Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI EFNAHAGSMÁL Gengi krónunnar féll um ríflega fimm prósent í gær og hefur það aldrei verið lægra. Ólíklegt er talið að ríkið geti í bráð losað sig við 75 prósenta hlut sinn í Glitni, en stjórnvöld segjast ekki ætla að eiga hlutinn til langframa. Þetta kemur fram í nýju mati Fitch Ratings á Glitni. „Virðist sem téð matsfyrirtæki álíti að íslenska ríkið hafi tekið sér stærri bita í munn en það nái að kyngja varðandi fjármögnun hins nýja ríkisbanka á næstu mánuð- um“, er niðurstaða greiningar- deildar Kaupþings í kjölfar þess að erlend matsfyrirtæki hafa hvert af öðru sent tilkynningar um lækk- un á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Moody‘s lækkaði nú síðast lánshæfiseinkunn Glitnis og íhug- ar að lækka einkunnir hinna stóru bankanna. Greiningardeild Kaupþings segir jafnframt að yfirtaka ríkis- ins á Glitni sé auk þess talin tak- marka svigrúm ríkisins til þess að bregðast við öðrum lausafjár- vandamálum í íslensku fjármála- kerfi. Gengi krónunnar hefur fallið næstum stöðugt allt undanfarið ár. Virði hennar er aðeins ríflega helmingur þess sem það var fyrir réttu ári. Danska krónan kostar nú tuttugu íslenskar og japanska jenið er komið upp í heila krónu. Verðmæti hlutar ríkisins í Glitn- is jókst um 116 milljarða króna í gær, en þá hófust að nýju viðskipti með hlutabréf í bankanum. Tap annarra hluthafa Glitnis nemur hátt í 170 milljörðum króna eftir gærdaginn. Þorsteinn Már Bald- vinsson, stjórnarformaður Glitnis, sagði í viðtali við Kastljós í gær- kvöldi að stærstu mistök sem hann hefði gert lengi, hefðu verið að leita til Seðlabankans vegna vand- ræða Glitnis. Þorsteinn segir að Davíð Odds- son og Geir H. Haarde hafi sett afarkosti án þess að meta veð fyrir láni til Glitnis. Davíð hafi boðað til blaðamanna- fundar áður en helstu hluthafar í Glitni höfðu undirritað samkomu- lag um að ganga að tilboði ríkisins, þvert á loforð um annað frá bankanum. Viðskipti með þrjá sjóði bankans hefjast aftur í dag. Öll skuldabréf Stoða, sem eru í greiðslustöðvun hafa verið tekin úr úr sjóðunum. - shá, ikh / sjá síður 2, 4, 6 og Markaðinn Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 1. október 2008 — 267. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Húsaskjól fyrir vegalaus dýr Dýrahjálp Íslands vinnur að því að setja á fót dýraathvarf. TÍMAMÓT 18 TÓMAS R. EINARSSON Spilaði á djasshátíð á slóðum Drakúla greifa • bílar • ferðir Í MIÐJU BLAÐSINS Jacchigua Danssýning fyrir alla fjölskylduna í Salnum 4., 5., 8., 10. og 11. okt. Miðasala á salurinn.is og í síma 570 0400 Komdu á risastóraopnunarhátíðokkar í Grafarvogi þann 4. október kl. 8 Korputorg 112 REYKJAVÍK Minnist Hrafnhildar Friðrik Ómar heldur styrktartónleika til minningar um Hrafn- hildi Lilju Georgs- dóttur. FÓLK 30 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 DÍSILBÍLAR eru sjötíu prósent allra nýrra bíla í Noregi. Hollustuverndin í Noregi hvetur fólk til að kaupa frekar dísil- bíla og segir þá ekki hafa jafn skaðleg áhrif á heilsu fólks og umhverfið og bensínbílar. Hlutfall dísilbíla af nýjum seldum bílum er hæst í Noregi af öllum Evrópulöndunum. Bassaleikarinn Tómas R. Einars- son hélt með latínkvartett sinn til Rúmeníu í lok ágúst og spilaði þar á djasshátíð í borginni Brasov í Karpatafjöllum. Þar komst hann í návígi við sjálfan Drakúla„Við skoð ð myndin að Drakúla greifa var í haldi um tíma. Það eru margar aldir síðan sá grimmi maður sat þarna járnaður en það kemur ekkií veg fyrir að ferð nokkra diska af Romm Tomm Tomm og gaf framkvæmdastjóra djasshátíðarinnar í Braso iHa Djassað fyrir DrakúlaTómas R. Einarsson og latínsveit hans spiluðu nýlega á djasshátíð í Brasov í Rúmeníu og heimsóttu kastala Drakúla í næsta nágrenni. Tómas er ekki frá því að augntennur hans hafi lengst í heimsókninni. Tómas og félagar þrömmuðu upp í kastala þar sem fyrirmyndin að Drakúla greifa var í haldi um tíma og fundu augntennurnar lengjast. MYND/ÚR EINKASAFNI KAUPMANNAHÖFN – LA VILLAHeimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna.Geymið auglýsinguna.www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 LEIÐSÖGUNÁMHnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og mynd- um. