Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 10
10 1. október 2008 MIÐVIKUDAGUR KRÖFUGANGA Í BERLÍN Þýskt heil- brigðisstarfsfólk í kröfugöngu fyrir meiri fjárveitingum til sjúkrahúsa landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP af ákveðnum vörumLA GE R-ÚTSALA 50-80%afsl. SÍÐUST U DAG AR LAGER ÚTSÖL UNNA R. TIL OG MEÐ 4. OKT OBER. EKKI MISSA AF ÞESSU! Íslensku TAKMARKAÐ MAGN! SKIPULAGSMÁL „Við erum búin að vinna þetta mjög náið með skipu- lagsyfirvöldum og gerum ekki ráð fyrir neinum stórvægilegum breytingum,“ segir Hanna G. Benediktsdóttir, fjármálastjóri Festar ehf., um tillögu að deili- skipulagsbreytingu fyrir svokall- aðan Hljómalindarreit sem lögð var fram á fundi skipulagsráðs á miðvikudaginn. Breytingin gerir ráð fyrir auk- inni uppbyggingu, breyttum götu- myndum og opnu upphituðu torgi á miðju reitsins. Í greinargerð með tillögunni segir að lóðarhafi vilji leggja áherslu á aðgengi almennings að reitnum með því að halda honum opnum í miðju og aðkoma vegfarenda sé möguleg frá öllum hliðum reitsins. Þá segir að byggingarnar taki mið af nálægum húsum og kenni- leitum í götumyndinni. „Á bak við Hljómalind kemur nýbygging við Klapparstíg,“ segir Hanna og vísar til húss sem til stendur að rífa og áður hýsti skemmtistaðinn Sirkus. Þá er ætlunin að gera upp húsin við Laugaveg 17 og 21, svo- kallað Hljómalindarhús. Tillagan gerir ráð fyrir nýbygg- ingum við Laugaveg 19, Klappar- stíg, Smiðjustíg og Hverfisgötu þar sem rísa mun sjö hæða hótel. „Húsið við Klapparstíg 25 er sex hæðir en við förum aðeins hærra með léttri þakbyggingu á hluta af sjöundu hæð við Hverfisgötu,“ segir Hanna. Aðalinngangur hót- elsins verður á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs en þar er einnig gert ráð fyrir morgunverðar- og veitingasal hótelsins. Tillagan gerir ráð fyrir verslun- um og þjónustu á jarðhæðum allra húsanna. Í byggingunum verði einnig skrifstofur og veitingastað- ir auk áðurnefnds hótels og þriggja hæða bílakjallara með tvö hundr- uð bílastæðum. „Það sem við myndum vilja sjá er að færri bíla- stæði verði ofanjarðar svo það verði meira rými fyrir gangandi og hjólandi umferð,“ segir Hanna. Hún segir þau hjá Festar gera ráð fyrir að framkvæmdir taki um þrjú ár. „Við erum ekki búin að fá erindið afgreitt en setjum stefn- una á að komast af stað með upp- bygginguna á næsta ári og að þetta fari allt upp í einu lagi, verði ekki áfangaskipt,“ segir Hanna. Hún segir þau hlakka til verk- efnsins. „Þetta er mjög spennandi konsept sem er spennandi að sjá verða að veruleika.“ olav@frettabladid.is Hótel upp á sjö hæðir og upphitað torg Tillaga að deiliskipulagsbreytingu gerir ráð fyrir nýju hóteli á Hljómalindarreitnum, opnu upphituðu torgi með veitingastöðum og verslunum. TORG Samkvæmt tillögunni verður torg á miðjum reitnum þar sem gert er ráð fyrir kaffihúsum og verslunum. MYND/ARKITEKTUR.IS FRÁ LAUGAVEGI Tillagan gerir ráð fyrir torgi milli nýbyggingar við Laugaveg 19 og Laugavegs 21, Hljómalindarhússins, sem reiturinn er nefndur eftir. MYND/ARKITEKTUR.IS HLJÓMALINDARREITUR Gert er ráð fyrir nýbyggingum í bland við uppgerð eldri hús. MYND/ARKITEKTUR.IS HVÍTRÚSSLAND, AP Alexander Lúkasjenko, forseti Hvíta- Rússlands, lýsti í gær þingkosn- ingunum sem fram fóru á sunnudag sem „stóru skrefi í lýðræðisátt,“ þrátt fyrir að ekki einn einasti fulltrúi stjórnarand- stöðunnar hefði unnið sæti á þingi samkvæmt opinberum úrslitum. Eftirlitsmenn á vegum Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu hafa úrskurðað að framkvæmd kosninganna hafi ekki uppfyllt lýðræðisleg viðmið. Lúkasjenko lét eftirlitsmenn aftur á móti heyra það í gær að kosningarnar