Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 14
14 30. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 1499 4.701 -4,82% Velta: 11.630 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,34 -3,21% ... Atorka 4,84 -13,57% ... Bakkavör 22,20 -7,88% ... Eimskipafélagið 4,11 -0,96% ... Exista 6,54 -14,17% ... Glitnir 15,70 0,00% ... Icelandair Group 19,00 -5,47% ... Kaupþing 723,00 -3,60% ... Landsbankinn 21,50 -6,73% ... Marel Food Systems 89,20 -2,83% ... SPRON 2,90 -13,43% ... Straum- ur-Burðarás 8,59 -8,13% ... Össur 93,70 -2,40% MESTA HÆKKUN EIK BANK +3,53% MESTA LÆKKUN EXISTA -14,17% ATORKA -13,57% SPRON -13,43% Stjórn Byrs sparisjóðs hefur hætt sameiningarviðræðum við Glitni banka. Ákvörðun um þetta var tekin í gærmorgun eftir fregnir af kaupum ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni. „Viðræður voru á algjöru frum- stigi og ekki farið að afhenda gögn ennþá,“ segir Jón Þorsteinn Jóns- son, stjórnarformaður Byrs. Jón Þorsteinn segir fullsnemmt að spá fyrir um framhaldið hvað varði aðkomu Byrs af samrunum á fjármálamarkaði. „Menn eru nú bara rétt að ná andanum á söguleg- um degi,“ sagði hann í gær, en ítrekaði um leið að Byr væri öflugt fyrirtæki og ekkert sem þrýsti á um breytingar. - óká Byr og Glitnir sameinast ekki Úrvalsvísitalan féll um 4,8 pró- sent í gær en það er mesta fall hennar á einum degi frá upphafi. Þá féll krónan um 3,6 prósent eftir viðvarandi veikingu fram eftir degi og hefur krónan aldrei verið veikari. Gengisvísitala krónunnar end- aði í 186,6 stigum í gær. „Krónan veiktist hratt í upphafi dags og styrktist svo aftur lítilega rétt fyrir klukkan tíu. Eftir það hóf hún veikingarferli á nýjan leik í mikilli veltu en velta nam 67,4 milljörðum króna,“ bendir grein- ingardeild Landsbankans á. Helstu erlendu gjaldmiðlarnir fóru í hæstu hæðir gagnvart krónu að Bandaríkjadal undanskildum, sem til skamms tíma fór í rúmar 100 krónur. Dollarinn hefur ekki verið dýrari síðan snemma í apríl árið 2002. Af Úrvalsvísitölufélögunum svokölluðu féll gengi bréfa í Existu mest, eða um 14,17 prósent en næstmest í Atorku, eða um 13,6 prósent. Gengi allra íslensku bankanna - að hlutabréfum Glitnis undan- skildum sem voru stöðvuð í gær- morgun – féll á bilinu 13,4 til 3,6 prósenta. Mest var fall Spron en minnst á bréfum Kaupþings. Greiningardeild Landsbankans bendir í Vegvísi sínum á að bendir á að fyrir gærdaginn hafði mesta fallið verið í apríl 2006 og í maí 2001. Á fyrri hluta árs 2006 hafi staðið yfir svonefnd Íslandskrísa en lækkunin árið 2001 tengdist endalokum netbólunnar. Greining Glitnis bendir á að væntingavísitala Gallup fyrir september verður birt í dag og segir lítinn hug hefur verið í neyt- endum undanfarna mánuði. „Væntingar jukust þó lítið eitt í ágúst eftir að hafa mælst í sögu- legu lágmarki mánuðina á undan. Ætla má að órói á fjármálamörk- uðum í september liti mat neyt- enda á efnahagsástandinu svo og gengislækkun krónunnar í mánuð- inum,“ segir í umfjöllun greining- ardeildarinnar. - jab, óká Fallið aldrei verið meira Krónan veiktist um 3,9 prósent í viðskiptum gær- dagsins. Hrapið ágerðist eftir fregnir af aðkomu rík- isins að Glitni. Úrvalsvísitalan féll um 4,8 prósent. MIÐLARAR Í KAUPHÖLLINNI Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur aldrei fallið meira á einum degi en hún gerði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ríkisstjórnir Beneluxlandanna, Hollands, Belgíu og Luxemborgar hefur komið fjár- málafyrirtækinu Fortis til bjargar með 11,2 milljarða evra framlagi og tekur í staðinn 49,9 prósenta hlut í fyrirtækinu. Þá þjóðnýtti ríkisstjórn Bretlands fast- eignalánastarfsemi fjármálafyrirtækisins Bradford & Bingley, en spænski bankinn Banco Santander mun kaupa útibúanet fyrir- tækisins. Þriðja stóra fjármálastofnunin sem bjargað var af ríkinu var þýska fasteigna- lánafélagið Hypo Real Estate Group sem er hið stærsta í Evrópu. Ríkið, ásamt hópi þýskra banka, munu veita félaginu 35 millj- arða evra neyðarlán en með því er tryggt að félagið geti haldið áfram starfsemi út næsta ár. