Fréttablaðið - 01.10.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 01.10.2008, Síða 1
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 1. október 2008 – 40. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Aftur í lás | Viðskipti með hluta- bréf voru stöðvuð af varúðará- stæðum í kauphöllum í Moskvu í Rússlandi aðeins mínútu eftir að þau hófust í gærmorgun en menn óttuðust að mikið fall víða um heim í fyrradag myndi smita út frá sér til Rússlands. Fjárfestar uggandi | Gengi hlutabréfa féll verulega í Banda- ríkjunum eftir að fulltrúar þings- ins felldu tillögur stjórnvalda um að setja á laggirnar sjóð sem kaupa á verðlausar eignir fjár- málafyrirtækja á mánudags- kvöld. Fall sem þetta hefur ekki sést í 21 ár. 101 olía | Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í 101 dal á mánudag eftir skell á hlutabréfamörkuð- um um allan heim. Sérfræðingar segja þrengingar í alþjóðahag- kerfinu skýra minni eftirspurn eftir olíu og keyri það verðið niður. Verðið fór hæst í rúma 147 dali í júlí. Fyrsta fórnarlambið | Írland er fyrsta evrulandið sem verð- ur kreppunni að bráð en lands- framleiðsla þar dróst saman tvo ársfjórðunga í röð. Talið er að fleiri Evrópulönd muni fylgja í kjölfarið þegar tölur birtast um landsframleiðslu þeirra á þriðja ársfjórðungi. Olíupeningar leka | Norski olíusjóðurinn tapaði 136 millj- örðum íslenskra króna á gjald- þroti bandaríska bankans Wash- ington Mutual í síðustu viku. Norski vefmiðillinn E24.no segir tæpa þrjá milljarða bundna í hlutabréfum og sé það tapað fé. Afgangurinn var í skuldabréf- um og óvíst hversu háa fjárhæð sjóðsstjórarnir sjái aftur. Orðskýringin Hvað eru lánalínur? 6 Landsbankinn / Glitnir Sameinaður banki jafnstór Kaupþingi 4-5 Gylfi Magnússon Bjart framundan 6 Hagnaður ríkisins á 75 prósenta hlut sínum í Glitni nam eftir kaup- hallarviðskipti gærdagsins 119,3 milljörðum króna. Að sama skapi má segja að hluthafar bankans frá því fyrir helgi hafi tapað tæplega 166 milljörðum króna. Gengi bréfa í bankanum féll um rúmlega 71 prósent í viðskiptum gærdagsins, úr 15,7 krónum á hlut á föstudag og í 4,55 krónur á hlut. Lokað var fyrir viðskipti með bréf félagsins á mánudag. Töluverð viðskipti áttu sér stað í gær með bréf Glitnis, eða fyrir rúmar 2.085 milljónir króna. Nokk- ur sveifla var á gengi bréfanna, en viðskipti með þau hófust þó tölu- vert yfir metnu kaupgengi ríkisins, sem var nálægt 1,9 krónum á hlut. Fyrstu viðskipti voru rétt undir fimm krónum á hlut, en hæst fór gengið í 6,50 krónur. Þá fór hagn- aður ríkisins á pappír í 206 millj- arða króna. Ríkið setti á mánu- dag nýtt hlutafé fyrir 84 milljarða króna í Glitni og eignaðist þar með þrjá fjórðu hluta bankans. - óká Hagnaður ríkisins af Glitni 119 milljarðar Glitnir fjöldi hluta Hluthafar Glitnis 14.881 Ríkið 44.642 Samtals 59.523 Hagnaður ríkisins í milljónum króna Hlutafé 84.000 Gengi inn 1,88 krónur á hlut Gengi nú 4,55 krónur á hlut Markaðsvirði hlutar 203.298 Hagnaður 119.298 Tap hluthafa í milljónum króna Gengi var 15,70 krónur á hlut Markaðsvirði hlutar var 233.627 Gengi nú 4,55 krónur á hlut Markaðsvirði hlutar nú 67.707 Tap hluthafa 165.920 V E R Ð M Æ T I G L I T N I S Utanþingsviðskipti voru með bréf í Landsbankanum fyrir 5,6 milljarða króna snemma í gær- morgun á genginu 21,5 krónur á hlut. Viðskiptin voru í stærri kantinum, þau fyrri upp á rúman 1,1 milljarð króna en hin upp á rúma 4,5 milljarða. Utanþingsviðskipti eru þau viðskipti sem eiga sér stað beint á milli markaðsaðila og tilkynnt er um eftir á. Heildarvelta með bréf í Lands- bankanum námu rúmum 9,4 millj- örðum króna í gær. - jab LANDSBANKINN Viðskipti með hlutabréf Landsbankans námu rúmum níu milljörð- um í gær. Keypt í LÍ utan þings Ingimar Karl Helgason skrifar „Enda þótt íslenska ríkið segist ekki ætla að eiga hlut sinn í Glitni um lengri tíma, telur Fitch ekki líklegt að það losni auðveldlega við hlutinn í bráð,“ segir í rökstuðningi matsfyrirtækisins Fitch Ratings, fyrir lækkaðri lánshæfiseinkunn Glitnis, úr B/C í F. Fitch lækkaði einnig lánshæfiseinkunn ríkisins. Það hefur Standard & Poors einnig gert og japanska matsfyrirtækið R & I. Forystumenn ríkissjóðs sögðu í fyrradag að ekki stæði til að eiga 75 prósenta hlut í Glitni til lang- frama. 600 milljónir evra koma fyrir. Ríkið kemur þar inn, með fyrirvara um samþykki hluthafafund- ar í Glitni, og samþykki Alþingis. Ráðherrar í ríkisstjórninni fullyrtu eftir ríkis- stjórnarfund í gær að engar formlegar viðræður ættu sér stað við Landsbankann um að sameiningu við Glitni. Davíð Oddsson seðlabankastjóri kom á ríkisstjórnarfund og fór yfir stöðu mála með ríkis- stjórninni. Hann kannaðist lítt við fund forsætisráð- herra með Björgólfi Thor Björgólfssyni og banka- stjórum Landsbankans í fyrrakvöld. Áður en ákveðið var að ríkið kæmi inn í hluthafa- hóp Glitnis, var rætt um sameiningu við Lands- bankann, með fulltingi ríkisins. Ekki varð af því en enn virðast vera þreifingar í gangi milli ríkisins og Landsbankans. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssam- bands lífeyrissjóða, segir að ekkert hafi verið rætt um það í hópi lífeyrissjóða að koma inn í Glitni. Þá hafi ekkert borist frá stjórnvöldum í þá veru. Ríkið eignaðist hlutinn í Glitni í kjölfar þess að þýskur banki hætti við lánsloforð. Þá leit- aði Glitnir til Seðlabankans, sem hafði sjálfur fengið lán hjá hinum sama banka til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann. Sjá síðu 2 og miðopnu Óvíst að ríkið geti selt Glitni í bráð Fitch Ratings segir ólíklegt að ríkið geti selt hlut sinn í Glitni á næstunni. Lífeyrissjóðir eru ekki inni í myndinni. Enn er uppi á borðinu að Landsbankinn sameinist Glitni. Er prentverkið Svansmerkt? Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.