Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 12
12 1. október 2008 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Eigendur beitarréttar í Kaldárbotnum hafa kært Hafnar- fjarðarbæ vegna ákvarðana bæj- arins um nýtingu svæðisins. Jörðinni Selskarði í Garðabæ tilheyrir frá fornu fari beitarrétt- ur ofan Hafnarfjarðar, meðal ann- ars í Kaldárbotnum þar sem vatnstökusvæði Hafnfirðinga er. Bæjaryfirvöld hafa samið við félagið GlacierWorld um sölu á vatni úr Kaldárbotnum og lagn- ingu vatnsleiðslu þaðan niður að átöppunarverksmiðju félagsins við Hafnarfjarðarhöfn. Eigendur Selskarðs telja fram- hjá sér gengið í vatnsöflunar- og pípulagnarmálinu líkt og raunin hafi verið þegar bærinn breytti deiliskipulagi þannig að Íshestar og Hestamannafélagið Sörli fengu aðstöðu á landinu. Kært var vegna þess máls til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í vor og er niðurstöðu enn beðið. Meðal röksemda eigenda Sel- skarðs er úrskurður frá því í fyrra um breytingar sem gera átti í verslunarmiðstöð á Gleráreyri á Akureyri. Í því tilviki sagði úrskurðarnefndin að samþykki allra lóðareigenda þyrfti til að gefa mætti út byggingarleyfi á sameiginlegri lóð. Telja eigendur Selskarðs mikla fjárhagslega og félagslega hags- muni fólgna í því fyrir sig að halda beitarrétti sínum óskertum enda sé mikil eftirspurn eftir beitarhólfum og hestaaðstöðu á svæðinu. - gar Eigendur beitarréttar í Kaldárbotnum vilja fá aðkomu að ákvörðun um nýtingu: Ósáttir við vatnsleiðslur án samráðs KALDÁRBOTNAR Eigendur jarðar í Garðabæ eru ósáttir við að ekki sé leitað samþykkis þeirra vegna nýtingar svæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKIPULAGSMÁL Hugmyndir um flutning á Héraðsdómi Reykja- víkur úr núverandi húsnæði dómsins við Lækjartorg hafa verið ræddar í dómsmálaráðu- neytinu. Þetta staðfestir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Hann segir málið hins vegar enn á umræðustigi. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi ritaði nýlega um málið á heimasíðu sína. Gísli segir að það sé sinn skilningur að núverandi staðsetning henti hvorki dómnum né borgarlífinu. Það hljóti því að vera hægt að finna dómnum betri stað og koma lifandi starfsemi í húsið. - ovd Héraðsdómur flytji í nýtt hús: Hentar ekki borgarlífinu NÁMSMENN „Sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu hagnast gríðar- lega á því að unga fólkið skuli stunda þar nám,“ segir bæjarráð Hveragerðis sem vill að náms- menn utan af landi fái frítt í vagna Strætós bs. Stjórn Strætós býður sveitar- félögum, sem ekki eiga aðild að félaginu, að kaupa sérstök náms- mannakort fyrir nemendur sem eiga lögheimili á landsbyggðinni en stunda framhaldsnám á höfuð- borgarsvæðinu. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur hvatt sveitarfélögin úti á landi til að greiða þessi kort. Bæjarráð Hveragerðis neitar að borga fyrir nemendur þaðan og segir sveitarfélög höfuðborg- arsvæðis mismuna nemendum sem sækja þar skóla með því að veita þeim ekki öllum gjaldfrjáls- an aðgang að Strætó. Höfuðborg- arsvæðið hagnist beint fjárhags- lega af þeim sem komi þangað til náms. „Það hlýtur að vera réttmæt ábending að minna á skyldur höfuðborgar gagnvart íbúum landsins sem kristallast í þessu máli,“ segir bæjarráðið sem vill að sveitarstjórnir á höfuðborgar- svæðinu breyti ákvörðun sinni og gefi öllum nemendum landsins, óháð lögheimili, frítt í strætis- vagna. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps kveðst undrast að eigendur Strætó hafi breytt um stefnu frá í fyrra þegar framhaldsskóla- nemar alls staðar að af landinu hafi fengið frítt í vagna Strætó. „Námsmenn af landsbyggðinni eyða hverri krónu á höfuðborgar- svæðinu í húsaleigu og kaup á annarri þjónustu og því ekki nema sanngjarnt að þeir njóti sömu kjara hjá höfuðborgar- svæðinu og þeirra eigin íbúar,“ segir sveitarstjórn Mýrdals- hrepps. Við sama tón kveður hjá bæjar- ráði Hornafjarðar sem kveðst furða sig á að sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu ætli að velta hluta af kostnaði af almennings- samgöngum á sínu svæði yfir á sveitarfélög á landsbyggðinni. Ríkisvaldið hafa ákveðið að hafa flestar helstu menntastofnanir í Reykjavík og nágrenni. Það sé viðkomandi sveitarfélögum drjúg tekjulind: „Um leið og bæjarráð mótmæl- ir þessari tilraun til skattlagning- ar á sveitarfélög á landsbyggð- inni tilkynnist að Sveitarfélagið Hornafjörður mun ekki greiða fyrir þessi kort.“ gar@frettabladid.is Sveitarfélög neita að borga í strætisvagna Sum sveitarfélög úti á landi segja íbúa sína sem stunda framhaldsnám eiga skilið að fá frítt í vagna Strætó. Þau neita að greiða afsláttarkort. BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ Landsbyggðarmenn eru ósáttir við að nemar í háskólum og framhaldsskólum fái ekki frítt í vagna Strætó bs.a nema þeir eigi lögheimili á höfuð- borgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ÞÉTTSKIPUÐ ÞILFÖR Yfirfull ferja siglir eftir Buriganga-fljóti í útjaðri Dhaka, höfuðborgar Bangladesh. Múslimar halda upp á Eid-al Fitr-hátíðina í þess- ari viku, en hún markar lok Ramadan- mánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.