Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 18
HEILSUÁTAKIÐ getur verið ágætt að byrja með smáum en ákveðnum skrefum. Aðeins meira grænmeti og góður göngutúr á hverjum degi er til dæmis ágætis byrjun. „Ég legg mikla áhersla á mjúkar æfingar á boltanum. Líka mjög góðar teygju- og styrktaræfingar en markmiðið er að styrkja sig fyrir fæðingu, bæði andlega og lík- amlega,“ segir Hildur Sigurðar- dóttir sem kennir í tímunum. Sporthúsið býður nú í fyrsta sinn upp á meðgönguleikfimi af þessu tagi og á Hildur von á góðri þátt- töku. „Tímarnir hefjast 7. október og eru tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Þeir eru frá kl. 12.05- 12.55 og því er kjörið að bregða sér í leikfimi í hádeginu og rækta lík- ama og sál,“ segir Hildur áhuga- söm en hún leggur mikla áherslu á að konur rækti sig sjálfar á með- göngu til að vera vel undirbúnar fyrir það sem koma skal. „Þegar konur stunda hreyfingu á meðgöngu safna þær ekki eins miklum bjúg og verða ekki eins pirraðar í fótunum. Auk þess eru þær fljótari að jafna sig eftir fæð- ingu og eru betur í stakk búnar til að sinna móðurhlutverkinu,“ segir Hildur sem naut aðstoðar Kristínar Rúnarsdóttur við að útbúa æfinga- kerfið. Hildur blandar saman jóga og fit- pílates í æfingum sínum. „Það er gaman að prófa eitthvað nýtt og mig langar að kynna þessar frá- bæru æfingar. Þrátt fyrir að þær taki í þá gerir hver og ein eins og hún getur. Æfingarnar geta einnig nýst í fæðingunni en farið er vel í öndun og þess háttar,“ útskýrir Hildur og bætir við að margar konur nýti sér boltann í fæðingunni sjálfri og að hann gagnist þar vel sem og heima við eftir fæðingu. „Oft myndast skemmtilegir hópar í leikfiminni og er þetta góður félagsskapur. Stundum hafa konur farið saman á kaffihús eftir tímana og haldið sambandi,“ segir Hildur og mun hún hugsanlega fara af stað með mömmuleikfimi seinna ef áhugi skapast. Hildur kennir einnig venjulegt fit-pílates fyrir alla sem hefst 6. október. „Þeir tímar eru líka góð hreyfing í framhaldi af fæðingu en það er frábært að skreppa í hádeg- inu og rækta sjálfan sig og styrkja maga, rass og læri. Ef fólk skráir sig í fit-pílates þá hefur það einnig aðgang að tækjasal Sporthússins,“ útskýrir hún. Þeir sem hafa áhuga að skrá sig í meðgöngupílates og fit-pílates í Sporthúsinu geta sent tölvupóst á salome@sporthusid.is en einnig er hægt að hringja í síma 771 4014 hrefna@frettabladid.is Styrkja sig fyrir fæðingu Sporthúsið mun nú í fyrsta sinn bjóða upp á meðgöngupílates tvisvar í viku. Hildur Sigurðardóttir kennir og skipuleggur tímana en áhersla er á mjúkar styrktaræfingar, öndun og boltaleikfimi. Sporthúsið býður nú í fyrsta sinn upp á meðgöngupílates. Hildur Sigurðardóttir kennir æfingarnar og hefur auk þess þróað æfingakerfið sem er blanda af fit pílates, boltaleikfimi og jóga. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þekkingarmiðlun ehf. býður upp á námskeið þar sem farið er í markvissar aðferðir til að stjórna álagi og meðhöndla streitu. Hinn 7. október býður Þekkingar- miðlun ehf. upp á námskeið frá kl. 12.30 - 16.30 í að stjórna álagi og streitu. Á námskeiðinu greina þátttakendur eigin streituvið- brögð og streituþol. Farið er í aðferðir til að stjórna og með- höndla streitu og álag og ná þannig fram meiri ánægju í starfi og einkalífi. Leiðbeinandi er Kolbrún B. Ragnarsdóttir. Námskeiðið kostar 18.900 krónur. og hægt er að skrá sig á www.thekkingar- midlun.is. - hs Námskeið í streitustjórn Streita getur valdið mikilli vanlíðan og hefur áhrif á heilsufar. Fræðsla - Kennsla - Skemmtun Sæktu innblástur og fróðleik í smiðju heimsþekktra og reyndra fagaðila eins og Les Moore, náttúrulæknis og frumkvöðuls í Integrative lækningum, Brian Dailey, skurð- og bráðalæknis i New York og Daníels J. Benor, geðsálfræðings og höfundar „Healing research“ Ráðstefnan er haldin að Hótel Kríunesi við Elliðavatn Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og fyrirlestra er að fi nna á www.simnet.is/arnarljos Skráning: radstefnuskraning@gmail.com eða í síma: Lilja 699-0858, Þóra 896-8521 Allir velkomnir Alþjóðleg ráðstefna 3.-5. október 2008 Heilsa og vellíðan ! Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.