hefðu farið fram í samræmi við hvítrússnesk lög. Hann ætlist núna til þess að Evrópusamband- ið aflétti efnahagsþvingunum og takmörkunum á ferðafrelsi ráðamanna ríkisins til ESB-landa. - aa Kosningar í Hvíta-Rússlandi: Lúkasjenko krefst umbunar EFNAHAGSMÁL Kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni hafa engin áhrif á lífeyrisgreiðslur sjóðanna til lífeyrisþega, að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Hrafn segir að lífeyrissjóðirnir hafi átt um 5,5 prósent í Glitni og sala til ríkisins hafi ákveðin fjár- hagsleg áhrif en þau áhrif séu ekki bein á lífeyrisþegana. Lífeyrir fólks muni ekki lækka. „Lífeyris- sjóðirnir eiga 5,5 prósent í Glitni og auðvitað hefur þetta ákveðin fjárhagsleg áhrif en lífeyrisloforð sjóðanna standa fyllilega þrátt fyrir þetta. Hins vegar kemur til skoðunar í byrjun næsta árs hvern- ig ávöxtun sjóðanna hefur verið á árinu almennt og hver þróunin hefur verið á verðbréfamörkuð- um,“ segir hann. Hrafn játar því að það hefði haft tap í för með sér fyrir lífeyrissjóð- ina hefði Glitnir orðið gjaldþrota, en hann segist ekki átta sig á hversu mikið tapið hefði hugsan- lega orðið. „Verðbréfamarkaðirnir hafa verið erfiðir á þessu ári en ávöxt- unin var sérlega góð síðustu fjögur árin. Sjóðirnir hafa verið með rau- návöxtun yfir níu prósent síðustu fimm ár þannig að í ár verður ávöxtun lífeyrissjóðanna neikvæð. Á móti kemur að þrátt fyrir lækk- un á erlendum eignum hefur krón- an veikst þannig að eign lífeyris- sjóðanna hefur vaxið í íslenskum krónum,“ segir hann. - ghs Kaup ríkisins í Glitni hafa lítil áhrif á lífeyrissjóðina: Segir lífeyrisgreiðsl- urnar ekki lækka LÖGGÆSLUMÁL Lögreglumenn stóðu heiðursvörð þegar Jóhann R. Benediktsson var kvaddur af starfsfélögum sínum fyrir utan lögreglustöðina í Suðurnesjum í gær. „Þetta var tilfinningaþrungið, það er varla hægt að lýsa því með orðum,“ segir Jóhann Eyvindsson rannsóknarlögreglumaður sem var við athöfnina. „Það er búið að verðlauna þennan mann í bak og fyrir fyrir vel unnin störf og svo er hann allt í einu farinn.“ Degi áður fékk Jóhann afhent gullmerki Toll- varðafélags Íslands á Kaffi Duus húsi í gær í Reykjanesbæ. „Ég neita því ekki að mér þykir óendanlega vænt um að mínir samherjar og félagar skuli sýna mér þennan heiður við brotthvarf mitt,“ sagði Jóhann í samtali við Fréttablaðið eftir að hafa tekið við gullmerkinu. Í ræðu sem Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður félagsins, hélt við það tæki- færi sagði hann: „Við skiljum og virðum þá ákvörð- un Jóhanns að hafa beðist lausnar frá embætti þótt við séum engan veginn sátt við þau málalok.“ Jóhann var lögreglustjóri á Suðurnesjum frá árinu 1999. Hann sagðist ekki vita hvað tæki við hjá sér. - jse Jóhann R. Benediktsson kvaddur af kollegum og Tollvarðafélagi Íslands: Tilfinningaþrungin kveðjustund LÖGREGLUMENN STANDA HEIÐURSVÖRÐ Það var tilfinninga- þrungin stund þegar Jóhann var kvaddur af samstarfsmönnum sínum í gær. MYND/JÓHANN EYVINDSSON NOREGUR Erfðaefnið í blóði Norðmanna verður rannsakað næstu mánuðina til að kanna hvort forfeður norskra sjálfboðaliða frá Stafangri, Björgvin, Þrándheimi, Lillehammer, Hamri og Kinsarvik hafi verið víkingarnir sem settust að á Norður-Englandi í kringum níundu öld. Vísindamenn frá Noregi, Englandi, Íslandi og Ungverja- landi hittust í Stafangri um síðustu helgi til að fullvissa sig um að rétt verði að rannsókninni staðið. Áður hefur komið í ljós að helmingurinn af rannsóknarhópi frá Wirral- skaga fyrir utan Liverpool hafi norskt víkingablóð í æðum. - ghs Ættbogi Norðmanna: Víkingablóðið rannsakað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.