Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Kajakklúbburinn Kaj, félag kajakræðara á Austurlandi, stendur fyrir reglulegum kvöld- róðrum á fjörðunum. Bjarki Rafn Albertsson er félagi í kajak- klúbbnum. „Þetta er toppurinn. Ég byrjaði í klúbbnum kringum árið 2000 og á minn bát sjálfur, en starfandi félagar voru um tíu til fimmtán í þessum félagaróðrum í sumar. Hér eru um tuttugu bátar og nýliðarnir leigja sér þá bát.“ Bjarki segir fyllsta öryggis gætt í kvöldróðrum félagsins. Ljós séu höfð með í för og reglu- legt nafnakall og talning fari fram svo allir haldi hópinn. „Við förum oft í tveggja tíma róðra á kvöldin. Oft tökum við með okkur nýliða og þá förum við styttri vegalengd- ir og róum þá með fram strönd- inni. Þetta eru skemmtiferðir og kannski æfingar líka en aðallega gert fyrir samveruna.“ Klúbburinn er í samstarfi við önnur kajakfélög um landið og segir Bjarki fólk koma alls staðar að til að róa með þeim. Í sumar var haldið róðramótið Eiríkur rauði sem Bjarki segir hafa verið vel sótt. Ástæðu þess að Bjarki fékk sér kajak og byrjaði að róa um fjörðinn segir hann hafa verið áhuga sinn á sjónum. „Ég hef alltaf haft áhuga á sjón- um og til að byrja með var ég með trillu til að leika mér á, en þetta kostar miklu minni pening og svo er engin hávaðamengun af þessu. Ég fer stundum einn í róðra en fer þá ekki langt. Maður sér alltaf eitthvað nýtt sem maður sá aldrei þegar maður sigldi framhjá á trillu.“ Bjarki segir kajakróður íþrótt sem reyni á allan líkamann þegar réttri tækni hafi verið náð. Hann segir róðraferðirnar geta verið afslappandi en hann hafi þó íhug- að að hætta að róa í sumar. „Ég var á báðum áttum í sumar en nú er konan mín komin í þetta með mér svo það hefur peppað aftur upp áhugann. Þetta er fínt fjölskyldusport.“ heida@frettabladid.is Kvöldróðrar um fjörðinn Á Austfjörðum er starfræktur kajakklúbburinn Kaj og fer félagið í rökkurróðra á kvöldin. Bjarki Rafn Albertsson hefur verið félagi í nokkur ár og líkar vel. Hann segir róðrana afslappandi. Bjarki Rafn Albertsson kajakræðari segir róðrana um fjörðinn afslappandi. MYND/ÚR EINKASAFNI AUSTUR-ASÍUFRÆÐI er tiltölulega nýtt BA-nám við Háskóla Íslands. Nemendur öðlast þekkingu á sögu og menningu Austur- Asíu og geta valið á milli þess að læra kínversku eða japönsku. Þeir sem taka Austur-Asíufræði sem aðalgrein, nema eina önn í Kína eða Japan, eftir því hvort tungumálið þeir hafa valið sér. BORÐAÐU ÞIG HOLLARI! Vægttab 30 kilo på 30 uger Auðveldar þér að léttast Losaðu þig við 5 kíló á 5 vikum Nýtt og yfirfarið matarprógram, sem hjálpar þér við að losa þig við aukakilóin. Lærðu um það hvernig þú borðar fjölbreyttar máltíðir með hollum og góðum mat. GARÐABÆ REYKJAVÍK REYKJANESBÆR AKUREYRI NÝTT MA TAR- PRÓGRA M Léttist um 30 kíló á 30 vikum 865-8407 vigtarradgjafarnir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.