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu féllu mikið á mánudag, en FTSE 100-vísitalan breska féll um 5,3 prósent og Dax-vísitalan þýska féll um 4,2 prósent. Mest féllu bréf í fjármálafyr- irtækjum. Óttast er að fleiri evrópskir stórbankar kunni að verða gjaldþrota á næstu vikum, ell- egar að stjórnvöld neyðist til að koma þeim til bjargar. Business Week bendir á að hlutabréf svissneska stórbankans UBS hafi fallið um 30 prósent en UBS hefur tapað miklu á undir- málslánastarfsemi í Bandaríkjunum. - msh Þjóðnýting einnig í Evrópu HÖFUÐSTÖÐVAR FORTIS Fortis, sem hefur höfuð- stöðvar sínar í Brussel, er eitt stærsta fjármálafyrir- tæki Evrópu. MARKAÐURINN/AFP Tryggingasjóður bandarískra inni- stæðueigenda, FDIC, hefur gengið frá samningi um kaup Citigroup á Wachovia, fjórða stærsta banka Bandaríkjanna. Kaupverðið er 2,2 milljarðar dollara en heildareignir Wachovia eru yfir 800 milljarðar. Með kaupunum er komið í veg fyrir gjaldþrot Wachovia en á fimmtudaginn í síðustu viku varð Washington Mutual, áttundi stærsti banki Bandaríkjanna, gjaldþrota. Citigroup mun axla allt að 42 milljarða tap af eignum Wachovia, en FDIC tap umfram það. Í skiptum fyrir þessa ábyrgð mun FDIC eignast 12 milljarða hlut í Citigroup. Kaupin styrkja enn Citigroup, sem er nú einn þriggja stærstu banka Bandaríkjanna, ásamt JPMorgan og Bank of America, en saman eiga þeir þriðjung allra innistæðna í Bandaríkjunum. -msh Bandaríska ríkið tek- ur hlut í Citigroup VIÐSKIPTI „Ábyrgðin er ekki umfram það sem eigandinn ber gagnvart fjárfestingunni,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra þegar hann er spurður um hvort ríkisábyrgð á skuldbindingum Glitnis fylgi 75 prósenta eignarhlut ríkisins. Skuldatryggingará- lag á Glitni lækkaði í gær um 150 punkta og var 1.250 punktar um kvöldmatarleytið í gær. Skuldatryggingarálag á Kaupþing hækkaði hins vegar um 450 punkta, í 1.650, og um 250 punkta á Landsbankann, í 1.240. Björgvin G. Sigurðsson segir að kaup á 75 prósenta hlut í Glitni, í stað þess að hann yrði allur keyptur, hafi ekki verið hugsuð til að koma í veg fyrir að ríkisábyrgð myndað- ist á skuldbindingum bankans. „Það var metið svo að þetta væri best fyrir markaðinn.“ Davíð Oddsson seðla- bankastjóri sagði í gær að Glitnir hefði að óbreyttu farið í þrot. Kaup ríkisins á 75 pró- senta hlut fyrir 84 millj- arða króna þýða að í stað þess að fyrirliggjandi hlut- hafar tapi öllu er hlutur þeirra þrátt fyrir allt yfir 20 milljarða króna virði. - ikh BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Ríkisábyrgð fylgir ekki með hjá GlitniLítill greinarmunur virðist gerður á Glitni og öðrum íslensk- um bönkum í umræðum á spjallvefjum skandínavísku viðskiptablaðanna. Margir þykjast hafa séð fyrir að umsvif Íslendinga myndu enda illa. Norrænir fjölmiðlar hafa einn- ig vitnað til orða Davíðs Odds- sonar, seðlabankastjóra, að Glitnir hefði orðið gjaldþrota ef ríkið hefði ekki komið bankanum til bjargar. Dagens Industry slær ummælunum upp í fyrir- sögn. Sænska fréttaveitan E24 vitnar í Tomas Ullman sérfræð- ing hjá verðbréfafyrirtækinu Erik Penser, en hann segir að björgun Glitnis og belgíska fjármálafyrirtækisins Fortis sýni að ekki sé hægt að treysta orðum yfirvalda og banka um heilbrigði fyrirtækjanna. - msh Greina ekki á milli bankanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.