Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 6
6 2. október 2008 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL „Það er mikill viðsnún- ingur frá því sem hefur verið áður, við erum að fara úr miklum afgangi í mikinn halla,“ segir Árni Mathie- sen fjármálaráðherra um fjárlaga- frumvarp næsta árs. Í því er gert ráð fyrir 57 millj- arða króna halla á ríkissjóði. Í fjár- lögum þessa árs var gert ráð fyrir 40 milljarða króna halla en áætlan- ir gera nú ráð fyrir að hann verði þrír milljarðar. Árið 2006 var næst- um 90 milljarða króna afgangur. Gjöld ríkisins verða 507 milljarð- ar á næsta ári og tekjurnar 450 milljarðar. Tekjurnar minnka nokk- uð á milli ára og gjöldin aukast umtalsvert. Samhliða fjárlögunum hefur rík- isstjórnin samþykkt rammafjárlög til næstu fjögurra ára. Samkvæmt þeim verður hallinn 46 milljarðar árið 2010 og átján milljarðar 2011 en gert er ráð fyrir þriggja millj- arða afgangi 2012. Árni Mathiesen segir fjárlögin notuð til sveiflujöfnunar. Öfugt við það sem tíðkaðist á uppgangstím- unum sé þeim nú beitt til að vega upp á móti efnahagslægðinni. „Bæði skattar og skattheimtan eru að minnka þannig að við erum að skilja meira eftir fyrir aðra í þjóð- félaginu til að ráðstafa. Svo aukum við útgjöldin, sérstaklega í fram- kvæmdum og almannatrygginga- og atvinnuleysistryggingakerfinu þannig að þetta frumvarp er sniðið að því ástandi sem við upplifum núna.“ Í frumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði neikvæð- ur um 1,6 prósent, kaupmáttur rýrni um 1,4 prósent og að atvinnu- leysi verði 2,7 prósent. Reiknað er með að verðbólgan hjaðni og verði 5,7 prósent á næsta ári. Að sögn Árna er staða ríkisfjár- mála mjög góð, hrein eign ríkis- sjóðs sé jákvæð eftir tekjuafgang síðustu ára og tekjur af sölu ríkis- fyrirtækja. bjorn@frettabladid.is 121 milljarðs halli á næstu þremur árum Ríkissjóður verður rekinn með 57 milljarða króna halla á næsta ári. Útgjöld hækka um 73 milljarða og tekjurnar minnka um 23 milljarða. Spáð er neikvæð- um hagvexti, rýrnun kaupmáttar og auknu atvinnuleysi. Verðbólgan minnkar. AFKOMA RÍKISSJÓÐS FRÁ UPPGJÖRI 2007 TIL RAMMAFJÁRLAGA TIL 2012 Reikningur Fjárlög Áætlun Frumvarp Áætlun Áætlun Áætlun 2007 2008 2008 2009 2010 2011 2012 Tekjur 486,1 473,4 463,4 450,5 476,7 514,8 556,7 Gjöld 397,5 434,2 460,5 507,4 522,3 533,3 553,7 Afkoma 88,6 39,2 2,9 -56,9 -45,6 -18,5 3,0 Fjárhæðir eru í milljörðum króna ÁHRIF GLITNIS LÍTIL Árni Mathiesen segir að kaup ríkisins á stórum hlut í Glitni hafi lítil áhrif á stöðu ríkissjóðs. „Vaxtatekjur minnka um þrjá millj- arða eða svo en að öðru leyti á ég ekki von á að þetta hafi áhrif. Við brugðumst við ástandi sem hefði getað orðið mjög alvarlegt til að tryggja þann grunn sem við byggj- um fjárlögin á. Ef ekki hefði verið brugðist við hefði það getað haft miklu meiri áhrif á fjárlögin heldur en viðbrögðin.“ STJÓRNMÁL Ný fjárlög uppfylla ekki skilyrði Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins um efnahagslegan stöðugleika. Samkvæmt þeim hefði halli á fjárlögum næsta árs ekki mátt fara yfir 47,3 milljarða króna. Í fjárlögunum sem kynnt voru í gær er gert ráð fyrir 57 milljarða króna halla, eða 3,7 prósentum af vergri landsframleiðslu. Maastricht-skilyrðin kveða á um að halli á fjárlögum megi ekki fara yfir þrjú prósent. Samkvæmt nýrri spá efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins verður landsframleiðslan 1.575,3 milljarðar króna. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist, í viðtali við Markaðinn undir lok ágúst, telja rétt að íslensk stjórnvöld stefndu að því að uppfylla sem fyrst Maastricht-skilyrðin. „Það eru almennir hagsmunir okkar að gera það, óháð Evrópusambandinu,“ sagði hann og taldi að þjóðin myndi á endanum uppfylla þau öll, ef sá árangur næðist sem að væri stefnt og lýst í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þó svo að halli næsta árs nemi 3,7 prósentum er ráð fyrir því gert að ríkisreksturinn verði innan marka næstu ár. Árið 2010 er gert ráð fyrir 2,8 prósenta halla, 1,1 prósents halla 2011 og svo jákvæðri afkomu upp á 0,20 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2012. - óká Fjárlög næsta árs uppfylla ekki Maastricht-skilyrðin: Halli of mikill fyrir Evrópusambandið „Fyrir það fyrsta er ljóst að frumvarpið er orðið úrelt um leið og það kemur út, svo hratt breytast aðstæður í sam- félaginu,“ segir Jón Bjarnason VG. „Svo vekur athygli að frum- varpið er byggt á óbreyttri stefnu í ríkisfjármálum sem hefur beðið algjört skipbrot.“ Jón segir forgangsröð verkefna ranga, ríkisstjórnin sinni gælu- verkefnum á borð við hermál, leyniþjónustu og einkavæðingu heilbrigðiskerfisins í stað þess að verja velferðarkerfið, líkt og full þörf sé á. Kom úrelt út úr prentsmiðjunni JÓN BJARNASON „Ég lít svo á að frumvarpið sé í besta falli spádómur. Í það vantar allar forsendur og á næstu tveimur mánuðum kann staðan að vera gjörbreytt,“ segir Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins. Eðlilegt sé að framkvæmdum sé haldið uppi af nokkrum mætti enda þurfi að vinna gegn niðursveiflunni. „Það er til dæmis gott að ráðast í varan- legar samgöngubætur sem styrkja byggðarlög og atvinnulíf. Það þarf að halda uppi atvinnustiginu enda nóg að gengið og vextirnir séu í klessu þó að ekki bætist atvinnu- leysið við.“ Spádómur í besta falli GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON „Það er forkast- anlegt að hið opinbera ætli ekki að herða sultarólina í sínum rekstri eins og fólk og fyrirtæki þurfa að gera,“ segir Bjarni Harðar- son, Framsókn- arflokki. Almenn sparnaðarkrafa á ráðuneytin upp á rúmt prósent sé hin sama og gilt hafi undanfarin ár. „Ég tel að ríkisreksturinn eigi að ganga á undan með góðu for- dæmi en ég sé engar vísbendingar í þá átt.“ Bjarni kveðst hafa nokkrar áhyggjur af miklum halla ríkissjóðs en margir háir útgjaldaliðir séu skiljanlegir, svo sem vegna aukins vaxtakostnaðar og launahækkana. Máttlitlar kröf- ur um sparnað BJARNI HARÐARSON 57 MILLJARÐA KRÓNA MÍNUS Árni Mathiesen fjármálaráðherra kynnti fjárlaga- frumvarp ársins 2009 í heimabæ sínum, Hafnar- firði, í gær. Átt þú eða einhver sem þú þekk- ir hlutabréf í Glitni? Já 42,3% Nei 57,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú búin[n] að kaupa bleiku slaufuna? Segðu þína skoðun á vísir.is STJÓRNMÁL Höskuldur Þór Þór- hallsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, segir að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi verið van- hæfur þegar hann tók ákvörðun í málefnum Glitnis. „Ákvörðunin hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir þá menn sem hann hefur átt í stríði við undanfarin ár,“ segir Höskuld- ur sem finnur áliti sínu stoð í hæf- isreglum stjórnsýslulaganna. Höskuldur hyggst – í ljósi nýlið- inna atburða – leggja til við Alþingi að lögum um skipan seðlabanka- stjóra verði breytt. „Það skiptir öllu máli að taka af allan vafa um sjálfstæði bankans og sýna að honum sé stýrt á faglegum en ekki pólitískum forsendum.