Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 12
12 30. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR LÖGGÆSLUMÁL Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að Val- gerði Sverrisdóttur annaðhvort misminni eða hún fari með rangt mál í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði hún að uppgreiðslur skuldahala embættis sýslumannsins á Suður- nesjum hefðu verið stöðvaðar „að ofan“ og hana grunaði að sjálfstæð- ismenn hefðu skipulagt málið „frá upphafi og þess vegna ekkert verið að bæta stöðu hans“. Björn segir að tekið hafi verið á fjárhagsvandanum með fjárauka- lögum árið 2007. Þá hafi allur rekstrarhallinn frá árinu 2006, alls 158 milljónir, verið gerður upp. Embættið hafi farið undir dóms- málaráðuneytið 1. janúar 2007 og byrjað með hreint borð. „Annaðhvort er um hrapallegt misminni að ræða hjá Valgerði um uppgjör vegna flutning embættis- ins eða vísvitandi rangfærslu,“ segir Björn. „Með afgreiðslu fjáraukalag- anna og fundum lögreglustjóra með dómsmálaráðuneytinu og fjár- málaráðuneytinu var gengið út frá því að rekstur embættisins yrði að vera í fjárhagslegu jafnvægi miðað við heimildir fjárlaga 2007.“ Í greinargerð með frumvarpi til fjáraukalaga 2007 segir: „Unnið hefur verið að skoðun á fjárhags- stöðu embættisins og tekur tillag- an mið af því að embættið hefji rekstur á grundvelli breytinga og nýrra laga án uppsafnaðs vanda.“ - kóp Björn Bjarnason segir Valgerði Sverrisdóttur fara með rangt mál: Misminni eða rangfærsla RANGT HJÁ VALGERÐI Björn segir Val- gerði Sverrisdóttur fara með rangt mál í Fréttablaðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SVÍÞJÓÐ Sextán ára unglingur var handtekinn í Svíþjóð sólarhring eftir skotárásina í Finnlandi eftir að lögregla uppgötvaði mynd- skeið með hótunum hans á YouTube. Unglingurinn sveiflaði skamm- byssu og hótaði fjöldamorði. Eftir rannsókn heima hjá honum voru vopn gerð upptæk. Unglingurinn er frá bænum Köping og er talið að faðir hans hafi hjálpað honum að gera myndskeiðin, að sögn Dagens Nyheter. Lögregla gerði einnig upptæk vopn tæplega fertugs manns sem hafði látið unglinginn fá skammbyssu. Í haust verða sænskir lög- reglumenn þjálfaðir sérstaklega í því að taka á skotárásum í skólum. - ghs Í kjölfar árásar í Finnlandi: Sænskur nemi hótaði morðum HANDSKRAUT Í PAKISTAN Pakistanskar múslimastúlkur sýna hendur sínar sem hafa verið skreyttar að hefðbundnum hætti fyrir Eid-al-fitr-hátíðina sem markar lok Ramadan, föstumánaðar- ins helga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 38 33 0 9. 20 08 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Yaris Sol 1300 bensín, 5 gíra Á götuna: 05.07 Ekinn: 47.000 km Verð: 1.750.000 kr. Skr.nr. LS464 Toyota Corolla 18" felgur, vindskeið, Xenon-ljós í stuðara, samlitur 1400 dísel, 5 gíra Á götuna: 02.08 Ekinn: 4.000 km Verð: 2.990.000 kr. Skr.nr. HZK74 Toyota Land Cruiser 120 GX 35" breyttur, tölvukubbur, dráttarbeisli filmur, vindskeið 3000 dísel, sjálfsk. Á götuna: 01.08 Ekinn: 13.000 km Verð: 7.760.000 kr. Skr.nr. FJU29 BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla með 12 mánaða viðbótarábyrgð. Toyota Prius Hybrid 1500 bensín/rafmagn, sjálfsk. Á götuna: 11.05 Ekinn: 53.000 km Verð: 2.630.000 kr. Skr.nr. YH460 Toyota Avensis EXE 18" felgur, dráttarbeisli 2000 bensín, sjálfsk. Á götuna: 10.07 Ekinn: 14.000 km Verð: 4.150.000 kr. Skr.nr. GSD70 NÚNA ER SKYNSAMLEGT AÐ KAUPA NOTAÐAN BÍL – EF HANN ER BETRI NOTAÐUR ÚRVALSBÍLL Toyota Land Cruiser 200 Navigation, sóllúga, krómpakki, húddhlíf 4500 dísel, sjálfsk. Á götuna: 01.08 Ekinn: 12.000 km Verð: 12.450.000 kr. Skr.nr. DPP47 FLÓTTAMENN Við húsleit í Reykja- nesbæ þann 11. september kom í ljós að atvinnurekendur virðast „í talsverðum mæli“ nýta sér flótta- menn sem ódýrt ólöglegt vinnuafl. Um tíu hælisleitandanna hafa sinnt slíkum störfum, að sögn Hauks Guðmundssonar, forstjóra Útlend- ingastofnunar. Þetta sé kannski ekki alfarið slæmt, því hælisleitendur séu hvattir til að sækja um bráða- birgðaleyfi, til að geta stundað vinnu á meðan umsókn þeirra er til umsagnar. En verra sé ef fólk, sem sé ekki flóttafólk í raun, nýti sér aðstöðuna sem „frítt hótel“ og sendi launin heim, til dæmis til Evrópu. Haukur segir að fjórir hælisleit- endur frá Albaníu hafi verið með „verulegt fé“ og reynst vera með gilt dvalarleyfi á Grikklandi til 2015. Þeir hafi síðustu 7 ár verið í hælisleit á öllum Norðurlöndunum. Maður, sem sagðist frá Alsír, var með franskt vegabréf, sem hann segir falsað, en „grunur leikur á að svo sé ekki“. Annar, sem kveðst vera frá Íran, hafi greint frá því að hann hafi áður verið í hælismeðferð í Bretlandi. Sé það rétt verði bresk yfirvöld beðin um að taka við honum. Þá fannst sænskur refsidómur vegna alvarlegrar líkamsárásar á einum manni. Þessi maður hafi síðan farið í hungurverkfall og krafist að fá upphæð til baka, sem lögreglan kannast ekki við að hafa tekið af honum. Fé það sem var tekið af flóttafólkinu hefur öllu verið skilað. - kóþ Útlendingastofnun segir fjóra Albana hafa verið með „verulegt fé“ og sótt um hæli á öllum Norðurlöndum: Atvinnurekendur nýta sér flóttamenn FRÁ MÓTMÆLUM VEGNA LEITARINNAR Húsleit Útlendingastofnunar og lögreglu hefur verið gagnrýnd og sætir nú rannsókn Rauða kross Íslands. MYND/VÍKURFRÉTTIR SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra ætlar að skipa nefnd um kvótakerfið. Skipanin er hluti af viðbrögðum við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvóta- kerfið. „Ég mun fljótlega eftir að þing kemur saman á miðvikudag ræða við fulltrúa annarra stjórnmála- flokka og skipa nefndina. Hún mun síðan vinna hratt og skila fljótt af sér,“ segir Einar. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um úttekt á kvótakerfinu og áhrifum þess á þróun byggðar. Í þá úttekt var vísað þegar álit mannréttindanefndarinn kom. - kóp Sjávarútvegsráðherra: Kvótanefnd skipuð fljótlega

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.