Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 DÍSILBÍLAR eru sjötíu prósent allra nýrra bíla í Noregi. Hollustuverndin í Noregi hvetur fólk til að kaupa frekar dísil- bíla og segir þá ekki hafa jafn skaðleg áhrif á heilsu fólks og umhverfið og bensínbílar. Hlutfall dísilbíla af nýjum seldum bílum er hæst í Noregi af öllum Evrópulöndunum. Bassaleikarinn Tómas R. Einars- son hélt með latínkvartett sinn til Rúmeníu í lok ágúst og spilaði þar á djasshátíð í borginni Brasov í Karpatafjöllum. Þar komst hann í návígi við sjálfan Drakúla. „Við skoðuðum okkur um bæði í Búkarest og Brasov, sem er næst- stærsta borg Rúmeníu,“ segir Tómas, sem finnst Brasov meira heillandi. „Þar hafa hús frá liðnum öldum fengið að standa óhreyfð og þar eru engar hræðilegar mont- byggingar eins og í höfuðborginni. Í nágrenni Brasov er svo kastali þar sem maðurinn sem var fyrir- myndin að Drakúla greifa var í haldi um tíma. Það eru margar aldir síðan sá grimmi maður sat þarna járnaður en það kemur ekki í veg fyrir að ferðamenn þrammi upp í kastalann og skoði hann andaktugir,“ segir Tómas og það gerðu hann og félagar auðvitað líka. „Ég er ekki frá því að ég hafi fundið augntennurnar lengjast þarna í návíginu við Drakúla.“ Tómas segir forsöguna að því að hann fór á þessar slóðir þá að þýskur blaðamaður kom á Jazz- hátíð Reykjavíkur fyrir ári síðan og tók við hann viðtal. „Hann fékk nokkra diska af Romm Tomm Tomm og gaf framkvæmdastjóra djasshátíðarinnar í Brasov eintak. Hann varð skotinn í þessari íslensku latínsveiflu og þetta end- aði svo með því að við spiluðum tvenna tónleika á hátíðinni og nutum þess heiðurs að það var sjónvarpað beint frá fyrri tónleik- unum.“ En hvað er svo á döfinni? ,,Það er lokafrágangur á væntanlegum diski mínum sem heitir Trúnó. Ragnheiður Gröndal syngur að stærstum hluta en Mugison er gestasöngvari.“ vera@frettabladid.is Djassað fyrir Drakúla Tómas R. Einarsson og latínsveit hans spiluðu nýlega á djasshátíð í Brasov í Rúmeníu og heimsóttu kastala Drakúla í næsta nágrenni. Tómas er ekki frá því að augntennur hans hafi lengst í heimsókninni. Tómas og félagar þrömmuðu upp í kastala þar sem fyrirmyndin að Drakúla greifa var í haldi um tíma og fundu augntennurnar lengjast. MYND/ÚR EINKASAFNI Gistiheimili fyrir bílinn, mótorhjólið, jetskí, vélsleðann o.fl . Ný aðstaða, upphituð og ný máluð. Nánari upplýsingar í síma 893 6001. Þarftu að geyma elskuna þína ?? Leikfangaland KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 LEIÐSÖGUNÁM Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og mynd- um. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: ● Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. ● Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. Mannleg samskipti. ● Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhalds- nám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.