Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 42
26 30. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Lokaumferðin var æsispennandi þar sem allra augu beindust eðlilega að leik Keflavíkur og Fram annars vegar og Fylkis og FH hins vegar sem skáru úr um hvort Keflavík eða FH yrði Íslandsmeistari. Keflvíkingar misstigu sig illilega gegn Fram á heimavelli sínum og töpuðu 1-2 á meðan FH- ingar kláruðu sinn leik 0-2 á útivelli gegn Fylki og urðu þar með Íslandsmeistarar. Framarar fögnuðu einnig dátt þar sem sigur þeirra þýddi að Safamýr- arfélagið endaði í þriðja sæti og vann sér þar með inn þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða. KR-ingar tryggðu sér fjórða sætið eftir 0-1 sigur á Vodafonevellinum gegn Valsmönn- um sem urðu að láta sér lynda fimmta sætið. Nýliðar Fjölnis mega vel við una en þeir hirtu sjötta sætið eftir 0-3 sigur gegn botnliði ÍA á Akranesvelli. Grindvíkingar enduðu tímabilið einnig á góðum nótum með enn einum útisigri sínum í sumar, en þeir unnu átta af ellefu leikjum sínum á útivelli, í þetta skiptið gegn Þrótti. HK-ingar fengu svo uppreisn æru þegar þeir unnu nágranna sína 2-1 á Kópavogsvelli en Blik- arnir féllu fyrir vikið niður í áttunda sæti. 22. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: KEFLVÍKINGAR FÉLLU Á LOKAPRÓFINU FH Íslandsmeistari árið 2008 TÖLURNAR TALA Flest skot: 20, FH Flest skot á mark: 10, KR Fæst skot: 4, Grindavík Hæsta með.ein.: 7,4 FH Lægsta meðaleink.: 4,9 Valur Grófasta liðið: 15 brot, Keflavík Prúðasta liðið: 4 brot, ÍA Flestir áhorf.: Keflav.-Fram, 3.875 Fæstir áhorf.: Þróttur-Grind., 563 Áhorfendur alls: 8.650 > Besti dómarinn: Kristinn Jakobsson fékk hæstu einkunn hjá Fréttablaðinu fyrir lokaumferð Landsbankadeildarinnar eða 9. Kristinn dæmdi leik FH og Fylkis á Fylkisvelli og leysti það verkefni með sóma. >Atvik umferðarinnar Keflavík vildi fá vítaspyrnu dæmda þegar Hannes Þór Hall- dórsson, markvörður Fram, virtist bregða Símun Samuelsen en dómarinn Jóhannes Valgeirsson kaus að spjalda Færey- inginn fyrir leikaraskap. Atvikið átti sér stað í stöðunni 1-0 fyrir Keflavík en Fram jafnaði leikinn fimm mínútum síðar og vann svo sem kunnugt er að lokum, 1-2. >Ummæli umferðarinnar „Það er nokkuð nett að verða Íslandsmeistari í gallabuxum þó svo að ég sé nú í búningnum undir,“ segir Tryggvi Guðmundsson í viðtali við Fréttablaðið eftir leik Fylkis og FH. Tryggvi var í leikbanni og sat í stúkunni á meðal stuðnings- mannahóps FH, Mafíunnar. Guðmundur Sævarsson (2) Ólafur Páll Snorrason(4) Auðun Helgason (8) Davíð Þór Viðarsson (3) Scott Ramsay(7) Óskar Örn Hauksson(3) Hallgrímur Jónasson (5) Tommy Nielsen (6) Paul McShane(4) Matthías Vilhjálms.(4) Gunnleifur Gunnleifs.(4) FÓTBOLTI Ensku félögin Manchest- er United og Arsenal verða meðal annarra í eldlínunni í Meistara- deild Evrópu í kvöld. Englands- og Meistaradeildar- meistarar Manchester United mæta Danmerkurmeisturum AaB frá Álaborg í kvöld sem komu þónokkuð á óvart með því að hanga á markalausu jafntefli gegn Celtic í fyrstu umferð riðlakeppninnar. United á þó ekkert sérstakar minningar frá síðustu heimsókn sinni í Danaveldi, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2006-2007, þegar félagið tapaði fyrir FC Kaupmannahöfn. