er alveg yndislegt fólk hérna sem vill allt fyrir mann gera.“ - shá Viðskiptavinir Glitnis: Ævisparnaður- inn er tapaður VIÐSKIPTAVINUR Herdís gat ekki tekið út sparifé sitt í gær en var fegin að heyra að ríkið hefði keypt hlutafé í Glitni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NOKKRIR EINSTAKLINGAR ÚR HLUTAHAFAHÓPI GLITNIS: „Það er rétt að það er farið yfir mörk um yfirtökuskyldu sam- kvæmt lögum um verðbréfavið- skipti,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Eins og fram hefur komið eignast íslenska ríkið 75 prósenta hlut í Glitni. Yfirtökuskylda myndast við fjörutíu prósenta hlut. Við slíkar aðstæður ber þeim sem á svo stóran hlut að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Jónas segir að hins vegar geti Fjármálaeftirlitið við sérstakar aðstæður veitt undanþágu frá tilboðsskyldunni. Hann hafi ekki fengið beiðni frá ríkinu um slíka undanþágu. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir of snemmt að ræða hvað verði í þessum efnum. „Það er verið að vinna að útfærslu á þessu þannig að það er of snemmt að segja nokkuð um hvernig þessu verður stillt upp.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagðist telja rétt að Fjármálaeftirlitið svaraði spurningum um yfirtökuskyldu. - ikh Ríkið getur fengið undanþágu: Yfir mörkum yfirtökuskyldu JÓNAS FR. JÓNSSON Fjármálaeftirlitið getur við sérstakar aðstæður veitt und- anþágu frá yfirtökuskyldu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.