Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Jæja Jóhann, þó hugurinn hafi stefnt eitthvert annað þá ertu nú staddur á tímamótum. Þér hefur verið bolað burt, eftir því sem þú segir sjálfur, og því vil ég skrifa þér þetta bréf því allir lend- um við í því að standa einhvern tímann á tímamótum sem komu of snemma að okkar mati. Mig lang- ar í tilefni dagsins að benda þér á jákvæðu punktana sem finnast á svona tímamótum. TIL að byrjað með þá getur þú væntanlega sofið út á morgun en við skulum kannski láta það liggja milli hluta. Mig langar hins vegar að segja þér söguna af honum Vin- icius De Moraes. Hann var brasil- ískur embættismaður og vann meðal annars í brasilíska sendi- ráðinu í Frakklandi og Úrúgvæ. ÁRIÐ 1959 er honum hins vegar bolað úr embætti svo hann var allt í einu kominn í sömu aðstöðu og þú þegar þú vaknaðir í morgun. Það eru þessi ótímabæru tímamót. En þótt undarlegt megi virðast eru flestir sammála um að það hafi verið mikið lán fyrir Vinucius og einnig brasilíska menningar- sögu því hann fór til síns heima- lands og varð eftir þetta einn af upphafsmönnum Nova Samba. Og fyrir tilstilli hans syngjum við nú, þegar við bregðum undir okkur betri fætinum, Girl From Ipa- nema, One Note Samba, A Felicid- ade og fleiri lög sem runnin eru undan rifjum fyrrverandi emb- ættismannsins atarna. OG það er mikilvægt að hafa það í huga, Jóhann, að engum sögum fer af þeim sem boluðu honum úr starfi; heimsbyggðin veit bara alls ekkert af þeim. Eða eins og gríska máltækið segir um óþekkta menn: jafnvel mamma þeirra veit ekki hverjir þeir eru. En allur hinn upplýsti heimur kannast við tón- og ljóðskáldið Vinicius De Moraes eða hefur að minnsta kosti haft einhver kynni af andlegum afurð- um hans. ÉG ætla ekki að vera með neina pressu á þig Jóhann, en alla vega, það verður spennandi að fylgjast með því hvað þú tekur þér fyrir hendur nú þegar þú stendur í sömu sporum og Moraes gerði árið 1959. Bréf til Jóhanns 7.35 13.18 18.59 7.21 13.02 18.42 Í dag er þriðjudagurinn 30. september, 274. dagur ársins. Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Svefnpokapláss kr. 1.500 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is Selva Val Gardena er lítið fjallaþorp í Dólómítafjallgarðinum, einu besta og vinsælasta skíðasvæði heims. Svæðið er einkar sólríkt og magnað útsýnið yfir snævi þakta Alpana gleymist seint. Frá Selva hafa ferðamenn beinan aðgang að stærsta skíðasvæði heims, 450 lyftur og rúmlega 1000 km af skíðabrautum, flestar tengdar saman í samfellda skíðaparadís. Öll möguleg þægindi finnast í Selva. Fjöldi „après"-skíðastaða býður ilmandi kaffi og heitt súkkulaði, heimilislegir veitingastaðir reiða fram ítalska rétti - lúnir skíðamenn geta hlakkað til dagsloka. Skíðalyfturnar úr bænum eru í göngufæri frá öllum hótelum Úrvals-Útsýnar. Við fljúgum með Icelandair til Ítalíu, sem gefur ferðamönnum kost á Saga Class-sætum og öllum þeim fríðindum sem því fylgja. Sannarlega toppurinn á tilverunni! Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Verðdæmi: 138.376,- Verðdæmi: 163.765,- Staðsett rétt við Ciampinoi-skíðabrekkuna, æfingarbrekkuna og skíðaskólann. Hótelið er miðsvæðis í bænum en jafnframt ríkir þar þögul kyrrð. Skíðabrekkurnar liggja beint að hótelinu sjálfu og inn í hlýjuna. Fallegt hótel í Alpastíl skreytt með útskurði heimamanna. Persónuleg þjónusta og snyrtimennska einkenna hótelið, sem stendur neðst við eina af skíðabrekkum Selva. Hægt að renna sér að hótelinu. á mann m.v. 2 fullorðna og eitt barn 2ja til og með 11 ára í jólaferð í eina viku 20. des. Innifalinn morgunverður. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 139.710,- á mann m.v. 2 fullorðna og eitt barn 2ja til og með 11 ára í jólaferð í eina viku 20. des. Innifalið hálft fæði. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 176.110,- Ódýrustu sætin bókast fyrst! Hótel Garni Miara Hótel Somont Selva Val Gardena Toppurinn á Ölpunum ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Bókunarsíminn er opinn til kl. 19 alla virka daga og frá kl. 10–14 á laugardögum WWW.ICELANDAIR.IS Jólaferð: 20. des. í 7 nætur / örfá sæti laus 20. des. í 14 nætur / uppselt Áramót: 27. des. í 7 nætur / uppselt 3. janúar í 11 nætur 14. janúar í 10 nætur Vikulegt flug frá 24. janúar til 7. mars

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.