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, varar því leikmenn sína að vera ekki með neitt van- mat gagnvar AaB. „AaB var ef til vill heppið að fá eitthvað út úr útileik sínum gegn Celtic en nú er félagið á heima- velli og fyrst við erum að koma í heimsókn verður uppselt og allt brjálað í stúkunni. Danir eru þekktir baráttumenn og ég er viss um að gamli vinur minn Rioch á örugglega ekki eftir að lenda í erf- iðleikum með að hvetja þá fyrir leikinn,“ segir Ferguson. Bruce Rioch, knattspyrnustjóri AaB og fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að United sé í allt öðrum gæðaflokki en danska félagið en er þó hvergi nærri banginn fyrir viðureignina. „United-liðið er frábært og á eflaust eftir að ráðast á okkur eins og ljón á eftir bráð sinni, með því að bíta á slagæðina. Munurinn á okkur og United er gríðar- legur og yfirmaður knatt- spyrnumála hjá AaB sagði við mig þegar Dimitar Berbatov gekk í raðir United að kaupverðið myndi duga til þess að reka AaB í sjö ár. En við sýndum hins vegar gegn Celtic að við getum spilað vel því þannig er danska leiðin, að spila skemmtilegan fótbolta en ekki vera með neina eyðileggingarstarf- semi,“ segir Rioch. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var allt annað en sáttur eftir tap Lundúnafélagsins gegn nýliðum Hull á Emirates-leik- vanginum um helgina. Hann mun því án efa gera breytingar á byrjunar- liði sínu fyrir leikinn gegn Porto í kvöld. „Það var nóg af atvik- um sem fengu mann til þess að verða óglatt gegn Hull. Frammistaða okkar var langt undir með- allagi og leikmenn mínir vita það fullvel. Því er ég tilneyddur til þess að gera breytingar á lið- inu þegar Porto kemur í heimsókn,“ segir Weng- er. - óþ Önnur umferð í riðlakeppni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta hefst í kvöld með leikjum í riðlum E til H: Fellur United aftur á dönskuprófinu? FÓTBOLTI Valsmenn eru líkt og flest önnur lið í Landsbankadeild- inni farnir að huga að næsta sumri og í gær tilkynnti félagið að markvörðurinn Haraldur Björnsson hefði gengið í herbúðir Hlíðarendafélagsins frá Hearts þar sem hann dvaldi í þrjú ár. Hinn nítján ára Haraldur er uppalinn Valsari og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands en fyrir hjá Val er landsliðsmarkvörðurinn Kjartan Sturluson. Ótthar Edvardsson, aðstoðar- maður framkvæmdastjóra og yfirmaður afrekssviðs hjá Val, staðfesti í samtali við Fréttablað- ið í gær að Kjartan yrði pottþétt áfram hjá Val þrátt fyrir komu Haraldar og verið væri að vinna hörðum höndum þessa dagana að leikmannamálum hjá félaginu. - óþ Leikmannamál hjá Val: Kjartan fær samkeppni VARAR VIÐ VANMATI Sir Alex Ferguson segir að menn verði að mæta tilbúnir til leiks. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Hægri bakvörðurinn knái skoraði seinna mark FH í 0-2 sigr- inum gegn Fylki sem varð til þess að Hafnarfjarðarfélagið landaði Íslandsmeistaratitlinum, en þetta var fyrsta mark Guðmundar í sumar. „Við misstum aldrei trúna og það var ekki hægt að enda þetta á betri veg. Við vorum aðeins róleg- ir eftir að hafa skorað seinna markið því við vissum af því að Fram var komið í 1-2 og það heyrð- ist alltaf á áhorfendum í stúkunni á Fylkisvelli hvað var að gerast í Keflavík. Maður hefur líka alltaf potað inn allavega einu marki á tímabili, það er algjört lágmark, þannig að það var hver að verða síðastur með það,“ segir Guð- mundur á léttum nótum. Hraðmótið gerði gæfumuninn FH-ingar komu vel út úr hraðmót- inu svokallaða á lokasprettinum í sumar en félagið vann þá fjóra leiki af fimm á aðeins tveimur vikum. „Það er skemmtilegra að spila heldur en að vera á æfingarsvæð- inu og við kvörtum ekki yfir