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland.Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: ● Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. ● Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. Mannleg samskipti. ● Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhalds- nám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS,Bíldshöfða 18, sími 567 1466,Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. STÍF NORÐAN ÁTT Í dag verða norðan 8-15 m/s víðast hvar. Snjó- koma eða slydda norðan og austan til en þurrt og bjart með köflum syðra. Hiti 0-6, mildast sunnan til. VEÐUR 4 1 2 3 43 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 1. október 2008 – 40. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Aftur í lás | Viðskipti með hluta-bréf voru stöðvuð af varúðará-stæðum í kauphöllum í Moskvu í Rússlandi aðeins mínútu eftir að þau hófust í gærmorgun en menn óttuðust að mikið fall víða um heim í fyrradag myndi smita út frá sér til Rússlands. Fjárfestar uggandi | Gengi hlutabréfa féll verulega í Banda-ríkjunum eftir að fulltrúar þings-ins felldu tillögur stjórnvalda um að setja á laggirnar sjóð sem kaupa á verðlausar eignir fjár-málafyrirtækja á mánudags-kvöld. Fall sem þetta hefur ekki sést í 21 ár. 101 olía | Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í 101 dal á mánudag eftir skell á hlutabréfamörkuð-um um allan heim. Sérfræðingar segja þrengingar í alþjóðahag-kerfinu skýra minni eftirspurn eftir olíu og keyri það verðið niður. Verðið fór hæst í rúma 147 dali í júlí. Fyrsta fórnarlambið | Írland er fyrsta evrulandið sem verð-ur kreppunni að b á Orðskýringin Hvað eru lánalínur? 6 Landsbankinn / GlitnirSameinaður banki jafnstór Kaupþingi 4-5 Gylfi Magnússon Bjart framundan 6 Hag ð Utanþingsviðskipti voru með bréf í Landsbankanum fyrir 5,6 milljarða króna snemma í gær-morgun á genginu 21,5 krónur á hlut. Viðskiptin voru í stærri kantinum, þau fyrri upp á rúman 1,1 milljarð króna en hin upp á rúma 4,5 milljarða. Utanþingsviðskipti eru þau viðskipti sem eiga sér stað beint á milli markaðsaðila og tilkynnt er um eftir á. Heildarvelta með bréf í Lands-bankanum námu rúmum 9,4 millj-örðum króna í gær. - jab LANDSBANKINN Viðskipti með hlutabréf Landsbankans námu rúmum níu milljörð- um í gær. Keypt í LÍ utan þings Ingimar Karl Helgasonskrifar „Enda þótt íslenska ríkið segist ekki ætla að eiga hlut sinn í Glitni um lengri tíma, telur Fitch ekki líklegt að það losni auðveldlega við hlutinn í bráð,“ segir í rökstuðningi matsfyrirtækisins Fitch Ratings, fyrir lækkaðri lánshæfiseinkunn Glitnis, úr B/C í F. Fitch lækkaði einnig lánshæfiseinkunn ríkisins. Það hefur Standard & Poors einnig gert og japanska matsfyrirtækið R & I.Forystumenn ríkissjóðs sögðu í fyrradag að ekki stæði til að eiga 75 prósenta hlut í Glitni til lang- frama. 600 milljónir evra koma fyrir. Ríkið kemur þar inn, með fyrirvara um samþykki hluthafafund- ar í Glitni, og samþykki Alþingis.Ráðherrar í ríkisstjórninni fullyrtu eftir ríkis- stjórnarfund í gær að engar formlegar viðræður ættu sér stað við Landsbankann um að sameiningu við Glitni. Davíð Oddsson seðlabankastjóri kom á ríkisstjórnarfund og fór yfir stöðu mála með ríkis- stjórninni. Hann kannaðist lítt við fund forsætisráð- herra með Björgólfi Thor Björgólfssyni og banka- stjórum Landsbankans í fyrrakvöld.