Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 1. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 H A U S G E N G I S Þ R Ó U N Verðbólga mældist 4,7 pró- sent innan aðildarríkja Efna- hags- og framfarastofnunarinn- ar (OECD) í ágúst. Þetta er 0,1 prósentustigs lækkun frá í júlí. Miklu munar um orkuverð, sem lækkaði um 1,6 prósent milli mánaða. Það er engu að síður 20,9 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra. Þá hefur matvöruverð sömuleiðis lækk- að um 0,1 prósent. Það er 7,1 prósenti hærra en í fyrra. Séu þessir tveir þættir undanskild- ir nam verðbólgan 2,3 prósent- um innan aðildarríkja OECD í ágúst. Verðbólgan var langhæst hér á landi í mánuðinum, 14,5 pró- sent, en minnst í Sviss, eða 2,9 prósent. - jab KEYPT Í MATINN Mesta verðbólgan innan aðildarríkja OECD mældist hér á landi í ágúst. MARKAÐURINN/VALLI Mesta verðbólgan hér Björn Ingi Hrafnsson skrifar Latcharter, dótturfélag Icelandair Group í Lett- landi, hefur tekið upp nýtt nafn. Það var kynnt af þeim Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, og Garðari Forberg, framkvæmdastjóra Latcharter, við athöfn í Ríga í Lettlandi í síðustu viku um leið og haldið var upp á fimmtán ára starfsafmæli félagsins að viðstöddu fjölmenni úr lettnesku og íslensku viðskiptalífi. Garðar Forberg segir rétt að breyta nú um nafn og útlit flugfélagsins. „Staða okkar innan fluggeir- ans hefur gjörbreyst á síðustu tveimur árum með miklum vexti og breyttum áherslum,“ segir hann og bætir við: „Við vildum auðkenna okkur með nýjum hætti á markaði þannig að það endurspegl- aði okkur betur sem fyrirtæki og þá menningu sem hér ríkir. Við erum nú alþjóðlegt fyrirtæki í fjölþættum rekstri.“ Björgólfur Jóhannsson kvaðst ánægður með breytinguna og þróunina í rekstri félagsins á síð- ustu árum. „Við erum jafnt og þétt að styrkja starfsemi okkar í þessum heimshluta og fögn- um áfanga á þeirri leið í dag. Þetta nýja nafn og yfirbragð rímar vel við aðra starfsemi innan Ice- landair Group, en í Tékklandi starfar einmitt SmartWings innan okkar raða,“ segir hann. SmartLynx í Lettlandi, sem er annað stærsta flugfélag landsins með veltu upp á tíu milljarða króna á ári, er að fullu í eigu Icelandair Group. Í flota félagsins eru tíu vélar. Tvær Boeing 767- 300ER breiðþotur og átta Airbus 320-200 vélar. Starfsmenn eru 260 talsins. Félagið starfar á alþjóðlegum leigumarkaði og er í verkefnum vítt og breitt um heiminn. Félag- ið er til dæmis með vélar í verkefnum í Afríku, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Meðal annars eru tvær breiðþotur í verkefnum fyrir Virgin Niger- ia, en sjálfur Sir Richard Branson, stofnandi og eigandi Virgin, sendi afmælishófinu ávarp sem sýnt var á risatjaldi og talaði hann þar sérstaklega til Garðars Forbergs. Alls sóttu um fimm hundr- uð manns afmælisfagnaðinn. Meðal gesta var flugmálastjóri Letta, sendiherrar Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands og Bretlands, framámenn úr viðskiptalífi landsins og fjöldi aðila úr alþjóð- lega fluggeiranum. Heiðursgestur var Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Bryndís Schram eiginkona hans, en Jón Baldvin er þekkt- ur þar í landi fyrir framgöngu sína og frumkvæði í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna, þegar Ís- lendingar lýstu yfir sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháen fyrstir þjóða. Latcharter í Ríga verður SmartLynx Fimmtán ára afmæli dótturfélags Icelandair í Lettlandi fagnað með nýju nafni. Gjörbreytt staða á flugmarkaði. „Fjármálakreppan ágerist með hverjum degi, útlit versnar á al- þjóðlegum mörkuðum, gengi krón- unnar hefur fallið og allt þetta eykur auðvitað áhyggjur manna af Íslandi, sem endurspeglast í þessum tölum,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hjá greiningu Glitnis. Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hefur aldrei verið hærra, en það hefur rokið upp síðan í byrjun síðustu viku, eins og sést af meðfylgjandi mynd. Enn er ekki hægt að merkja áhrif þjóð- nýtingar Glitnis. Alþjóðlegir lánsfjármarkaðir hafa þornað enn frekar upp í kjöl- far þess að Bandaríkjaþing hafn- aði björgunarfrumvarpi ríkis- stjórnarinnar, en Libor-vextir, það er þeir vextir sem bankar greiða fyrir að taka næturlöng lán hjá hver öðrum, komust í 6,88 pró- sent í gær, og hafa aldrei mælst hærri. Hærri millibankavextir eru til marks um að bankastofnanir treysta ekki hver annarri, en sér- fræðingar sem Bloomberg ræðir við segja að peningamarkaðir hafi einfaldlega hrunið og einu bank- arnir sem treysti sér til að lána peninga eins og nú er ástatt séu seðlabankar. - msh Skuldatryggingarálagið rýkur upp Landsbanki Kaupþing Glitnir SKULDATRYGGINGARÁLAG ÍSLENSKU BANKANNA 1500 1200 900 600 300 0 júl. 2007 des. 2007 mar. 2008 jún. 2008 sept. 2008 Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfismatseinkunnir Kaupþings, Landsbankans, Glitn- is og Straums í gær. Ákvörðun- in kemur í beinu framhaldi af ákvörðun ríkisins frá í fyrradag um að kaupa 75 prósenta hlut í Glitni fyrir 600 milljónir evra. Fitch segir að þótt ríkið ætli ekki að sitja á eign sinni í bank- anum lengi þá sé svo mikill óróleiki á fjármálamörkuðum að harla ólíklegt sé að hægt verði fyrir ríkið að selja hann í allra nánustu framtíð. Lánshæfismatseinkunn vegna langtímaskuldbindinga Kaup- þings var lækkuð úr A- í BBB. Þá fer Landsbankinn úr A í BBB, Glitnir fer úr A- í BBB- og Straumur úr BBB- í BB+. Þá setur Fitch lánshæfismats- einkunnir bankanna á athugun- arlista með neikvæðum vísbend- ingum. Ekki náðist í bankastjóra bankanna né aðra tengdum þeim vegna málsins áður en Markað- urinn fór í prentun í gær. - jab Fitch lækkar ein- kunnir bankanna TILKYNNT UM KAUPIN Kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni urðu til þess að matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfisein- kunnir bankanna. MARKAÐURINN/GVA FORSTJÓRI FAGNAR NAFNABREYTINGU Garðar Forberg, for- stjóri SmartLynx, fær blómvönd í tilefni af afmæli lettnesk/íslenska flugfélagsins og nafnbreytingunni. Vika Frá ára mót um Alfesca -5,6% -8,1% Atorka -13,4% -53,7% Bakkavör -12,3% -63,6% Exista -14,8% -69,6% Glitnir -69,6% -79,3% Eimskipafélagið -7,4% -88,5% Icelandair -7,2% -32,4% Kaupþing -6,1% -21,4% Landsbankinn -10,5% -42,5% Marel -3,7% -13,6% SPRON -18,1% -71,3% Straumur -4,4% -44,7% Össur -1,8% --4,8% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.