“ Nauðsyn- legt sé að búa svo um hnúta að til æðstu starfa í Seðlabankanum veljist aðeins fagmenn. Höskuldur segir það hluta af því að búa í siðuðu samfélagi að hafa leikreglur sem virka. Þær geri það ekki að þessu leyti og því sé nauðsynlegt að breyta lögum um skipan seðlabankastjóra. Frumvarpið er ekki frágengið og orðalag þess því ekki ljóst. Né heldur er ljóst hvort, og þá hverjir, verða meðflutningsmenn Höskuldar. Kveðst hann vonast til að þingmenn úr stjórnarflokkun- um fáist til að flytja það með honum. - bþs Þingmaður Framsóknar segir að Davíð hafi verið vanhæfur til að fjalla um Glitni: Vill fagmenn í Seðlabankann HÖSKULDUR ÞÓR ÞÓRHALLSSON Segir mikilvægt að taka af allan vafa um að Seðlabankanum sé stýrt á faglegum forsendum. SKÓLAMÁL Tvítyngd börn í leikskólum Mosfellsbæjar haustið 2008 eru 55 talsins samkvæmt yfirliti sem lagt var fram á fundi fræðsluráðs bæjarins. Börnin 55 mæla á nítján tungumálum og eru samtals ellefu prósent af heildar- fjölda leikskólabarna í Mosfells- bæ. Á fundi fræðslunefndarinnar kom enn fremur fram að tví- tyngdir starfsmenn á leikskólum Mosfellsbæjar eru átján. Nefndin hefur lagt til að hafinn verði undirbúningur leik- og grunn- skóla Mosfellsbæjar að samræm- ingu sérstakra móttökuáætlana fyrir tvítyngd börn. - gar Leikskólabörn í Mosfellsbæ: Ellefu prósent eru tvítyngd MICHICAN, AP Kona ein í Banda- ríkjunum festi nýverið kaup á húsi í bænum Saginaw í Michig- an-ríki á netuppboðs-vefsíðunni eBay. Kaupverðið var 1,75 dollarar, eða tæpar 200 íslenskar krónur miðað við gengi um miðjan dag í gær. Hin þrítuga Joanne Smith frá Chicago átti hæsta boðið af átta sem bárust í eignina. Hún sagðist ætla að reyna að selja húsið, enda hefði hún aldrei komið til Saginaw og hefði ekki í hyggju að flytjast þangað. Nauðungaruppboðstilkynning hefur verið fest á hurð hússins. Hinn nýi eigandi þarf því að borga um 850 dollara, andvirði um eitt hundrað þúsund íslenskra króna, í skatta og hreinsunar- gjöld. - kg Kona gerir góð kaup á eBay: Keypti hús á 1,85 dollara WASHINGTON, AP Nýjustu skoðana- kannanir Quinnipiac-háskólans sýna fram á aukinn stuðning við demókratann Barack Obama á kostnað repúblikanans John McCain í barátturíkjunum Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Mælist fylgi Obama yfir fimmtíu prósent, en talið er að mjótt verði á mununum í þessum ríkjum. Varaforsetaefni frambjóðend- anna, þau Joe Biden og Sarah Palin, hafa eytt síðustu dögum undir feldi við undirbúning kappræðna sem fram fara í dag. Verða það einu kappræður varaforsetaframbjóðenda fram að kosningum í nóvember. - kg Kosningar í Bandaríkjunum: Obama ofar í barátturíkjum OBAMA Talið er að úrslitin í barátturíkj- unum hafi mikið að segja um endan- lega útkomu kosninganna. Glitnir greiddi út vexti á hávaxtareikn- inga sína um mánaðamótin að venju. Einnig hefur verið opnað fyrir við- skipti í þremur sjóðum sem lokuðust tímabundið. EFNAHAGSMÁL Glitnir greiðir vextina „Nei, það sjáum við ekki. Þetta er bara goðsögn,“ svarar Guðbjörg Hólm, gjaldkeri Íslenskrar getspár, aðspurð hvort ásókn í peningaleiki hafi aukist í efnahagslægðinni að undanförnu. HAPPDRÆTTI Ekki aukning hjá Lottó FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.