Áður en ákveðið var að ríkið kæmi inn í hluthafa- hóp Glitnis, var rætt um sameiningu við Lands- bankann, með fulltingi ríkisins. Ekki varð af því en enn virðast vera þreifingar í gangi milli ríkisins og Landsbankans. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssam- bands lífeyrissjóða, segir að ekkert hafi verið rætt um það í hópi lífeyrissjóða að koma inn í Glitni. Þá hafi ekkert borist frá stjórnvöldum í þá veru. Ríkið eignaðist hlutinn í Glitni í kjölfar þess að þýskur banki hætti við lánsloforð. Þá leit- aði Glitnir til Seðlabankans, sem hafði sjálfur fengið lán hjá hinum sama banka til að t gjaldeyrisvaraforðan Óvíst að ríkið geti selt Glitni í bráðFitch Ratings segir ólíklegt að ríkið geti selt hlut sinn í Glitni á næstunni. Lífeyrissjóðir eru ekki inni í myndinni. Enn er uppi á borðinu að Landsbankinn sameinist Glitni. Er prentverkiðSvansmerkt? HEILBRIGÐISMÁL Árvisst söfnunarátak Krabbameins- félags Íslands hefst í dag með sölu á bleiku slauf- unni. Dorrit Moussaieff forsetafrú veitti fyrstu bleiku slaufunni viðtöku í höfuðstöðvum Krabbameinsfé- lags Íslands í gær. Dorrit heimsótti einnig Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og skoðaði nýjan stafrænan tækjabúnað leitarstöðvarinnar sem sagður er skipta sköpum í nýgreiningu á brjóstakrabbameini. Bleika slaufan er í ár hönnuð af Hendrikku Waage sem hlotið hefur alþjóðlega viðurkenningu fyrir skartgripahönnun sína. Markmið Krabbameinsfélagsins er að selja 40 þúsund bleikar slaufur fram til 15. október næstkomandi. Um fjögur þúsund slaufur höfðu verið seldar í forsölu til fyrirtækja í gær. Lesendur Fréttablaðsins geta fylgst með því hvernig Krabbameinsfélaginu gengur að ná markmiði sínu á forsíðu Fréttablaðsins næstu fimmtán daga. - ovd Ætla að selja 40 þúsund bleikar slaufur til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands: Nýr tækjabúnaður skiptir sköpum BLEIKA SLAUFAN Hendrikka Waage nælir fyrstu bleiku slaufunni í jakka Dorritar Moussaieff forsetafrúar og Guðrún Agnars- dóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, stendur hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Yfirtaka á Glitni hefti ríkið Erlend matsfyrirtæki óttast að yfirtaka ríkisins á Glitni geti reynst of stór biti og staðið öðrum aðgerðum rík- isins fyrir þrifum. Óvíst er um sölu hlutarins á næstunni. Gengi krónunnar lækkaði um fimm prósent í gær. Eftirsóttur Hallgrímur Jónas- son er undir smásjá fjölda félaga bæði hérlendis og erlendis. ÍÞRÓTTIR 26 VIÐSKIPTI Þunginn í viðræðum Straums og Landsbankans um sameiningu hefur aukist. Unnið var langt fram á kvöld í höfuð- stöðvum Landsbankans í gær. William Fall, forstjóri Straums, og Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður voru þar báðir. Björgólfur Thor og bankastjórar Landsbankans ræddu við forsætisráðherra um bankamál í fyrrakvöld. Ýmislegt hefur dunið á Landsbankanum undanfarið. Nefna má Nýsi, Eimskip og nú Stoðir, sem skulda Landsbankan- um umtalsvert fé. Þá hefur Straumur tilkynnt um hugsanlegt milljarðatap vegna gjaldþrots bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Þá hefur tapast fé vegna gjaldþrots XL Leisure. Fitch hefur lækkað lánshæfis- einkunn Straums og Landsbank- ans. Moody‘s íhugar að lækka lánshæfismat Landsbankans. - ikh Fundir á kvöldin og nóttunni: Vaxandi þungi hjá Straumi og Landsbanka LANDSBANKINN OG GLITNIR Sameinaður banki yrði á við Kaupþing Markaðurinn FYLGIR BLAÐINU Í DAG 1. okt 2007 1. okt 2008 RÝRNUN KRÓNUNNAR VERÐGILDI ÍSLENSKU KRÓNUNNAR ER AÐEINS UM 60 PRÓSENT AF ÞVÍ SEM ÞAÐ VAR FYRIR RÉTTU ÁRI.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.