Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 19
Hjá Ad Astra býðst grunnskóla- börnum tækifæri til að læra undir handleiðslu háskólakennara í skapandi og framsæknu háskóla- umhverfi Háskólans í Reykjavík. Ad Astra fer af stað með sína þriðju önn í næsta mánuði og mörg ný og spennandi námskeið verða í boði að þessu sinni. „Tölvu- öryggi er nýtt af nálinni, svo og franska, enskar smásögur, forn- leifafræði, kvikmyndagerð og handritagerð fyrir kvikmyndir, en hátt í tuttugu mismunandi nám- skeið verða í boði,“ segir Brynja B. Halldórsdóttir framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Að sögn Brynju hafa spænsku- námskeiðin verið vinsælust og strax er farið að fyllast í nám- skeiðið fyrir næstu önn. „Í fyrra buðum við upp á rafmagnseðlis- fræði sem var mjög vinsæl. Í ár ætlum við að breyta til og bjóða upp á rafmagnsverkfræði í stað- inn,“ segir Brynja. Námskeiðin eru fyrir börn í 6.- 10. bekk grunnskóla, en að sögn Brynju er lítið mál að gera undan- tekningar fyrir yngri snillinga. Hún segir að yngsti nemandinn þeirra hafi verið tíu ára stúlka sem sat heimspekinámskeið í fyrra og að kennari hennar hafi talið hana með betri nemendum námskeiðsins. „Aldur skiptir litlu máli. Eina krafan sem við gerum er áhugi. Ef krakkar eru tilbúnir að vakna snemma á laugardags- morgnum til að læra, þá eru þau velkomin,“ segir Brynja. Að sögn Brynju hafa bæði krakkar og foreldrar verið ánægð- ir með námskeiðin og foreldrar hafa talað um að börn þeirra hafi fengið aukið sjálfstraust og orðið félagslyndari. „Það eru engin próf í námskeiðunum hjá okkur. Þau ganga einungis út á ánægjuna af að læra nýtt og meira.“ Stofnendur Ad Astra voru allir menntaskólanemar þegar fyrir- tækið fór af stað og Brynja ári á undan í skóla. Hún skilur því þörf duglegra og bráðgerra barna fyrir að fá tækifæri til að læra meira en það sem námskrá grunnskól- anna býður upp á. Nafnið Ad Astra kemur úr fyrri hluta latnesks málsháttar sem þýða má á íslensku; Enginn verður óbarinn biskup. „Nafnið völdum við því við vitum að við þurfum öll að hafa fyrir því að komast áfram,“ segir Brynja. Skráning á námskeiðin er hafin og fer fram á heimasíðu Ad Astra, www.adastra.is. Þar er einnig hægt að finna nöfn allra nám- skeiðanna, námskeiðslýsingar og nöfn kennara. klara@frettabladid.is Enginn óbarinn biskup Ný önn er að hefjast hjá Ad Astra, en námskeiðin hjá þeim eru ætluð bráðgerum og námsfúsum börnum í eldri bekkjum grunnskóla. Mörg ný námskeið verða í boði á þessari önn. Brynja var ári á undan í skóla og skilur því þörf bráðgerra barna fyrir verkefni við hæfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÆVINTÝRALÍF heitir námskeið sem kennt verður hjá Manni lifandi miðvikudaginn 8. október næstkomandi. Nánari upplýsingar um það má fá á vefsíðunni www.madurlifandi.is. Alla mmtudaga Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.