því núna að hafa spilað svona þétt síð- ustu tvær vikurnar. Þetta var vissulega strembið en það reynd- ist okkur vel því þegar menn kom- ast á sigurbraut er bara betra að spila þétt í stað þess að þurfa að bíða í langan tíma eftir næsta leik,“ segir Guðmundur. Sterkur kjarni hjá FH Guðmundur er uppalinn hjá FH og hefur aldrei leikið fyrir annað félag. Hann er því hluti af þeim kjarna leikmanna sem tóku þátt í því að koma FH upp í efstu deild árið 2000 og urðu Íslandsmeistar- ar árið 2004, 2005, 2006 og nú í sumar og VISA-bikarmeistari árið 2007. „Það er frábært að vera búinn að taka þátt í þessum uppgangi og þessari velgengni hjá FH á síðustu árum. Við erum einhverjir sjö eða átta leikmenn sem höfum unnið alla þessa titla með félaginu og svo koma reglulega inn ungir og ferskir leikmenn þannig að þetta er góð blanda. Samkeppni um stöð- ur er líka gríðarlega hörð og ég fékk aðeins að finna fyrir því um miðbik sumarsins, en þá verður maður bara að koma enn sterkari til baka og það var gaman að gera það á lokasprettinum í deildinni,“ segir Guðmundur. omar@frettabladid.is Við misstum aldrei trúna Guðmundur Sævarsson átti góðan leik í sigri FH gegn Fylki í lokaumferð Lands- bankadeildarinnar og er fyrir vikið leikmaður 22. umferðar hjá Fréttablaðinu. SIGURSÆLL Guðmundur Sævarsson hefur verið einn af lykilmönnum í góðum árangri FH á síðustu árum og hefur unnið þar fjóra Íslandsmeistaratitla og einn bikar- meistaratitil. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Leifur Garðarsson var í gær ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Víkinga en hann tekur við stöðu Jespers Tollefsen sem hætti með liðið síðastliðinn föstudag. Leifur var rekinn sem þjálfari Fylkis í lok ágúst aðeins nokkrum dögum fyrir undanúrslitaleik liðsins í bikarnum en hann hafði þá stjórnað liðinu frá 2006. Leifur gerði tveggja ára samning en Víkingur endaði í 5. sæti 1. deildarinnar í sumar. - óój Þjálfaramál í 1. deildinni: Leifur ráðinn þjálfari Víkinga KOMINN Í VÍKINA Leifur Garðarsson er tekinn við Víkingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Njarðvík komst áfram í Powerade-bikarnum eftir 16 stiga sigur á Breiðbliki, 84 - 66, í fyrsta leik Loga Gunnarssonar í Njarðvíkurbúningnum í langan tíma. Logi var með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar í fyrsta leik, en Magnús Þór Gunnarsson fór hamförum í sínum fyrsta opinbera leik með Njarðvík. Magnús skoraði 22 stig og hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum en hann skoraði þrjá þrista á fyrstu þremur mínútum leiksins. „Þetta er rosagaman því það er bara æðislegt að koma aftur í Ljónagryfjuna og fá sigur í fyrsta leik. Það er gaman að spila með þessum strákum og við erum með hörkulið eins og menn sjá. Við eigum samt langt í land ennþá, erum stirðir í sókninni en vörnin var fín í dag,“ sagði Logi Gunn- arsson kátur eftir leik, en verður hann örugglega í Njarðvík í vetur? „Ég fer ef eitthvað kemur fyrir 1. október en það eru litlar líkur á því. Mér líður vel hér í Njarðvík og það er ekki hægt að biðja um það betra en sigur í fyrsta leik,“ sagði Logi að lokum. Þór Akureyri komst einnig áfram í gær eftir 98 - 94 sigur á Stjörnunni. Njarðvík mætir Grindavík og Þór spilar við Keflavík í 8 liða úrslitum. - óój Poweade-bikarinn í körfu: Logi lék á ný með Njarðvík MÆTTUR Í LJÓNAGRYJUNA Það gladdi mörg hjörtu í Njarðvík að sjá Loga í Njarðvíkurbúningi á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.